Í staðinn fyrir lærri áfengisskatt...
Sent: Mið 17. Sep 2014 22:13
Af hverju ekki að veita láglaunafólki afslátt í ríkinu? Það myndi hafa sömu áhrif og þrepaskipt skattkerfi eða þar að segja að verðið miðast við kaupgetu fólks og þannig væri hægt að hámarka gróða án þess að gera áfengi að vöru sem að bara efnað fólk getur leyft sér.
Hvað útfærslu varðar, að þá væri hægt að gera þetta þannig að eftir að fólk hefur sótt um húsaleigubætur að þá fær það sjálfkrafa afsláttarkort sent til sín í pósti sem að það gæti síðan notað í ríkinu.
Væri þetta ekki bara fínn millivegur? Ríkið græðir sem mest en samt geta fleiri en bara Jón Ásgeir keypt sér fínerý?
EDIT:
Mér finnst það furðulegt að fólk taki þessari hugmynd svona ílla þegar fólk var að væla yfir því á öðrum þráði að áfengisskattar eru allt of háir. viewtopic.php?f=9&t=59982
Af hverju er það heimskulegt að hafa áfengið aðeins ódýrara fyrir tekjulága en ok að lækka það fyrir alla? Það er algeng skoðun að þótt svo að áfengi sé munaður að þá sé það enginn réttlæting fyrir einhverju forsjárhyggju bulli. Líklega hefði líka ég átt að taka það fram að þessi afsláttur myndi bara virka í átvr en ekki hjá börum eða þess háttar.
Hvað útfærslu varðar, að þá væri hægt að gera þetta þannig að eftir að fólk hefur sótt um húsaleigubætur að þá fær það sjálfkrafa afsláttarkort sent til sín í pósti sem að það gæti síðan notað í ríkinu.
Væri þetta ekki bara fínn millivegur? Ríkið græðir sem mest en samt geta fleiri en bara Jón Ásgeir keypt sér fínerý?
EDIT:
Mér finnst það furðulegt að fólk taki þessari hugmynd svona ílla þegar fólk var að væla yfir því á öðrum þráði að áfengisskattar eru allt of háir. viewtopic.php?f=9&t=59982
Af hverju er það heimskulegt að hafa áfengið aðeins ódýrara fyrir tekjulága en ok að lækka það fyrir alla? Það er algeng skoðun að þótt svo að áfengi sé munaður að þá sé það enginn réttlæting fyrir einhverju forsjárhyggju bulli. Líklega hefði líka ég átt að taka það fram að þessi afsláttur myndi bara virka í átvr en ekki hjá börum eða þess háttar.