Sælir félagar, mér er farið að langa til þess að kaupa mér lóðbolta/lóðstöð, eitthvað sérstakt sem að þið mælið með ? Einnig var ég að spá hvort það væri ekki hægt að kaupa einhvern pakka með slatta af viðnámum, þéttum, díóðum, transistorum og þessu helsta. Er alveg hægt að treysta á þessa rafeindahluti sem maður finnur á dx.com ? Búinn að finna það helsta sem mér vantar þaðan aðallega spá hvort þetta sé nokkuð algjört drasl.
Kosturinn við svona Hakko "klón" er að þú getur fengið fullt af góðum oddum á þær (eða drasl odda, góður oddur kostar náttúrulega jafn mikið og þessi Yihua stöð) og það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt að vera með rétta stærð/lögun af oddi ef þú ætlar að gera eitthvað af viti.
Fer eftir því hvern þú spyrð en þessi Yihua er t.d. alveg "nógu nógu" fyrir einhvern sem notar þetta bara við og við. Sérstaklega þegar þetta kostar bara 4-5 þúsund kall komið heim.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Sun 18. Jan 2015 13:36
af Snorrmund
Úfff, audiophile nú kom verkfærapervískan upp í mér og lýst vel á þessa sem þú bentir á. Þetta var samt aðallega hugsað sem svona hobbígræja til að vera með heima, þá held ég nú að ég byrji allavega frekar á einhverri ódýrari hehe.
En dori þessi virðist vera meira það sem ég hafði í huga, er einhver að selja þetta heima?
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Sun 18. Jan 2015 13:51
af dori
Neibb, þarft að panta þetta sjálfur. Það eina sem er í boði af lóðstöðum hérna heima eru svona flottar eins og audiophile vísar á (Fossberg, Miðbæjarradíó og fleiri) og svo frekar slappar en samt alveg frekar dýrar. Ég myndi t.d. örugglega frekar kaupa þessa Yihua og góðan odd en að borga einhvern 15-20 þúsund fyrir eitthvað hérna heima.
Mesti munurinn á virkilega góðu stöðunum og þessum ódýru er að hitaleiðnin fram í odd er ekki jafn mikil þannig að þegar þú snertir rás með miklum kopar (t.d. þykkir vírar eða stór jörð á prentplötu) þá droppa ódýru stöðvarnar miklu meira í hita sem gerir það að verkum að þú þarft að stilla þær á mun hærri hita og eykur líkur á að skemma eitthvað.
Passaðu bara að þú sért örugglega að taka 220v lóðstöð. Mjöööög mikilvægt.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Sun 18. Jan 2015 14:21
af axyne
Eflaust overkill fyrir þig, en ég er rosalega skotinn í þessari, er að nota svona í vinnunni.
Sjálfvirk hitareglun á oddinum tryggir að þú ert ávalt með réttan hita.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Sun 18. Jan 2015 16:03
af audiophile
Ég var einu sinni að vinna með svona vél, æðislegt tæki. Stafræn, fyrir lóðbolta, hitablástur, tinsugu og loftsog fyrir íhlutaáröðun.
En já fyrir svona einföld not ætti þessi Yiuha stöð að duga fínt og er á flottu verði. Ég setti bara inn Weller stöðina því þær eru bara svo awesome
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mán 19. Jan 2015 05:39
af Snorrmund
Já er orðinn volgur fyrir þessari Yiuha stöð, ætli það sé ekki gáfulegast að byrja á þannig græju, svo ef maður fer að nota þetta eitthvað mikið þá hefur maður ástæðu til að eyða peningum í einhverja alvöru græju
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mán 19. Jan 2015 12:00
af linenoise
Ætlaði að panta svona Yiuha gaur frá Hobbyking. a) Hobbyking segir að pakkinn sé of stór fyrir delivery til Íslands. b) Out of stock. Þið sem hafið pantað svona, hvar pöntuðuð þið?
Ef ég nenni ekki pöntunarstússi, hvað er besta bang-for-the-buck sem fæst á Íslandi undir 20K?
Fæst þetta á Íslandi? Sé þetta ekki á netinu með site:*.is leit.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mán 19. Jan 2015 14:22
af linenoise
Og ef þetta fæst ekki á Íslandi hvar getur maður pantað legit 220V útgáfuna þannig að þeir sendi til Íslands?
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mán 19. Jan 2015 22:22
af dori
Ég hef pantað af Hobbyking og lent í smá vandræðum með þetta að þeir sendi ekki. Ertu að panta frá evrópska vöruhúsinu? Taktu 220v frá alþjóðlega vöruhúsinu, það ætti að virka.
