Verðlagning á flugeldum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Hargo » Fös 26. Des 2014 16:35

Nú þegar flugeldasalan er að detta í gang þá fór ég að velta fyrir mér álagningunni á þessu púðri.

Veit einhver hvaða tollar og gjöld flokkast á þetta? Núna þegar fríverslunarsamningurinn við Kína er kominn í gildi, ætti þá ekki að vera ódýrara að flytja þetta inn beint þaðan?

Maður er að sjá á Hópkaup og öðrum síðum einhverja flugeldapakka til sölu á "svaka afslætti". Verð áður, 24.900kr, "tilboð" á 14.990kr. Hægt að sjá dæmi hér og hér. Hver ætli álagningin sé á þessu dóti? Hvernig er líka hægt að setja þetta inn sem eitthvað tilboð þegar gamla verðið er bara eitthvað djók sem hefur ekkert verið í gildi?

Þessi þráður leysist vonandi ekki upp í björgunarsveitin vs einkaaðilar í flugeldasölu, það er ekki pælingin. Er bara að velta fyrir mér verðlaginu og álagningunni á þessu dóti. Skil svo sem að björgunarsveitin vilji reyna að fá sem mest fyrir sinn snúð til að fjármagna sig en stundum veltir maður fyrir sér hvort það væri betra fyrir þá að lækka verðið og fá mögulega meiri sölu. Eru þeir kannski að eyða of miklu í þessar íslensku sérmerkingar á sínum flugeldum?

Eins mega alveg koma hér inn linkar á góð flugeldatilboð, hvort sem þau eru frá björgunarsveitum, íþróttafélögum eða einkaaðilum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Viktor » Lau 27. Des 2014 00:11

Það er ólöglegt að auglýsa vörur með afslætti sem hafa aldrei verið seldar á "hærra" verðinu.

Hópkaup gerir þetta óspart og skammast sín ekkert fyrir það. Þarna er bara bullað eitthvað verð út í loftið og svo er þetta selt með góðri álagningu, dulbúið sem eitthvað tilboð.

Ég myndi skjóta á að álagning á flugeldum sé á bilinu 50-200%.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf GuðjónR » Lau 27. Des 2014 00:25

Er þetta ekki hagstæðasti pakkinn?
http://netflugeldar.is/vara/rakettupakkinn



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf worghal » Lau 27. Des 2014 00:30

besti díllinn er bara að sleppa þessu :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf GuðjónR » Lau 27. Des 2014 00:35

worghal skrifaði:besti díllinn er bara að sleppa þessu :happy

Reyndar er það rétt hjá þér! :happy




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf DabbiGj » Lau 27. Des 2014 13:17

Það er 10% tollur á flugeldum og öðrum tengdum vörum, svo er auðvitað hefðbundinn virðisaukaskattur ofaná það.

Myndi búast við að flugeldar verði á sama ári og í fyrra þarsem að fríverslunarsamningurinn vegur á móti verðbólgu i Kína og hækkuðu flutningsverði.



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf rango » Lau 27. Des 2014 13:36

DabbiGj skrifaði: Myndi búast við að flugeldar verði á sama ári og í fyrra



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Hargo » Sun 28. Des 2014 12:13

Hverjir eru á bak við netflugeldar.is ? Er þetta nýtt fyrirtæki?

Væri athyglisvert að vita hvort almenna verðið hjá þeim í flugeldasölunni sé annað en netverðið sem þeir auglýsa á afslætti. Finnst kjánalegt að það megi endalaust vera að auglýsa einhverja "afslætti" af skálduðu verði. Afsláttarþjóðin Ísland.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf hagur » Sun 28. Des 2014 12:34

Hef það á tilfinningunni að það ríki hálfgert gullgrafaraæði hjá þeim sem fara útí flugeldasölu og að álagningin á þessu sé svívirðileg. Eflaust mörg hundruð prósent. Get bara engan veginn trúað að kostnaðarverð á pappírshúðuðu púðurdrasli frá kína hlaupi á tugum þúsunda, sbr. þessar tertur sem verið er að selja á 50k og uppúr.

