Síða 1 af 1
flokkast áfengi undir almenn vörugjöld?
Sent: Fim 11. Sep 2014 22:58
af hakkarin
Nú er verið að tala um það að það sé verið að fella niður almenn vörugjöld, og þar á meðal sé sykurskatturinn horfinn. Á þetta líka við um áfengi eða verður áfengisskatturinn áfram?
Re: flokkast áfengi undir almenn vörugjöld?
Sent: Fös 12. Sep 2014 01:16
af rapport
Líkjör sem eru full af sykri o.þ.h. ætti að falla þarna undir mundi ég halda, en ekki vodka og bjór..
Re: flokkast áfengi undir almenn vörugjöld?
Sent: Fös 12. Sep 2014 04:23
af hakkarin
rapport skrifaði:Líkjör sem eru full af sykri o.þ.h. ætti að falla þarna undir mundi ég halda, en ekki vodka og bjór..
Eina varan sem að væri líkleg til þess að verða ódýrari vegna lærri gjalda og sá skattur er ekki lækkaður
Re: flokkast áfengi undir almenn vörugjöld?
Sent: Fös 12. Sep 2014 08:21
af Predator
Það var talað um að fella ætti niður vörugjöld á öllu nema áfengi, sígarettum og eldsneyti ef ég man rétt.
Re: flokkast áfengi undir almenn vörugjöld?
Sent: Fös 12. Sep 2014 18:09
af biturk
Það mætti alveg fella vörugjöld á tóbaki áfengi og bensíni
Bara að lækka álögur á bensín um 40% myndi vera gríðarlega mikill léttir fyrir alla landsmenn og sennilega stærsta kjarabótin