Síða 1 af 1

Virkilega lélgt úrval af móðurborðum

Sent: Fim 02. Okt 2014 01:28
af MatroX
Er það bara ég eða er glatað úrval af 1150 móðurborðum á íslandi.....

Re: Virkilega lélgt úrval af móðurborðum

Sent: Fim 02. Okt 2014 01:42
af Minuz1
+3 fleiri en af amd sockets mobo's, þannig já, frekar lélega miðað við sölu á cpu's.
Spurning hvort það sé bara ekki markaður fyrir fleiri?

Re: Virkilega lélgt úrval af móðurborðum

Sent: Fim 02. Okt 2014 08:28
af Klemmi
Tölvutækni sem dæmi er með 21 mismunandi týpu frá 4 mismunandi framleiðendum, flest ef ekki öll til á lager.

Held að Vaktarar séu að ofmeta kröfur og áhuga fólks á móðurborðum, flestir kaupa það móðurborð sem sölumaður mælir með út frá því sem þeir segjast ætla að nota tölvuna í.

Í flestum tilfellum skiptir það litlu eða engu máli hvaða móðurborð er valið þar sem þau eru öll með þessu helsta sem meðal-Jóninn notar :)

Þeir sem eru með einhver ákveðin borð sem þeir vilja kaupa, þá geta þeir beðið verzlanirnar um að sérpanta, ætti ekki að taka meira en 1-2 vikur max og kostar almennt ekki (mikið) meira.

Re: Virkilega lélgt úrval af móðurborðum

Sent: Fim 02. Okt 2014 08:45
af mercury
held að 1150 standi mjög vel miðað við 2011. auðvitað margfallt meiri sala en mig persónulega finnst ekkert möst að hlutir séu alltaf til á lager svo lengi sem afgreiðslufrestur sé ekki meira en 5-10 dagar.

Re: Virkilega lélgt úrval af móðurborðum

Sent: Fim 02. Okt 2014 09:54
af jojoharalds
Ég get ekki kvarta,mæli með start þessa dagana,þau eru tilbuin að panta hvað sem er fyrir þig,
Og yfirleitt færðu ekki svarið (sem þù fær nànast allstaðar)
Þetter ekki til hjà framleiðanda(BULLSHIT)
Svo jà endilega kiktu à þau upp ì start :-)

Re: Virkilega lélgt úrval af móðurborðum

Sent: Fim 02. Okt 2014 19:13
af DaRKSTaR
er svona upp og niður.. svosem nóg til af móðurborðum hérna á klakanum en ég sé það samt strax að ég ef væri að fara út í uppfærslu núna þyrfti ég að láta sérpanta borð fyrir mig.
en er það ekki bara aðallega útaf því að þetta eru svo dýr borð að búðir vilja ekki sitja uppi með þetta á lager ef þetta er ekki að seljast.

Re: Virkilega lélgt úrval af móðurborðum

Sent: Fim 02. Okt 2014 19:15
af MatroX
DaRKSTaR skrifaði:er svona upp og niður.. svosem nóg til af móðurborðum hérna á klakanum en ég sé það samt strax að ég ef væri að fara út í uppfærslu núna þyrfti ég að láta sérpanta borð fyrir mig.
en er það ekki bara aðallega útaf því að þetta eru svo dýr borð að búðir vilja ekki sitja uppi með þetta á lager ef þetta er ekki að seljast.

þetta er akkurat málið en borð eins og asus maximus hero ætti að vera til á lager hérna heima þar sem þetta borð er að fá eitt af bestu revieunum úti, og t.d afhverju er enginn með msi gaming 7 og 9 á lager? þetta er ekki dýr borð í influtningi og myndu seljast,