krissi24 skrifaði:Gott kvöld.
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi hvort það mætti taka Paratabs og Ibúfen með Tramadoli?
Eftir að hafa lesið nokkuð ítarlega um "víxlverkun" þessara þriggja lyfja (paracetamol, ibuprofen og tramadol) að þá er engin sérstök hætta sem fylgir því fyrir almennt heilbrigðan einstakling að taka þessi þrjú lyf samtímis. Meðal annars er til lyf (þó hvorki skráð lyf hérlendis né fáanlegt með undanþágu frá markaðsleyfi) sem inniheldur bæði paracetamol og tramadol og er selt undir nafninu
Tramacet. Ibuprófen er þekkt fyrir að geta valdið magaóþægindum (allt frá verkjum og yfir í ógleði/uppköst og niðurgang), en í einhverjum tilvikum virðist sem samtímis inntaka ibuprofens og tramadóls auki á þessi óþægindi.
Þessar upplýsingar eru fengnar á vef drugs.com ásamt því sem víxlverkun lyfjanna var einnig skoðuð þar (drug interactions og þessi þrjú lyf valin). Þó svo að þessi samsetning lyfja virðist í flestum tilvikum vera í lagi, að þá skal í öllum tilvikum ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing áður en lyfin eru tekin inn. Lyf geta í sumum tilvikum haft gífurlega skaðleg áhrif á líkamsstarfsemina og í stöku tilvikum valdið varanlegum skaða ef óvarlega er farið.
Þú getur alltaf fengið að tala við lyfjafræðing ef þú hringir í apótek á opnunartíma þess. Mögulegt er að hafa samband við 1) neyðarsíma Lyfjastofnunar: 616-1444 eða ef þú hefur tekið inn lyf og ert í vafa um öryggi þitt að hringja í neyðarlínuna, 112, en þaðan var síðast þegar ég vissi hægt að fá beint samband við einhvern ákveðinn vakthafandi lækni án tafar.