Oculus Rift þróun
Sent: Mán 29. Sep 2014 23:01
Ég hef fylgst með Oculus Rift síðan þetta kom á kickstarter og þróunin hefur verið virkilega áhugaverð og gaman að vera svona fjarlægur "þátttakandi" í þessu, verandi eigandi að DK1 og DK2 ásamt nokkrum öðrum að geta prófað demoin og sýnt öðrum og sjá fólk prófa í fyrsta skiptið.
Í dag prófaði ég demo sem kallast einfaldlega "Welcome to Oculus" sem er svona introduction demo og varð blown away, því það sýndi möguleikana með VR.
Tæknin er að þróast hratt, það er meiri þróun í VR síðustu 6 mánuði en síðustu 60 ár. Það eru komnar prótótýpur sem eru mun betri en DK2. Samanburður nýjustu prótótýpunnar við DK1 er víst hlægilegur.
Svo er Samsung Gear VR að koma út fyrir Samsung Note 4, og er nokkurskonar tilrauna-launch á VR fyrir neytandamarkað.
Hvað sem verður um Oculus Rift þá er ljóst að Virtual Reality er orðið tæknilega fýsilegt og þetta mun þróast hratt á næstu árum og verða sífellt betra. Eftir 4-5 ár verðum við með hálfgerð sólgleraugu á okkur.
Það er ljóst að þetta gæti verið hálfgert nýtt upphaf að því hvernig við notum internetið og neytum afþreyingar, leikja, kvikmynda, sjónvarps, o.s.frv. Verður vefurinn til eftir 15 ár? Skellum við ekki bara á okkur gleraugum og gerum það sem við viljum þar með handahreyfingum eða jafnvel hugsunum? hmm...
Mjög áhugavert.
Í dag prófaði ég demo sem kallast einfaldlega "Welcome to Oculus" sem er svona introduction demo og varð blown away, því það sýndi möguleikana með VR.
Tæknin er að þróast hratt, það er meiri þróun í VR síðustu 6 mánuði en síðustu 60 ár. Það eru komnar prótótýpur sem eru mun betri en DK2. Samanburður nýjustu prótótýpunnar við DK1 er víst hlægilegur.
Svo er Samsung Gear VR að koma út fyrir Samsung Note 4, og er nokkurskonar tilrauna-launch á VR fyrir neytandamarkað.
Hvað sem verður um Oculus Rift þá er ljóst að Virtual Reality er orðið tæknilega fýsilegt og þetta mun þróast hratt á næstu árum og verða sífellt betra. Eftir 4-5 ár verðum við með hálfgerð sólgleraugu á okkur.
Það er ljóst að þetta gæti verið hálfgert nýtt upphaf að því hvernig við notum internetið og neytum afþreyingar, leikja, kvikmynda, sjónvarps, o.s.frv. Verður vefurinn til eftir 15 ár? Skellum við ekki bara á okkur gleraugum og gerum það sem við viljum þar með handahreyfingum eða jafnvel hugsunum? hmm...
Mjög áhugavert.