Núna finnst sumum að lágtekjufólk á Íslandi hafi það of vont, og sem öryrki (sem að þó hefur það alveg ágæt svosem) að þá spái ég alveg í þessum hlutum stundum. Var að spá, hvað finnst ykkur að væri besta leiðinn til þess að hjálpa lágtekjufólki á Íslandi í dag. Hér eru nokkrar hugsanlegar hugmyndir:
1. Hærri lágmarkslaun.
Kostir: -Fólk fær hærri laun.
Ókostir: -Útgjöld fyrirtækja hækka sem er vont fyrir efnahaginn. -Eitthvað af láglaunavinnu myndi hverfa sem þýðir færri störf. -Hugsanleg hætta á verðbólgu. 2. Hærri persónuafsláttur.
Kostir: -Lágtekjufólk heldur meira af sínum launum. -Fleiri heldur en bara láglaunaeinstaklingar græða.
Ókostir: -Ríkið tapar tekjum. -Fólk sparar á kostnað ríkisins þótt að það þurfi ekki endilega á því að halda. -Kemur ekki varanlega í stað launahækkana.
3. Hærri eða fleiri velferðarbætur.
Kostir: -Eykur tekjur fólks án þess að það komi niður á fyrirtækjum eins og há lágmarkslaun gera. -Er hægt að tekjutengja þannig að ríkið eyðir ekki meira heldur en er nauðsynlegt. -Er hægt að miða í áttina að bara ákveðnum hópum sem að hafa það verst (foreldrum til dæmis með barnabótum).
Ókostir: -Bætur geta verið letjandi séu þær of háar. -Hægt er að svíkja þær út (þó er afar umdeilanlegt hversu erfit eða algengt það er) -Kostar ríkið penninga. -Kemur ekki í varanlega í staðinn fyrir launahækkanir. 4. Lækkun tekjuskatts.
Kostir: -Allir halda meira af sínum launum.
Ókostir: -Kostar ríkið penning. -Fólk sparar á kostnað ríkisins þótt að það þurfi ekki endilega á því að halda (allavega með þeim flata skatti sem að verið er að koma á hægt og rólega. -Kemur ekki í varanlega í staðinn fyrir launahækkanir.
5. Lækkun virðisauka, söluskatta og/eða tolla.
Kostir: -Gæti lækkað vöruverð (leyfi mér að efast um það miðað við fyrri tilraunir). -Lágtekjufólk græðir meira á lágum virðisauka heldur en aðrir.
Ókostir: -Ríkið tapar penning. -Það er enginn trygging fyrir því að kaupmenn ræni ekki bara sparnaðinum (sem að þeir virðast oftast gera).
Hvað finnst ykkur best? Eða hafið þið aðrar hugmyndir?
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mán 08. Sep 2014 23:04
af rapport
Þú gleymir t.d.
Styttri vinnuvika, t.d. niður í 30 klst. úr 40 klst. og launataxtar haldast óbreyttir.
Áhrifin eru að vinnuframlag dregst saman um 25% en laun/klst. hækka um 33%
Í einhverjum tilfellum (oftar láglaunastörfum) þá mundi ég telja að vinnustaðurinn þyrfti að ráða fleira fólk því að afköstin snúast um handtök á klst. sbr að flaka fisk o.þ.h.
Í hálaunastörfum þar sem oftar en ekki eru greidd föst laun + bónusar ef vel gengur, þá mun þetta skipta minna máli fyrir afköstin því að þar mun fólk hreinlega gera meiri kröfur til sjálfs síns um afköst.
Samfélagið mun hagnast á margan hátt:
- Í dag eru allir á ferðinni milli 7 og 9 og fara heim milli 16-17. Ef þetta er raunin að vinnudagurinn yrði 6 klst. þá mundu vinnustaðir bjóða upp á allt á milli 7-13 og 11-17 og umferð mundi dreifast betur.
- Álag á dagvistunarúrræðum barna mundi snarminnka ef foreldrar gætu skipt með sér verkum og annað undirbýr daginn með börnunum á morgnana og hitt tekur á móti þeim eftir skóla.
- Fjölskyldan yrði sterkari stofnun og minna yrði um félagsleg vandamál.
- Láglaunastörfum mundi fjölga og a.m.k. þá yrði auðveldara að fá yfirvinnu og halda geðheilsunni.
- Fólk hefði meiri tíma til að mennta sig samhliða vinnu, endurmenntun, símenntun eða hreinlega skipta umn atvinnugrein yrði auðveldara.
- Fólk hefði meiri tíma til að skipuleggja verlslunarferðir, þjónustukaup og því mundi þetta líklega gera verslun og þjónustu mjög gott.
- Minna atvinnuleysi samfara fleiri störfum (reyndar mest álagsmikil láglaunastörf þar sem fólk vill ekki yfirvinnu).
En þetta er ein mesta kjarabót sem ég gæti hugsað mér fyrir samfélagið hér á klakanum...
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Þri 09. Sep 2014 18:16
af bigggan
Þau hækkuðu lágmarkslaunin einnhverstaðar i bandarikin, held það var Washington, öll fyrirtækin mótmæltu þessu, en þetta leiddi til meira neyslu og fyritækin var fljótir til að hætta að kvarta.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Þri 09. Sep 2014 18:26
af hakkarin
rapport skrifaði:Þú gleymir t.d.
Styttri vinnuvika, t.d. niður í 30 klst. úr 40 klst. og launataxtar haldast óbreyttir.
Áhrifin eru að vinnuframlag dregst saman um 25% en laun/klst. hækka um 33%
Í einhverjum tilfellum (oftar láglaunastörfum) þá mundi ég telja að vinnustaðurinn þyrfti að ráða fleira fólk því að afköstin snúast um handtök á klst. sbr að flaka fisk o.þ.h.
