[Könnun] Áramótaskaupið 2014

Allt utan efnis

Hvernig fannst þér áramótaskauið 2014

Besta skaup sem ég hef séð
2
2%
Mjög gott
9
8%
Ekki það besta en betra en í fyrra
12
11%
Hlutlaus, hvorki frábært né lélegt
16
14%
Frekar slappt
8
7%
Mjög slappt
16
14%
Ömurlegt skaup
16
14%
Ekki það lélegasta en verra en í fyrra
6
5%
Ömurlegasta áramótaskaup sem ég hef séð
27
24%
 
Samtals atkvæði: 112


Höfundur
braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

[Könnun] Áramótaskaupið 2014

Pósturaf braudrist » Fim 01. Jan 2015 03:23

Hvað — enginn þráður ennþá? :D Hvernig fannst ykkur ? Mér fannst það frekar glatað, eina sem mér fannst gott var Laddi með veðrið og litlu dúllu krakkarnir.

Edit: oh já, gleðilegt nýtt ár :D


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf Tesy » Fim 01. Jan 2015 04:02

Aaaalveg glatað



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf Yawnk » Fim 01. Jan 2015 05:05

Glatað.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf Danni V8 » Fim 01. Jan 2015 05:22

Verður þessi þráður ekki bara sama bergmál og öll önnur ár... allt ömurlegt og glatað.

Ég hreinlega man ekki eftir áramótum þar sem einhver vildi viðurkenna að honum fannst skaupið gott.

Mér fannst það alveg stórfínt bara.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf Dúlli » Fim 01. Jan 2015 05:26

Mér fannst þetta bara helvíti gott, hefði viljað hafa þetta lengra en þessar 40 mínútur. Þeir náðu öllu vel og ef maður fylgdist með því sem gerðist í landinu þá skildi maður þetta :happy



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf Xovius » Fim 01. Jan 2015 05:53

Fannst þetta bara að mestu leyti ágætt. Karakterar voru ekki alveg nógu skýrir stundum en annars var þetta yfirleitt nokkuð skemmtilegt. Ekkert besta sjónvarpsefni í heimi og lögin fannst mér reyndar einstaklega slæm þetta árið.



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf Klaufi » Fim 01. Jan 2015 05:56

í minningunni var skaupið í fyrra talsvert betra, og skaupin þar á undan síðustu ár á sama leveli og núna í ár..

En í fyrra datt ég í djammgír dauðans við lokalagið..

Núna var þetta bara niðurdrepandi!

Gleðilegt nýtt ár, og takk fyrir þau gömlu!


Mynd

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf HalistaX » Fim 01. Jan 2015 06:12

Fannst þetta alveg hræðilegt og hætti bara einfaldlega að horfa þegar það var hálfnað.

Man hinsvegar ekkert hvernig það var í fyrra.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áramótaskaupið 2014

Pósturaf GuðjónR » Fim 01. Jan 2015 12:59

Flottur þráður, OP verður að afsaka frekjuna í mér en ég tók mér það bessaleyfi að bæta við skoðanakönnun.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: [Könnun] Áramótaskaupið 2014

Pósturaf Bjosep » Fim 01. Jan 2015 14:43

Höfundar skaupsins tóku greinilega ádeilu hlutverk sitt allt of alvarlega.

Opnun - Reykjavíkurdætur - Fne ég veit ekki hvað er að frétta hér, ekki fyndið né gott.

Helga Braga að hringja í sjúklinga - Eins ófyndið og hugsast getur, hver átti brandarinn að vera hér? "var hann bara að skilja við þig rétt í þessu?" Hvað var þetta

Löggan á Instagram - Allt að því fyndið en hefði mátt missa Jón Jónsson :-"

Bjarni Ben - Ákveðinn ómöguleiki - Var þetta eitthvað? Ef þetta var eitthvað þá er það bara fyrir einhverja stjórnarhatandi fréttafíkla.

Bláa lónið og yfirdrátturinn - Handahófskenndur brandari sem var EKKI fyndinn

Helga Braga og túristarnir - 3 mín af lyftutónlist hefði verið betra.

Gettu Betur - hér voru höfundar bara að taka sjálfa sig allt of alvarlega í stjórnarandstöðu.

Einhver teiknimynd - "Allt að fara til andskotans" Ég dó - Djók,

Gísli Marteinn og Pétur í Brasilíu - Slíkt ógeðslega fyndið að ég nánast drapst. Ég horfði reyndar ekkert á innslögin þeirra þannig að ég veit ekkert að hverju þeir voru að gera grín að.

Samfélagsmiðlajólin - Skondið í mesta lagi.

House of Cards - Hanna Birna - Allt að því fyndið. Viðtalið með Helga var ágætt, ég brosaði!

Fjölskylda á útihátiðir - Átti þetta að vera fyndið?

