Síða 1 af 1

Amazon.com - Import fee

Sent: Fim 19. Feb 2015 23:57
af nidur
Var að taka eftir "Import Fees Deposit" á Amazon.com fyrir sendingar til Íslands.

Kannski búið að vera í gangi frá áramótum, hefur einhver hérna prufað að panta svona? ef svo er fór þetta beint í gegnum toll og sent heim?

Items $256.99
Estimated shipping & handling $32.14
Total before tax $289.13
Estimated tax to be collected $0.00
Import Fees Deposit $73.80
Estimated order total $362.93

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 00:31
af Fletch
já, kom með DHL og þurfti ekki að borga neitt

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 00:45
af lollipop0
það sem þú ert búinn að borga þessi "Import Fees Deposit $73.80" þá þurfti ekki að borga toll í DHL

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 05:17
af Danni V8
Er Amazon þá að sjá um tollskýrslu og allt það? Algjör snilld ef svo er. Óþæginlega mikil töf að standa í svona brasi með tollinum hér á landi.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 07:44
af brain
Sendir Amazon.com beint til Íslands ?
Hélt að maður þyrti að vera með adressu í USA og nota þjónustu til að áframsenda pakkana til Íslands.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 08:24
af nidur
Greinilega hafa einfaldari tollamál einfaldað sendingar til íslands.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 08:49
af linenoise
Ég borgaði svona, borgaði DHL ekki neitt. Svo kom í ljós að varan hafði verið í vitlausum tollflokki þannig að Amazon endurgreiddi mér mismuninn ótilkvatt eins og ekkert væri. Finnst þetta virka massavel.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 09:57
af Snorrmund
linenoise skrifaði:Ég borgaði svona, borgaði DHL ekki neitt. Svo kom í ljós að varan hafði verið í vitlausum tollflokki þannig að Amazon endurgreiddi mér mismuninn ótilkvatt eins og ekkert væri. Finnst þetta virka massavel.


Ég lenti einmitt í því sama, pantaði vöru og fékk hana senda heim að dyrum án þess að þurfa að borga neitt til póstsins/dhl. Svo fékk ég email 1,5 mánuði seinna um að þeir hefðu ofrukkað mig um tollinn og þeir borguðu það sjálfkrafa til baka inn á visa kortið hjá mér.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 14:28
af Sidious
Mér sýnist allavega það vera hægt að fá sendir mun fleiri tegundir af vörum hérna til Íslands en var hægt á síðasta ári. Man ég var að skoða ryksugur í fyrra eða hitt í fyrra og þá var ekki hægt að senda þær hingað. Nú hins vegar get ég fengið hana senda, verst bara að sendingarkostnaðurinn er tvöfalt það sem ryksugan kostar.

Nú hefst leitin af einhverjum góðum dílum.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 15:38
af bigggan
Þetta er búið að vera nokkur ár með þessu, hef ekki lent i að þúrfa borga vsk af vörur frá amazon.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 15:40
af bigggan
brain skrifaði:Sendir Amazon.com beint til Íslands ?
Hélt að maður þyrti að vera með adressu í USA og nota þjónustu til að áframsenda pakkana til Íslands.


'Á ekki við með myndir/tölvuleikir og bækur, en aðrir hlutir þarft þú að kaupa hjá þriðja aðilla inna amazon.

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 16:02
af toybonzi
Þetta er snilldarform og virkar vel.

Fékk eins og fleiri í þessum þræði greitt til baka nokkra $ frá Amazon vegna ofreiknaðra gjalda.....ég sæi innlenda aðila gera slíkt óbeðna og varla þó þeir væru beðnir um það :)

Re: Amazon.com - Import fee

Sent: Fös 20. Feb 2015 17:12
af jongun
toybonzi skrifaði:Þetta er snilldarform og virkar vel.

Fékk eins og fleiri í þessum þræði greitt til baka nokkra $ frá Amazon vegna ofreiknaðra gjalda.....ég sæi innlenda aðila gera slíkt óbeðna og varla þó þeir væru beðnir um það :)


Þetta er sniðugt og virkilega þægilegt.

Sjálfur fékk ég 0.1$ eða 1 kr. endurgreitt frá Amazon.