Hvernig getur þetta verið svona ódýrt?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
mikkidan97
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Reputation: 7
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig getur þetta verið svona ódýrt?

Pósturaf mikkidan97 » Þri 11. Nóv 2014 21:06

Nýjasta Humble Jumbo Bundle var að koma og mig langar að vita hvernig í andskotanum þeir geta haft $181 (22.813 kr) virði af leikjum á undir $6 (756 kr) (á þeim tíma sem þetta er skrifað)

Ég veit ekkert um Humble Bundle annað en að þeir eru oft með ágætis leiki fyri slikk.

Hverjar eru ykkar pælingar? :-k

humblebundle.com


Bananas

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur þetta verið svona ódýrt?

Pósturaf Daz » Þri 11. Nóv 2014 21:34

Framleiðendur/seljendur bjóða þeim leikina til að selja í svona pökkum. Þar sem hluti af þessu fer til góðgerðarmála geta þeir örugglega talið það fram til skattalækkunar, svona meðal annars. Svo hafa þarna verið "firesales" (THQ bundle um árið t.d.) eða bara eldri leikir sem seljast örugglega lítið til að byrja með. Fólk er miklu líklegra að til að eyða pening í svona pakkadíla en í þessa staka leiki, ég myndi örugglega ekki borga 1$ fyrir neinn af þessum leikjum staka, en þessi pakki er kannski ágætur díll.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig getur þetta verið svona ódýrt?

Pósturaf appel » Þri 11. Nóv 2014 21:47

Það er í raun magnið sem þeir selja sem skiptir máli, auk þess hefur þetta mikið auglýsingagildi fyrir leikina og blæs í þá lífi með auknum fjölda spilara.
Ég veit um leikjaforritara sem bjó til leik sem lítið seldist af, en leikurinn hans fór í Humble Bundle fyrir nokkrum árum og hann græddi fullt af peningum á því, nóg til að framfleyta honum í 2-3 ár þannig að hann gat búið til annan leik. Hefði hann ekki tekið þátt í Humble Bundle þá hefði leikurinn hans bara dalað og hann ekki grætt neitt, jafnvel þó hann hefði lækkað verðið umtalsvert.


*-*