Decode og Björgunarsveitin - Fyndið þegar Laddi stal bolnum og skellti á þau, annars bara ... fneee

Læknar að fara til Noregs - Allt að frétta í gríni hér.

Jón Gnarr í borgarstjórn - Er þetta lagið úr Frozen sem var að gera allt brjálað? - Ég er svo menningarsnauður að ég veit það ekki

Útlenskur kjúklingur - Veit ekki alveg hvað þetta átti að vera vísun í. Hefði eflaust verið fyndnara ef brandarinn hefði ekki verið svona óskýr

Flutningur fisistofu - Já já, gott grín grín, djók

Útvarpsbænin - Jááá, ég bjóst ekki við þessu, ótrúlegt en satt hló ég ekki.

Náttúrupassinn - Langur brandari um ekki neitt.

Laddi og veðrið - Tilvísunin var fyndin en brandarinn var það ekki.

Bjarni Ben að kaupa í matinn - Hér var greinilega ekkert lagt í grínið.

Krakkar og mataræði - Ég brosti.

Vigga Hauks full - Þessi brandari bara gat ekki klikkað. Fyndinn

Val á forsíðu - Ég veit ekki hver brandarinn var hér? Grín að vikunni/mannlíf ?

Læknir að taka selfie - "Létuð þið hann fara" Gott grín.

Tómasar - Jei

Sunnudagsmorgun - Þetta var ágætis grín.

Áburðarverksmiðjan og ástandið - Ágætis grín bara, hægt að brosa að þessu.

Trúarhátíð í Hörpu - Hef ekki hugmyndin hver tengingin er og ekki var þetta fyndið.

Ólafur Elíasson listaverk - Svaka fyndið eða þannig.

Full kona á hjóli - "Viltu ekki bara sjá á mér brjóstin" handahófskennt endurnýtt grín en hey, betra en flest í skaupinu

Bjöggi Thor - Alveg fyndin útfærsla

Smarta María - Illa útfærður brandari.

Sjaríalög - Broslegt en illa útfært

Neikvæða teiknimyndin aftur - Jei.

Mýtur um Íslendinga - Ef einhver sagði haha við þessum brandara þá hefur það verið þurrt og innihaldslaust svona eins og stunur í klámmynd.

Justin Timberlake - Fullorðinn karlmaður að grenja er alltaf fyndið, jei.

Simmi og Bjarni - Dúndrandi partý

Skeifubruninn - Dúndrandi partý.

Lokaatriði er Lokaatriði svo ... fne.



Þannig að já, lélegt skaup.

Það sem skín í gegn er hversu margir af bröndurunum tengjast hlutum sem voru að gerast síðustu vikur sem bendir til þess að skaupið hafi verið skrifað á síðustu stundu og útkoman líklegast eftir því. Höfundarnir tóku hlutverk sitt í stjórnarandstöðu líklegast of alvarlega til þess að vilja ekki fjalla um þessa atburði. Vandamálið við marga af þessum bröndurum er sú að þeir eru ekki brandarar heldur ófyndin pólitísk ádeila sem hefði sómað sér betur sem einhver pistill einhversstaðar. Nálgunin var ekki fyndin og útkoman eftir því. Eins fær maður það á tilfinninguna að margir hinna brandaranna séu bara uppfylling þar sem þeir eru ekki bein vísun í neitt sem aftur styður það að skaupið hafi verið skrifað á síðustu stundu.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: [Könnun] Áramótaskaupið 2014

Pósturaf capteinninn » Fim 01. Jan 2015 16:47

Heilt yfir ekkert sérstakt, mér fannst samt teiknimyndirnar, House of Cards, Kjúllinn, Áburðarverksmiðjan, Sharia og brunalagið allt í lagi.

Ég hló samt að Áburðarverksmiðjunni og Sharia upphátt, sem er allavega eitthvað



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: [Könnun] Áramótaskaupið 2014

Pósturaf rapport » Fim 01. Jan 2015 18:17

Þetta var flott áramótaskaup.

Þau sem hafa verið undanfarin ár hafa líka verið einstaklega flott og þetta stenst samanburð í gæðum en inntakið er bara orðið svo þreytt.

Það er ekki endalaust hægt að gera grín af því sama ár eftir ár án þess að það verði sorglegt og nú er þetta ástand bara orðið sorglegt og erfiðara að gera grín að því.

Toppurinn í þessu voru að mínu mati, löggurnar og blómin "dúllulegu", Sharia lögin og fjallkonan, SGD í viðtali og svo Hanna Birna að taka viðtal við sjálfa sig.

Mín skoðun á þessum atriðum sem talin hafa verið upp:


Opnun - Reykjavíkurdætur - Flott atriði.

Helga Braga að hringja í sjúklinga - Sem starfsmaður LSH þá tengdi ég ágætlega við þetta + lýsandi fyrir ástandið en ljótt að gera grín að þessu.

