Grafín
Sent: Þri 09. Des 2014 00:11
Ég held varla hlandi af spennu yfir þessu undraverða efni, graphene eða grafín.
TEDx fyrirlestur
TEDx fyrirlestur
Vísindamenn hafa komist að því að grafín, sem er efni gert úr kolefnisatómum og er aðeins eitt atóm að þykkt en tvö hundruð sinnum sterkara en stál, hleypir jákvætt hlöðnum vetnisfrumeindum, róteindum, í gegnum sig en engar gastegundir komast í gegnum það, þar á meðal vetnið sjálft.
Þessi eiginleiki gæti haft gríðarlega þýðingu þar sem að hann gæti stóraukið skilvirkni efnarafala sem búa til rafmagn beint úr vetni. Vonir manna standa til að þannig verði hægt að sía vetni beint úr andrúmsloftinu og brenna því til að framleiða rafmagn og vatn án nokkurra skaðlegra aukaafurða.
Skippó skrifaði:Er það bara ég eða er þetta byrjunin á hinni svokölluðu NanóTækni?