En þetta er bara feeling - hef ekkert fyrir mér í þessu. Ég kaup-idda ekki hvort sem er.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf kiddi » Sun 28. Des 2014 12:44

Ég er svo mikill kommúnisti og fasisti að mér finnst við ættum bara að versla af björgunarsveitum og/eða íþróttafélögum. Ef ég horfi einhver ár fram í tímann þá vil ég miklu frekar eiga björgunarsveit áfram og um ókomna tíð heldur en fleiri lúxusbílaeigendur, þeir gagnast mér lítið.



Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Reputation: 22
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Bengal » Sun 28. Des 2014 12:47

kiddi skrifaði:Ég er svo mikill kommúnisti og fasisti að mér finnst við ættum bara að versla af björgunarsveitum og/eða íþróttafélögum. Ef ég horfi einhver ár fram í tímann þá vil ég miklu frekar eiga björgunarsveit áfram og um ókomna tíð heldur en fleiri lúxusbílaeigendur, þeir gagnast mér lítið.



Má ekki bara gera bæði?


    CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf GuðjónR » Sun 28. Des 2014 12:50

Ég á því miður engan pening til að styrkja Björgunarsveitirnar, verð bara að vona samviskunar vegna að ég þurfi aldrei á þeirra hjálp að halda.
En þegar valið snýst um að kaupa ekkert eða eitthvað smá þá verður maður að leita að því ódýrasta ef maður ætlar að vera með.
Ef Björtgunarsveitin gæti selt mér 12 svona flugelda á 3900.- kr. þá myndi ég að sjálfsögðu versla þá af þeim.
http://netflugeldar.is/vara/rakettupakkinn



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf kiddi » Sun 28. Des 2014 12:55

bjarturv skrifaði:Má ekki bara gera bæði?


Jú ætli það ekki, en ég kemst ekki hjá því að hugsa hvað gerist fyrir rest, það eru alltaf fleiri og fleiri að koma inn á þennan markað, oft kennitölur sem spretta upp rétt fyrir áramót og hverfa svo eftir áramótin, alltaf einhverjir sem ná að fylla vel í sokkana sína á kostnað björgunarsveitanna. Það má auðvitað spyrja á móti hvort það væri sjálfgefið að viðkomandi hefði keypt af björgunarsveitinni ef samkeppnin hefði ekki verið til staðar. En ég sé ekki tilganginn í að leyfa einkaaðilum að selja flugelda, ég bara sé hann ekki :)



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Oak » Sun 28. Des 2014 13:38

Það virðist nú allt verða allavega uppselt hjá Björgunarsveitunum hérna á suðurnesjunum maður þarf alltaf að þræða alla bása ef maður ætlar að finna sér eitthvað smá...blis og annað smotterí.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Bjosep » Sun 28. Des 2014 13:44

kiddi skrifaði:
bjarturv skrifaði:Má ekki bara gera bæði?


Jú ætli það ekki, en ég kemst ekki hjá því að hugsa hvað gerist fyrir rest, það eru alltaf fleiri og fleiri að koma inn á þennan markað, oft kennitölur sem spretta upp rétt fyrir áramót og hverfa svo eftir áramótin, alltaf einhverjir sem ná að fylla vel í sokkana sína á kostnað björgunarsveitanna. Það má auðvitað spyrja á móti hvort það væri sjálfgefið að viðkomandi hefði keypt af björgunarsveitinni ef samkeppnin hefði ekki verið til staðar. En ég sé ekki tilganginn í að leyfa einkaaðilum að selja flugelda, ég bara sé hann ekki :)


Björgunarsveitirnar fundu ekki upp flugeldasölu á Íslandi, það voru einkaaðilar (og önnur félagasamtök Kiwanis eða Lions). Ekkert að því að þeir sem hafi áhuga á flugeldum fái að kaupa af þeim sem þeir vilja.

Það að einhverjir vilji styrkja björgunarsveitirnar á ekki að vera höfuðverkur þeirra sem finnst gaman að skjóta upp flugeldum.




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Skari » Sun 28. Des 2014 14:05

"smá offtopic" en þetta er svo æðislegur tími, alveg vika til 1 og hálf þar sem ég get lítið sem ekkert farið út með hundinn minn, skotið upp á öllum tímum sólahringsins og hann hleypur til baka ef hann heyrir í einni.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Hargo » Sun 28. Des 2014 14:12

Sé ekki ástæðu til að gefa einhverjum einum aðila einkaleyfi á sölu á ákveðnum hlutum, hvort sem það eru flugeldar eða annað. Væri alveg eins hægt að setja þá bara einhvern björgunarsveitaskatt á alla landsmenn sem myndi fjármagna þeirra starfsemi.

