Síða 1 af 1

Oculus Rift þróun

Sent: Mán 29. Sep 2014 23:01
af appel
Ég hef fylgst með Oculus Rift síðan þetta kom á kickstarter og þróunin hefur verið virkilega áhugaverð og gaman að vera svona fjarlægur "þátttakandi" í þessu, verandi eigandi að DK1 og DK2 ásamt nokkrum öðrum að geta prófað demoin og sýnt öðrum og sjá fólk prófa í fyrsta skiptið.

Í dag prófaði ég demo sem kallast einfaldlega "Welcome to Oculus" sem er svona introduction demo og varð blown away, því það sýndi möguleikana með VR.

Tæknin er að þróast hratt, það er meiri þróun í VR síðustu 6 mánuði en síðustu 60 ár. Það eru komnar prótótýpur sem eru mun betri en DK2. Samanburður nýjustu prótótýpunnar við DK1 er víst hlægilegur.

Svo er Samsung Gear VR að koma út fyrir Samsung Note 4, og er nokkurskonar tilrauna-launch á VR fyrir neytandamarkað.


Hvað sem verður um Oculus Rift þá er ljóst að Virtual Reality er orðið tæknilega fýsilegt og þetta mun þróast hratt á næstu árum og verða sífellt betra. Eftir 4-5 ár verðum við með hálfgerð sólgleraugu á okkur.

Það er ljóst að þetta gæti verið hálfgert nýtt upphaf að því hvernig við notum internetið og neytum afþreyingar, leikja, kvikmynda, sjónvarps, o.s.frv. Verður vefurinn til eftir 15 ár? Skellum við ekki bara á okkur gleraugum og gerum það sem við viljum þar með handahreyfingum eða jafnvel hugsunum? hmm...

Mjög áhugavert.

Re: Oculus Rift þróun

Sent: Mán 29. Sep 2014 23:12
af capteinninn
I want it to be here now !

Re: Oculus Rift þróun

Sent: Mán 29. Sep 2014 23:23
af GullMoli
Mér finnst þetta algjör snilld.

Sjálfur prófaði ég DK2 hjá CCP í Valkyrie leiknum og varð algjörlega blown away. Þetta + lokuð heyrnartól var bara eins og að fara í annan heim. Ég get ekki beðið eftir því að þeir gefi út týpu fyrir almenning.

Re: Oculus Rift þróun

Sent: Þri 30. Sep 2014 03:03
af Minuz1
Er þetta ekki eitthvað sem þarf að þróa í software end?
Eða er hægt að nota þetta í hvaða leik sem er?

Bara hræddur um að devs eru ekki að fara að koma þessu í gagnið frekar en multicore support sem hefur verið möguleiki í um 10 ár.

Re: Oculus Rift þróun

Sent: Mið 01. Okt 2014 00:00
af zedro
Þetta er svooo á to buy listanum það er ekki eðlilegt!

Oculus Rift og Half Life serían (allavega það sem er stutt)!

Re: Oculus Rift þróun

Sent: Mið 01. Okt 2014 00:24
af upg8
Minuz1 skrifaði:Er þetta ekki eitthvað sem þarf að þróa í software end?
Eða er hægt að nota þetta í hvaða leik sem er?

Bara hræddur um að devs eru ekki að fara að koma þessu í gagnið frekar en multicore support sem hefur verið möguleiki í um 10 ár.

Það er erfitt að finna stóra leiki í dag sem nýta ekki fjölkjarna örgjörva, þó vissulega sé það mis-vel nýtt.

Það verður of auðvelt að bæta stuðningi við Oculus Rift á t.d. Unreal Engine 4 til þess að sleppa því og vélar allt niður í Unity 3D eru að fá ágætis stuðning og stöðugt verið að bæta. Initial stuðningur verður því nokkuð góður. Það er of mikið hype fyrir O.R núna til þess að útgefendur láti það fara framhjá sér. Hver veit hvernig það þróast í framtíðinni en það má líka nýta þetta í margt annað en tölvuleiki. Það er líka verið að vinna í lausnum til þess að 2D og non-supported leikir keyrist sæmilega og það er hægt að horfa á 2D og 3D video núna.

Re: Oculus Rift þróun

Sent: Mið 01. Okt 2014 00:46
af Minuz1
upg8 skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Er þetta ekki eitthvað sem þarf að þróa í software end?
Eða er hægt að nota þetta í hvaða leik sem er?

Bara hræddur um að devs eru ekki að fara að koma þessu í gagnið frekar en multicore support sem hefur verið möguleiki í um 10 ár.

Það er erfitt að finna stóra leiki í dag sem nýta ekki fjölkjarna örgjörva, þó vissulega sé það mis-vel nýtt.

Það verður of auðvelt að bæta stuðningi við Oculus Rift á t.d. Unreal Engine 4 til þess að sleppa því og vélar allt niður í Unity 3D eru að fá ágætis stuðning og stöðugt verið að bæta. Initial stuðningur verður því nokkuð góður. Það er of mikið hype fyrir O.R núna til þess að útgefendur láti það fara framhjá sér. Hver veit hvernig það þróast í framtíðinni en það má líka nýta þetta í margt annað en tölvuleiki. Það er líka verið að vinna í lausnum til þess að 2D og non-supported leikir keyrist sæmilega og það er hægt að horfa á 2D og 3D video núna.


ahh ok, þá verður þetta kannski skárra en ég bjóst við(eða hræddist), takk fyrir upplýsingarnar.

Re: Oculus Rift þróun

Sent: Mið 01. Okt 2014 01:13
af appel
Tölvuleikjafyrirtæki sem láta VR fara framhjá sér væru að hegða sér einsog þau væru að hunsa 3D-væðinguna og vildu gera allt enn með 2D bitmap sprites.

En stærsta umbreytingin fyrir tölvuleikjafyrirtæki sem er í vændum er að þau hætta að vera tölvuleikjafyrirtæki og verða að sýndarheimsfyrirtækjum, sem búa til hverskyns upplifanir í VR, ekki bara skotleiki eða álíka.