Síða 1 af 1

Hvernig flugeldar í ár?

Sent: Mið 31. Des 2014 19:26
af jobbzi
Sælir góðir vaktarar og gleðileg jól :)

Núna langar mig að forvitnast hvernig flugelda þú keyptir í ár og frá hverjum ? :happy

Sjálfur keypti ég 2 littlar tertur og 1 gos frá björgunarsveitunum..

Og Gleðilegt ár kæru vaktarar og takk fyrir það gamla og megi nýja árið vera gott tölvu ár \:D/

Re: Hvernig flugeldar í ár?

Sent: Mið 31. Des 2014 19:42
af pattzi
Keyptu Bleika Cadilac tertu frá kiwanisklúbbnum og knattspyrnufélagi ía á akranesi sama flugeldasala

Re: Hvernig flugeldar í ár?

Sent: Mið 31. Des 2014 23:58
af halldorjonz
KAPPA KASSINN 6 KÖKUR 6 litlar kappa kökur saman í kassa @björgunarsveitinn

Re: Hvernig flugeldar í ár?

Sent: Fim 01. Jan 2015 00:25
af urban
verslaði mér einhvern 3 kökukassa hérna hjá björgunarsveitinni hérna í eyjum

kostaði einhvern 16þús kall ca, reiknaði ekki með miklu af 3 kökum fyrir þann pening, fór alveg einsog ég reiknaði mér :)

Re: Hvernig flugeldar í ár?

Sent: Fim 01. Jan 2015 01:01
af HalistaX
Keypti ekki neitt, allt til í geymsluni síðan í fyrra.

Re: Hvernig flugeldar í ár?

Sent: Fim 01. Jan 2015 20:42
af DabbiGj
Var með nokkra bardaga og kappa, var frekar ánægður með og sérstaklega þveráreyrarbardaga og hallgerði langbrók

Re: Hvernig flugeldar í ár?

Sent: Fös 02. Jan 2015 14:42
af kaktus
keypti í gegnum hópkaup þetta árið fékk eina risatertu og svo tertupakka og eitthvað fyrir krakkana kom fínt út get mælt með þeim