Ég hef sjálfur verslað af íþróttafélagi undanfarin ár, þeir vinna líka mikilvægt barna-og unglingastarf í mínu sveitarfélagi og gott að geta styrkt það í leiðinni. Þeir hafa einnig verið með betra verð á púðrinu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort björgunarsveitin ætti ekki að íhuga að minnka álagninguna hjá sér og mögulega reyna að selja meira og keppa bara af krafti við einkaaðilana. Held þeir séu alveg með mannaflann, markaðsstærðina og getuna til þess.




kaktus
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 07. Apr 2004 00:25
Reputation: 0
Staðsetning: Gaflari
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf kaktus » Sun 28. Des 2014 16:05

on topic:
ég þekki ekki álagningu heildsalanna en hef hinsvegar selt flugelda í tugi ára svo ég þekki hvað smásalarnir leggja á hlutina.
álagningin er meiri á smáhlutunum en tildæmis stóru tertunum.
á smáhlutum eins og partypoppers flöskunum hleypur á mörg hundruð prósentum á meðan álagning á tertum eins og ingólfi getur farið niður í 50%
þannig hef ég séð lagt allt að 1000% á heildsöluverðið á rokeldspýtum en hef svo séð risatertur seldar til stórukarlanna með stórukarla afslætti á kannski 20% yfir heildsöluverði.
ég veit um dæmi um að björgunarsveitir hafi hugleitt að flytja inn sjálfir því slysavarnarfélagið hafi verðlagt hlutina of hátt til að sveitirnar geti keppt við einkaaðilina en þekki ekki hvort nokkur hafi látið verða af því.


Það sem þú veist ekki særir þig ekki og ég veit yfirleitt ekki neitt


Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Framed » Sun 28. Des 2014 23:18

Tek fram að ég er alls ekki hlutlaus verandi "heldri" félagi í björgunarsveit og vita þar af leiðandi hversu mikilvæg þessi fjáröflun er fyrir þær. Held að merkilega fáir geri sér grein fyrir því að flugeldasalan stendur undir 90-95% af rekstrarkostnaði margra sveita í landinu. Að því sögðu tek ég algjörlega undir með kidda hérna.

kiddi skrifaði:Ég er svo mikill kommúnisti og fasisti að mér finnst við ættum bara að versla af björgunarsveitum og/eða íþróttafélögum. Ef ég horfi einhver ár fram í tímann þá vil ég miklu frekar eiga björgunarsveit áfram og um ókomna tíð heldur en fleiri lúxusbílaeigendur, þeir gagnast mér lítið.


Eina sem er að ég myndi vilja sjá þetta fara allt til björgunasveitanna og halda íþróttafélögunum fyrir utan þetta líka, í það minnsta þeim stærri og vinsælli. Helstu rök mín fyrir því eru æfingagjöldin sem oft á tíðum eru himinhá en á sama tíma eru félögin mörg hver að borga meistaraflokksiðkendum góð laun fyrir að spila fyrir sig.

Lágmarkið væri allavega að banna einkaaðilum að koma að þessu en það má víst ekki af því það væri svo "samkeppnishamlandi".




ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf ingibje » Sun 28. Des 2014 23:40

Framed skrifaði:Tek fram að ég er alls ekki hlutlaus verandi "heldri" félagi í björgunarsveit og vita þar af leiðandi hversu mikilvæg þessi fjáröflun er fyrir þær. Held að merkilega fáir geri sér grein fyrir því að flugeldasalan stendur undir 90-95% af rekstrarkostnaði margra sveita í landinu. Að því sögðu tek ég algjörlega undir með kidda hérna.

kiddi skrifaði:Ég er svo mikill kommúnisti og fasisti að mér finnst við ættum bara að versla af björgunarsveitum og/eða íþróttafélögum. Ef ég horfi einhver ár fram í tímann þá vil ég miklu frekar eiga björgunarsveit áfram og um ókomna tíð heldur en fleiri lúxusbílaeigendur, þeir gagnast mér lítið.


