Til gamans má nefna nokkur ártöl um það hvenær áætlað er að ódýrar "lindir" (e:deposits) af nokkrum málmum renni út.
http://www.scientificamerican.com/artic ... h-is-left/2028 - Indíum - Hvað er Indíum? Notað í flatskjái og snjalltæki líka reikna ég með.
2029 - Silfur
2030 - Gull*
2044 - Kopar
* Það er rétt að taka það fram að í dag er ekki nema 10% af gulli nýtt í iðnað, 90% er nýtt í gullstangir eða skartgripi. Birgðir af gulli til notkunar í iðnaði eru því umtalsverðar.
Þetta þýðir þó ekki að þessir málmar verði kláraðir að þessum tíma liðnum miðað við áætlun. Þetta þýðir frekar að framboð mun snarlega minnka og þeir munu hækka í verði. Það mun hinsvegar opna á að "lindir" sem áður voru óhagkvæmar verða nýtilegar sem og krafan um að grafa dýpra.
Þetta opnar t.d. á það að á Íslandi gæti risið einhverskonar námuiðnaður, líklegast lítill og skammlífur, einna helst Kopar og Gullnámur.