Vissir þú að íslenska krónan er innviður samfélagsins sem ríkið þarf að eyða gríðarlega miklum fjármunum í að viðhalda?
Þeir allra ríkustu átta sig ekki á að þeir eru einna stærstu "bótaþegar" samfélagsins því að það kostar ríkið gríðarlega mikið ef fólk er mikið að liggja á auð sínum en ekki nota hann í viðskiptum með verslun og þjónustu innanlands.
Ef það væri ekki fyrir framlag vinnumarkaðarins við verðmætasköpun sem hægt er að stunda viðskipti með, þá væri gjaldmiðillinn verðlaus.
Það er ekki óeðlileg krafa að þeir sem sýsli mikið með peninga greiði einhverskonar gjald fyrir það, rétt eins og þeir sem mest nota vegina okkar, hafnirnar okkar, rafmagnið o.s.frv.
Rétt eins og vatn er "ókeypis" til heimilisnota en iðnaður þarf að greiða fyrir það, þá mætti hugsa sér kerfi þar sem fagaðilar sem reiða sig á notkun peningana sjálfra sem hráefni til verðmætasköpunar í sínum iðnað, greiði fyrir það sérstakt gjald, "þungaskatt" fyrir að sýsla með þessa innviði sem ríkið útvegar.
Önnur fyrirtæki þurfa að greiða VSK af innkaupum á sínu hráefni, tolla og gjöld eftir því sem við á.
Það er því skrítið að til sé iðnaður sem sleppur við allan kostnað nema sjálfan fjármögnunarkostnaðinn í sinni starfsemi, þá hjá Seðlabankanum.
En fjármögnunarkostnaðurinn og áhættan virðist vera, á endanum... ríkisins og þeirra sem greiða skatta og gjöld.
Það virðist því ómögulegt að reka banka á Íslandi nema skapa hagnað handa hluthöfum og áhættu fyrir almenning.
Það tók endalausan tíma að ná þessu (að ég held og vona villulausu hingað inn)... = 3 bjórar