Eina sem er að ég myndi vilja sjá þetta fara allt til björgunasveitanna og halda íþróttafélögunum fyrir utan þetta líka, í það minnsta þeim stærri og vinsælli. Helstu rök mín fyrir því eru æfingagjöldin sem oft á tíðum eru himinhá en á sama tíma eru félögin mörg hver að borga meistaraflokksiðkendum góð laun fyrir að spila fyrir sig.

Lágmarkið væri allavega að banna einkaaðilum að koma að þessu en það má víst ekki af því það væri svo "samkeppnishamlandi".


þvílík þvæla, ótrúleg frekja og yfirgangur að ætla eigna sér þetta bara. ég styð allveg björgunarsveitir enn þetta er bara kolröng aðferð. björgunarsveitirinar ættu frekar að reyna fá fjármagn frá ríkinu eða bara hreinlega rukka fyrir sína þjónustu.

orðinn þreyttur á þessu væli um að hver muni sækja mig þegar ég festist á hálendinu, virkar þetta þannig að ef fólk kaupir ekki flugelda þá eigi það bara éta það sem úti frís?

skil ekki þörfina á því að þvinga fólki sem kaupir flugelda til að sjá nær alfarið um fjármögnun á björgunarsveitinni.


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf kiddi » Mán 29. Des 2014 00:11

ingibje skrifaði:þvílík þvæla, ótrúleg frekja og yfirgangur að ætla eigna sér þetta bara. ég styð allveg björgunarsveitir enn þetta er bara kolröng aðferð. björgunarsveitirinar ættu frekar að reyna fá fjármagn frá ríkinu eða bara hreinlega rukka fyrir sína þjónustu.

orðinn þreyttur á þessu væli um að hver muni sækja mig þegar ég festist á hálendinu, virkar þetta þannig að ef fólk kaupir ekki flugelda þá eigi það bara éta það sem úti frís?

skil ekki þörfina á því að þvinga fólki sem kaupir flugelda til að sjá nær alfarið um fjármögnun á björgunarsveitinni.


Fór óveðrið í desember alveg fram hjá þér? Varstu staddur erlendis kannski? Björgunarsveitamenn gera nú aðeins meira en að bjarga fólki af Hellisheiðinni. Segjum að það fari alltíeinu að gjósa í Krísuvík og hraun fer að malla inn í Hafnarfjörðinn, hverjir heldurðu að verði fyrstir á vettvang? Það bara má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitarinnar, aldrei!

Ég held að flestir séu sammála um að björgunarsveitirnar ættu að fara á fjárlög og/eða asnar sem ana út í vitleysu ættu að borga reikninginn af eigin björgun, en meðan sjálfir spítalararnir eru að verða óstarfhæfir og flestir heilbrigðissérfræðingar flúnir land þá er ég ekkert sérstaklega bjartsýnn á að það sé að fara að gerast í bráð. Hægrimenn sem stjórna núna myndu líka helst vilja hafa þetta þannig að hver og einn borgi fyrir sín vandamál bara, enda er þankagangur þeirra flestra "ég" en ekki "við". Það er einmitt það sem mér finnst að flestir ættu að hugsa núna þegar þeir kaupa flugelda, þ.e. hugsa "við" en ekki "ég". Þetta fyrirbæri kallast samfélagsleg ábyrgð.

EDIT: Ég skal samt viðurkenna að mér finnst verðið á flugeldunum vera gjörsamlega út úr korti hátt, ég kaupi venjulega bara stjörnuljós og kannski eina litla tertu og mér finnst buddan blæða alltof mikið í bara það, en það breytir því ekki að ég er verulega á móti því að einkaaðilar setji þennan gróða í sinn vasa frekar en björgunarsveitirnar sem þurfa verulega á þessu að halda.
Síðast breytt af kiddi á Mán 29. Des 2014 00:29, breytt samtals 2 sinnum.




Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Framed » Mán 29. Des 2014 00:15

ingibje skrifaði:
Framed skrifaði:Tek fram að ég er alls ekki hlutlaus verandi "heldri" félagi í björgunarsveit og vita þar af leiðandi hversu mikilvæg þessi fjáröflun er fyrir þær. Held að merkilega fáir geri sér grein fyrir því að flugeldasalan stendur undir 90-95% af rekstrarkostnaði margra sveita í landinu. Að því sögðu tek ég algjörlega undir með kidda hérna.

kiddi skrifaði:Ég er svo mikill kommúnisti og fasisti að mér finnst við ættum bara að versla af björgunarsveitum og/eða íþróttafélögum. Ef ég horfi einhver ár fram í tímann þá vil ég miklu frekar eiga björgunarsveit áfram og um ókomna tíð heldur en fleiri lúxusbílaeigendur, þeir gagnast mér lítið.


