Síða 1 af 1

Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fim 02. Okt 2014 21:09
af capteinninn
Veit einhver afhverju það er ekki hægt?

Er það mismunandi eftir bönkum?

Millifærist en heimabankinn uppfærist bara ekki?

Skil ekkert í því afhverju þetta er sett svona upp.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fim 02. Okt 2014 21:11
af tdog
Vegna þess að eftir kl 21 er bankadeginum lokið. Þá fara í gang ýmsar keyrslur og uppfærslur á stöðum reikninga hjá Reiknistofu Bankanna svo að bankakerfið sé tilbúið í rekstur daginn eftir kl 7.

En til þess að svara spurningu þinni þá á millifærslan sér stað hjá bankanum, en staðan í heimabankanum uppfærist ekki.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fim 02. Okt 2014 22:37
af hkr
tdog skrifaði:Vegna þess að eftir kl 21 er bankadeginum lokið. Þá fara í gang ýmsar keyrslur og uppfærslur á stöðum reikninga hjá Reiknistofu Bankanna svo að bankakerfið sé tilbúið í rekstur daginn eftir kl 7.

En til þess að svara spurningu þinni þá á millifærslan sér stað hjá bankanum, en staðan í heimabankanum uppfærist ekki.


Afhverju er það samt kl. 21:00 frekar en t.d. 01:00?
Tekur það svona langan tíma að keyra uppfærslurnar og allt það í gegn?

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fim 02. Okt 2014 22:37
af Diddmaster
hægt er að millifæra eftir 21 en posar og heimabanki lesa ekki færsluna ég er í íslandsbanka get tekið færsluna út í isb hraðbanka sem er framkvæmt eftir 21

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fim 02. Okt 2014 23:09
af Viktor
Þú getur millifært, en það kemur ekki inn á yfirlitið strax.

Ég hef margoft verið með tómt kort klukkan 22 - millifært inn á það - og getað borgað.
Það kemur svo á yfirlitið morguninn eftir.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 00:02
af capteinninn
Ég var að prófa þetta fyrr í kvöld og það virkaði ekki.

Millifærði og prófaði að nota kortið 15-20 mín eftir það og það virkaði ekki.

Er hjá Landsbankanum. Skil ekki hvernig þetta sé vandamál sem er ekki hægt að leysa með því að henda aðeins meiri pening í það. Bara að breyta þessu til 01:00 eins og hkr segir myndi gera helling.

Er þetta kannski eitthvað sem er bara ekki í boði hjá Landsbankanum ?

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 00:42
af upg8
Ég hef oft reynt að nota kort sem hefur verið millifært á eftir kl. 21 og það hefur aldrei virkað hjá mér. @Sallarólegur er ekki möguleiki að þú hafir ekki verið með síhringikort og það hafi verið tekið útaf kortinu án þess að athuga með heimild.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 00:50
af JohnnyX
Þegar ég millifæri eftir 21:00 get ég tekið peninginn úr hraðbanka en ekki notað kortið í búð.
Er hjá Landsbankanum

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 00:58
af Viktor
upg8 skrifaði:Ég hef oft reynt að nota kort sem hefur verið millifært á eftir kl. 21 og það hefur aldrei virkað hjá mér. @Sallarólegur er ekki möguleiki að þú hafir ekki verið með síhringikort og það hafi verið tekið útaf kortinu án þess að athuga með heimild.


Ekki í öllum tilvikum allavega. Ég hef lent í því, segjum um 23 leitið, að fá höfnun - lagt inn á kortið - og fengið þá heimild. Oftar en einusinni. Er hjá Íslandsbanka.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 02:18
af Danni V8
Ég er líka hjá Íslandsbanka og svona virkar þetta hjá mér líka. Get lagt inná kortið hvenær sem er og það kemur í gegn en ef það er eftir 9 sést það ekki í heimabankanum fyrr en daginn eftir.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 02:29
af Xovius
Nú þekki ég ekki hvernig tölvukerfi bankanna virka en mér finnst þetta mjög asnalegt, núna árið 2014, að það sé ekki hægt að láta mikilvægasta tölvukerfi landsins virka allan sólarhringinn.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 07:26
af KermitTheFrog
Xovius skrifaði:Nú þekki ég ekki hvernig tölvukerfi bankanna virka en mér finnst þetta mjög asnalegt, núna árið 2014, að það sé ekki hægt að láta mikilvægasta tölvukerfi landsins virka allan sólarhringinn.


Þetta! Og að kreditkortayfirlit og staða á netinu uppfærist ekki nema á nokkurra daga fresti.

En annars er þetta með millifærslurnar voða happa glappa í mínum tilfellum. Er hjá isb og millifærslur koma alltaf strax inn, en ekki alltaf á yfirlit. Það var millifært inn á mig um daginn úr Landsbanka rúmlega 10 leytið og það kom strax inn á yfirlit.

Re: Afhverju er ekki hægt að millifæra eftir klukkan 9?

Sent: Fös 03. Okt 2014 10:39
af Pandemic
Xovius skrifaði:Nú þekki ég ekki hvernig tölvukerfi bankanna virka en mér finnst þetta mjög asnalegt, núna árið 2014, að það sé ekki hægt að láta mikilvægasta tölvukerfi landsins virka allan sólarhringinn.


Eins og tdog segir þá verður einhverntímann að gera upp á milli banka og þessvegna verður að stoppa millifærslur á meðan það er gert svo fjármálakerfið hérna sé i sync.
Svo með það að staðan á kreditkortum sé ekki uppfærð á heimabönkunum þá getur mögulega það stafað af því að sumar færlur er ekki búið að gera upp fyrr en eftir nokkra daga í kerfinu, það væri einfaldlega villandi fyrir fólk að sjá heimilidir sem væru ekki orðnar fjárhagslegar á heimabankanum.

En prísið ykkur sæl að þurfa ekki að bíða í nokkra daga eftir millifærslum eins og sumstaðar erlendis, þar geturu verið með 20 mismunandi reiknistofur bankanna sem þurfa allar að vera í synci og þá verður þetta höfuðverkur.