Gúrú skrifaði:Framed skrifaði:Að falsa debetkort fellur hins vegar undir skjalafals enda stendur á þeim öllum "misnotkun kortsins varðar við lög".
Hvað á þessi fáránlega setning að þýða? Rökstuðningur þinn þyrfti að vera þau lög um skjalafals sem þarna er vísað til.
Ef ég sel brúsa sem stendur á "misnotkun kortsins varðar við lög" fellur það þá undir skjalafals að falsa brúsann?
Ég biðst forláts á leti minni við að vísa í heimildir en skal lagfæra það hér með.
Í gr. 12.4 í
skilmálum Landsbankans vegna debetkorta stendur:
Landsbanki skrifaði:Misnotkun kortsins varðar við lög sbr. m.a. 249 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Arionbanki og Íslandsbanki (ásamt reyndar fleiri, t.d. Atlantsolíu) hafa allir sambærilega klausu í sínum skilmálum
Læt nægja að vísa í skilmála Landsbankans hér. Stutt Google leit getur staðfest hina aðilana.
Í
249 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem kortaútgefendurnir vísa sérstaklega í segir:
Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.
Ég legg áherslu á orðalagið
meðal annars í skilmálunum því nú er komið að lögreglunni.
Samkvæmt
fréttatilkynningu frá þeim síðan 2011 fella þeir fölsuð skilríki undir 155. gr. hegningarlaga en þar stendur:
Hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar, ef skjalið er notað sem opinbert skjal, viðskiptabréf eða erfðaskrá.
[Sömu refsingu varðar að nota fölsuð gögn, sem geymd eru á tölvutæku formi, til að blekkja með þeim í lögskiptum.]1)
Hafi aðeins verið um lítilræði að tefla, eða miklar málsbætur eru að öðru leyti, einkum ef fremjandi hefur ekki ætlað að baka öðrum tjón, má beita [fangelsi allt að 1 ári]2) eða sektum.
Að lokum, fyrir þá sem eru enn að lesa, vísa ég í 157. gr. sömu laga en þar er tekið á því að nota skilríki annarra til að villa á sér heimildir:
Noti maður ófalsað skjal svo sem það varðaði annan mann en þann, sem það á við, eða með öðrum hætti gagnstætt því, sem til var ætlast, og þetta er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Þökk sé þér Gúru þá hef ég séð villu míns vegar og mun í framtíðinni leggja kapp á að vísa í heimildir máli mínu til stuðnings, í það minnsta hafi ég einhvern grun um að þú hafir áhuga á málinu sem um ræðir. Ég vona að með þessu hafi ég öðlast fyrirgefningu þína en sé svo ekki óska ég eftir skýrri leiðsögn frá þér, ó mikli meistari rökleiðsla.
Gúrú skrifaði:Það er að minnsta kosti brot á höfundarréttarlögum að skapa kort með hönnun og nafni íslensku bankanna.
Það áður en að reynt er að nota þau til að villa á sér heimildir.
Skemmtistöðum ber að sjá til þess að viðskiptavinirnir séu 20 ára eða eldri til að starfrækja sig á Íslandi.
Þegar að þeir reyna að sinna þeirri skyldu til að sjá til að þeir samræmist lögum og stundi ekki glæp
og þú kemur og reynir að villa á þér heimildir ertu augljóslega ekki að haga þér samkvæmt lögum.
Það er enginn grundvallarmunur á því að þykjast vera einhver annar en þú ert í því samhengi að komast inn á vínveitingastað með fölsuðu
skilríki (og geta þar með keypt áfengi) og að þykjast vera Ólafur Ragnar Grímsson með fölsuðu skilríki til að komast inn í bankahólfið hans.
Þakka þér svo fyrir að fylla upp í rökin um að ólögmæti fölsunarinnar en svona af tilefni af þínu nitpicki þá má ég til með að leiðrétta þig.
Aldurstakmark inn á veitingahús með leyfi til áfengisveitinga er aðeins 18 ár eftir kl. 22 á kvöldin samkvæmt 1. mgr. 5. gr.
laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald þó að flestir setji húsreglu um 20 ára aldurstakmark, allavega hérna í bænum. Húsreglurnar eru að hluta settar til að minnka álag á barþjóna þannig að þeir þurfi ekki að pæla í aldri þess sem þeir eru að afgreiða og geta því unnið hraðar.
Þó að lögin segi að það sé aðeins 18 ára aldurstakmark þá breytir það engu um ólögmæti þess að villa á sér heimildir.