Eina sem er að ég myndi vilja sjá þetta fara allt til björgunasveitanna og halda íþróttafélögunum fyrir utan þetta líka, í það minnsta þeim stærri og vinsælli. Helstu rök mín fyrir því eru æfingagjöldin sem oft á tíðum eru himinhá en á sama tíma eru félögin mörg hver að borga meistaraflokksiðkendum góð laun fyrir að spila fyrir sig.

Lágmarkið væri allavega að banna einkaaðilum að koma að þessu en það má víst ekki af því það væri svo "samkeppnishamlandi".


þvílík þvæla, ótrúleg frekja og yfirgangur að ætla eigna sér þetta bara. ég styð allveg björgunarsveitir enn þetta er bara kolröng aðferð. björgunarsveitirinar ættu frekar að reyna fá fjármagn frá ríkinu eða bara hreinlega rukka fyrir sína þjónustu.

orðinn þreyttur á þessu væli um að hver muni sækja mig þegar ég festist á hálendinu, virkar þetta þannig að ef fólk kaupir ekki flugelda þá eigi það bara éta það sem úti frís?

skil ekki þörfina á því að þvinga fólki sem kaupir flugelda til að sjá nær alfarið um fjármögnun á björgunarsveitinni.


Ég sé vel af hverju sumir kalla þetta frekju og yfirgang en ég stend engu að síður fast á þessari skoðun minni. Sjálfur hef ég aldrei komið með þessi "rök" um "hver eigi þá að sækja þig á hálendið" eða sambærileg en þau eiga að hluta til rétt á sér engu að síður. Lélegt ár í flugeldasölunni hefur ekki komið í veg fyrir björgunaraðgerðir hingað til að mér vitandi. Slík ár hafa hins vegar komið mikið niður á æfinga- og þjálfunarstarfi.

Björgunarsveitirnar hafa í áraraðir reynt að fá aukið fjármagn frá ríkinu en ekki gengið. Ríkið lítur bara svo á að það sé ekkert að því að taka björgunarsveitum sem sjálfsögðum hlut, þær hafi alltaf verið þarna, sem n.b. er þvæla. Að rukka fyrir þjónustuna hefur heldur ekki verið álitið vænlegt þar sem hættan á að fólk kalli ekki eftir aðstoð ef það veit það verði rukkað fyrir hana er of mikil, allavega þegar kemur að lífsbjörgun. Engu að síður hafa margar sveitir rukkað fyrir verðmætabjörgun.

Flestar, ef ekki allar, björgunarsveitir hafa reynt að finna einhverjar aðrar fjáraflanir til að minnka mikilvægi flugeldasölunnar en gengið illa að finna eitthvað sem er varanlegt. Margar minni sveitir á landsbyggðinni hafa ekkert annað nema þá mögulega einhverja örfáa þúsundkalla upp úr dósa- og flöskusöfnun.


Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það verður aldrei af þessu enda er ég ekki í neinni herferð fyrir því að komið verði á einokun á þessu sviði, ekki frekar en öðrum. Þetta er engu að síður mín skoðun og henni hnika ég ekki frá.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Viktor » Mán 29. Des 2014 00:35

Hargo skrifaði:Þessi þráður leysist vonandi ekki upp í björgunarsveitin vs einkaaðilar í flugeldasölu, það er ekki pælingin. Er bara að velta fyrir mér verðlaginu og álagningunni á þessu dóti.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf oskar9 » Mán 29. Des 2014 00:37

Sallarólegur skrifaði:
Hargo skrifaði:Þessi þráður leysist vonandi ekki upp í björgunarsveitin vs einkaaðilar í flugeldasölu, það er ekki pælingin. Er bara að velta fyrir mér verðlaginu og álagningunni á þessu dóti.



:lol: :lol:


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf kiddi » Mán 29. Des 2014 00:40

Þetta helst alltof mikið í hendur, ekki hægt að fjalla um eitt án þess að fjalla um hitt líka :) En jú, ég er meðsekur um þráðaskít, ég er tröll ](*,)