Löggan á Instagram - Snilld, löggan stendur sig best á samfélagsmiðlunum, ekki í sínu hlutverki...

Bjarni Ben - Ákveðinn ómöguleiki - Snilld, hann notaði þetta orð svo oft á árinu + að hann vildi ekki fá álit Vigdísar Hauks sem var í ´Candy Crush (eins og hún sagði sjálf að hún gerði oft á þinginu)

Bláa lónið og yfirdrátturinn - Fínt skot á ömurlega mismunun og peningaplokk hjá fyrirtæki sem var milli tannana á fólki á árinu.

Helga Braga og túristarnir - Var langt en samt svo fyndið því að fólk vælir yfir þessu.

Gettu Betur - Bara tipplað yfir fáeinar lygar ríkisstjórnarinnar.

Einhver teiknimynd - Flott og fyndið.

Gísli Marteinn og Pétur í Brasilíu - Ekki fyndið en var skot á RÚV.

Samfélagsmiðlajólin - Ég a.m.k. hló upphátt af þessu atriði.

House of Cards - Hanna Birna - Of langt en fyndið á köflum.

Fjölskylda á útihátiðir - Gert grín að endalausum hátíðum og hversu ginnkeyptir Íslendingar eru.

Decode og Björgunarsveitin - Of langt en fyndið á köflum.

Hey Brother/siter - Stutt yfirlit yfir siðferði xB, var bara nokkuð fyndið.

Læknar að fara til Noregs - Það var verið að gera grín að því hversu blint fólk er gagnvart vandamálinu sem blasir við, fólk er ekki að fatta í hversu djúpum skít heilbrigðiskerfið er.

Jón Gnarr í borgarstjórn - Flott, hefði mátt vera lagt meira í þetta.

Útlenskur kjúklingur - Grín að fullyrðingu um SGD um að erlent kjöt breytti atferli fólks.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/08 ... ra-thjoda/

Flutningur fiskistofu - lol - Verið að reyna selja þessa fáránlegu hugmynd.

Útvarpsbænin - Var mikið baráttumál hjá fólki á árinu, þetta var gott grín að fólki sem barðist fyrir að halda í þennan dagskrárlið.

Náttúrupassinn - Of langt en fyndið á köflum.

MS - Mjólkuriðnaðurinn tekinn fyrir = "Íslenska mafíusamsalan" = flott.

Laddi og veðrið - Snilld, gert grín að því hvernig litið er framhjá snilldar veðri úti á landi.

Bjarni Ben að kaupa í matinn - Þessi var snilld, fékk samviskubit vegna breytinga á sköttum og vörugjöldum, losaði sig við samviskubitið með því að greiða meira til Þjóðkirkjunar.

Krakkar og mataræði - Sykur er ekkert skárri en kókaín... lol

Vigga Hauks full - Flott skot vegna videós sem tekið var af nemum með skemmtun á hæðinni fyrir neðan xB fyrr á árinu.

Val á forsíðu - Siðferði í fréttamennsku... ekki hárlengingarnar... samt ekki fyndið.

Læknir að taka selfie - Grín að myndum sem teknar voru og birtar af aðgerðum á árinu, fékk bros frá mér.

Tómasar - Snilld, talninga Tómas að leita ráða.

Sunnudagsmorgun - Þetta hefði verið hægt að gera betur en punkturinn skilaði sér, náði að vera fyndið en dansinn í endann skemmdi fyrir. Stolinn brandari úr Vélskólanum, að tala í skóinn...

Áburðarverksmiðjan og ástandið - Flott grín að því hvað allir eru vel menntaðir en með vinnu í einhverju allt öðru og eru þakklát fyrir eitthvað sem er bara prump.

Trúarhátíð í Hörpu - Grín að Kirkjuþingi, lélegt... Klói smá sár...

Ólafur Elíasson listaverk - Ég náði þessum ekki.

Full kona á hjóli - Endurgerð á 30 ára gömlum brandara úr áramótaksupinu, hefði mátt vera meira ákveðinn eins og sá upphaflegi sem er snilld.

https://www.youtube.com/watch?v=2pUAKBsASjk

Bjöggi Thor - Snilld, hann er bara orðinn dýrlingur eftir að hafa sagt sína sögu sjálfur...

Smarta María - Of langt en fyndið á köflum.

Sjaríalög - Broslegt en illa útfært

Pulsu teiknimynd - Aftur gert grín að einfeldni borgarana á Íslandi, bara nokkuð fyndið.

Lattelepjandi lopapeysulið á kaffihúsi - Gert grín að alhæfingum... mér fannst þetta fyndið.

Justin Timberlake - Maður var farinn að ímynda sér alskonar og svo var það JT... lol...

Happy - Flott lag