Pæling varðandi póstinn
Sent: Sun 21. Des 2014 03:21
Sælir vaktarar, þið eruð sennilega þeir einu sem eru nægilega skrítnir til þess að hafa pælt í þessu sama og ég, þannig ég hef ákveðið að henda þessu hingað inn.
Nú pantar maður orðið allnokkuð mikið af varningi og dóti á sitt heimilisfang og gerði ég hið sama þegar ég bjó í Danmörku. Mér finnst mjög áhugavert þegar aðilar úti í heimi greiða fyrir sendingu á mína heimaadressu en því miður þá kemst pakkinn bara hluta leiðar. Hann stoppar í útibúi póstsins næst mínu heimili, þetta er ekki svona í Danmörku. Mér finnst áhugavert að vita hver sé skylda póstsins varðandi þetta og hver er sú vara sem keypt er af íslandspósti þegar að þessum sendingum kemur. Er það fullkomlega réttlætanlegt að íslandspóstur sendi mér miða um að ég megi sækja pakkann ásamt því að bjóða mér að greiða 700 krónur fyrir það að fá pakkann heim að dyrum, var ekki búið að greiða fyrir sendingu á mitt heimlisfang?
Þetta er nú ekkert stórmál en samt sem áður nokkuð áhugavert, er einhver hér sem hefur kynnt sér þetta?
Nú pantar maður orðið allnokkuð mikið af varningi og dóti á sitt heimilisfang og gerði ég hið sama þegar ég bjó í Danmörku. Mér finnst mjög áhugavert þegar aðilar úti í heimi greiða fyrir sendingu á mína heimaadressu en því miður þá kemst pakkinn bara hluta leiðar. Hann stoppar í útibúi póstsins næst mínu heimili, þetta er ekki svona í Danmörku. Mér finnst áhugavert að vita hver sé skylda póstsins varðandi þetta og hver er sú vara sem keypt er af íslandspósti þegar að þessum sendingum kemur. Er það fullkomlega réttlætanlegt að íslandspóstur sendi mér miða um að ég megi sækja pakkann ásamt því að bjóða mér að greiða 700 krónur fyrir það að fá pakkann heim að dyrum, var ekki búið að greiða fyrir sendingu á mitt heimlisfang?
Þetta er nú ekkert stórmál en samt sem áður nokkuð áhugavert, er einhver hér sem hefur kynnt sér þetta?