FX888 er náttúrulega málið ef menn fá sér alvöru. Það er örugglega besta hobbígræjan og það besta fyrir peninginn sem þú færð. 220v kostar samt $200 og ef þú finnur eitthvað á lægra verði en það þá er það feik, það er alveg rosalega mikið af feik Hakko-um þarna úti (stór markaður fyrir feik 220v af því að 110v kostar bara ~$100). Það komið heim er alveg minnst 30 þúsund sem, þó það sé kannski ekkert mikið m.v. hvað þú ert að fá, alveg þó nokkur peningur.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mán 19. Jan 2015 23:21
af playman
Er með svona í vinnuni hjá mér http://uk.farnell.com/weller/whs40/sold ... /dp/957896 Er alveg hæst ánægður með hana fljót að hitna og svona, hægt er að fá hana með analog eða digital hitastilli, digital er dýrara samt. Hann ætti að fást í http://www.mbr.is minnir að ég hafi borgað um 18þ fyrir minn hérna fyrir norðan. Ef að þau eiga ekki til það sem að þér langar í þá hafa þau alltaf verið almennileg og pantað fyrir mann (Séu byrgjar þeirra með þann hlut til sölu). Getur skoðað byrgjana þeirra og séð hvort að einhver sé með stöð sem að þér líst á http://www.mbr.is/Default.asp?Page=240, einnig bjóða þeir uppá þó nokkrar stöðvar http://uk.farnell.com/soldering-station ... g-stations
ætti að vera til í íhlutum á 30 þús, er reyndar útgáfan án skjá sýnist mér.
37 þúsund (með vsk) og já, það er analog útgáfan. Ég held að það sé enginn ókostur á fá þessa analog stöð, ekkert verri til að lóða en digital stöðin.
Ertu brjálaður maður. Það er stór munur á því hvort þú lóðar hliðrænt eða stafrænt, munar öllu á áferðinni og viðloðun við koparinn.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mið 21. Jan 2015 01:01
af Snorrmund
Þakka kærlega fyrir öll þessi svör! Ætla aðeins að pæla í þessu áður en ég panta eitthvað, kominn með dass af valkvíða núna haha!
En í upphafspósti var ég með aðra spurningu, ef ég ætla að kaupa mér íhluti eins og viðnám, þétta, díóður ofl er alveg safe að versla þannig af aliexpress, dx.com og álíka síðum ? Einhverjar síður sem þið mælið með frekar en aðrar ?
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mið 21. Jan 2015 01:20
af arons4
Digikey ef þér liggur ekki á, miðbæjarradíó ef þér liggur á.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Mið 21. Jan 2015 09:51
af dori
Það er alveg "safe" að kaupa þetta af dx.com ef þú vilt bara eitthvað sem svona sirka virkar (alveg nóg ef þú ert bara að leika þér). Annars eins og arons4 bendir á, Digikey/Mouser/Farnell.
Þar sem þú ert bara að leika þér myndi ég mæla með að finna bara einhverja svona pakka með t.d. allskonar 1/4W viðnámum á einhverju temmilega stóru bili og eins með þétta.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Fim 22. Jan 2015 11:42
af linenoise
arons4 skrifaði:Digikey ef þér liggur ekki á, miðbæjarradíó ef þér liggur á.
Eða Miðbæjarradíó ef þú vilt supporta local...
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Fim 22. Jan 2015 12:04
af arons4
linenoise skrifaði:
arons4 skrifaði:Digikey ef þér liggur ekki á, miðbæjarradíó ef þér liggur á.
Eða Miðbæjarradíó ef þú vilt supporta local...
Ekki þegar verðmunurinn er 50-100% EFTIR alla tolla frá digikey.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Sent: Fim 22. Jan 2015 15:41
af linenoise
Yihua hingað komin er á ca. 8000 kall frá Hobbyking (sendingarkostnaðurinn er mun meiri en helvítis lóðstöðin, svo bætist vsk ofan á) og er þar að auki out of stock og er búin að vera það lengi. Hefur einhver samanburð við Velleman sem er á 23k hérna á Íslandi (næst ódýrasti kosturinn sem hefur verið nefndur hérna, ef ég skil þetta rétt).
Og af því ég veit mjög lítið: Hver er munurinn i praxis á lóðstöð og bara lóðbolta. T.d. þessum hérna: http://www.computer.is/vorur/2022/