Í hálaunastörfum þar sem oftar en ekki eru greidd föst laun + bónusar ef vel gengur, þá mun þetta skipta minna máli fyrir afköstin því að þar mun fólk hreinlega gera meiri kröfur til sjálfs síns um afköst.
Samfélagið mun hagnast á margan hátt:
- Í dag eru allir á ferðinni milli 7 og 9 og fara heim milli 16-17. Ef þetta er raunin að vinnudagurinn yrði 6 klst. þá mundu vinnustaðir bjóða upp á allt á milli 7-13 og 11-17 og umferð mundi dreifast betur.
- Álag á dagvistunarúrræðum barna mundi snarminnka ef foreldrar gætu skipt með sér verkum og annað undirbýr daginn með börnunum á morgnana og hitt tekur á móti þeim eftir skóla.
- Fjölskyldan yrði sterkari stofnun og minna yrði um félagsleg vandamál.
- Láglaunastörfum mundi fjölga og a.m.k. þá yrði auðveldara að fá yfirvinnu og halda geðheilsunni.
- Fólk hefði meiri tíma til að mennta sig samhliða vinnu, endurmenntun, símenntun eða hreinlega skipta umn atvinnugrein yrði auðveldara.
- Fólk hefði meiri tíma til að skipuleggja verlslunarferðir, þjónustukaup og því mundi þetta líklega gera verslun og þjónustu mjög gott.
- Minna atvinnuleysi samfara fleiri störfum (reyndar mest álagsmikil láglaunastörf þar sem fólk vill ekki yfirvinnu).
En þetta er ein mesta kjarabót sem ég gæti hugsað mér fyrir samfélagið hér á klakanum...
Að því að það myndi engu breyta fyrir fyrirtæki að borga sömu laun fyrir 25% minni vinnu...
bigggan skrifaði:Þau hækkuðu lágmarkslaunin einnhverstaðar i bandarikin, held það var Washington, öll fyrirtækin mótmæltu þessu, en þetta leiddi til meira neyslu og fyritækin var fljótir til að hætta að kvarta.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Þri 09. Sep 2014 18:54
af Revenant
Ég held að besta leið til að hjálpa lágtekjufólki er að koma böndum á virðisrýrnun íslensku krónunnar (verðbólga) og koma á stöðugleika í gengismálum.
Meðan þessi víxlverkun launahækkana og verðbólgu er þá munu tekjulágir aðilar alltaf vera með léleg kjör því þeir eru yfirleitt síðastir að fá leiðréttingu.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Þri 09. Sep 2014 19:37
af hagur
Tjahhh svo má fara leiðina sem ríkisstjórnin virðist ætla að fara á næsta ári .....
.... Hækka VSK á matvæli.
Þvílík bilun.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Þri 09. Sep 2014 20:10
af rapport
hagur skrifaði:Tjahhh svo má fara leiðina sem ríkisstjórnin virðist ætla að fara á næsta ári .....
.... Hækka VSK á matvæli.
Þvílík bilun.
Það verða reyndar einhver vörugjöld afnumin um leið. Ef vörugjöldin voru 4,67% eða meira af útsöluverði, þá koma neytendur betur út fjárhagslega.
Vörugjöld eru þó yfirleitt reiknuð pr. kíló þannig að þetta er erfitt að reikna.
Annað er að nú þurfa innflytjendur ekki að punga út fyrir þessum gjöldum áður en vara fer í sölu og það ætti að auðvelda umsýslu o.þ.h. og spara fjármagnskostnað.
En svo verðum við bara að sjá hvort að eitthvað breytist annað en VSK prósentan og náttúrulega íbúðalánin okkar sem munu þá hækka á einni nóttu um c.a. 0,7% = 30 mills verða c.a. 30,2
@Hakkarinn, ég ýkti tölurnar svolítið til að það væri hægt að draga betur fram hvernig áhrifin yrðu. En með því að stytta vinnuvikuna um 1 klst. á ári næstu 10 árin, þá mundi þessi þróun afar af stað.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Þri 09. Sep 2014 21:50
af appel
Ríkið þarf að stuðla að hagvexti og hagkerfisþróun með því að hypjast í burtu með sitt haftafargan sem kokdrekkir mörgum litlum fyrirtækjum. Það hjálpar öllum, að búa hér til einfalt og laggott fyrirtækjaumhverfi.
Hvað lágtekjufólk sérstaklega varðar, þá eru alltaf til lágmarkslaun og persónuafsláttur.
Þetta með lágmarkslaun er að fyrirtæki vilja alveg greiða hærri laun, en ekki hærri en samkeppnisaðilarnir. Ef allir þurfa að borga sömu lágmarkslaun þá jafnast "höggið" út, og jú vissulega fer það út í verðlag, en það er spurning hvort við sættum okkur við að fullorðið fólk sem vinnur 8 tíma á dag alla daga skuli ekki hafa efni á leigu á 15 fm herbergi stúdíó-herbergi.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 14:00
af bigggan
-snip-
bigggan skrifaði:Þau hækkuðu lágmarkslaunin einnhverstaðar i bandarikin, held það var Washington, öll fyrirtækin mótmæltu þessu, en þetta leiddi til meira neyslu og fyritækin var fljótir til að hætta að kvarta.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 14:28
af Stutturdreki
bigggan skrifaði:-snip-
bigggan skrifaði:Þau hækkuðu lágmarkslaunin einnhverstaðar i bandarikin, held það var Washington, öll fyrirtækin mótmæltu þessu, en þetta leiddi til meira neyslu og fyritækin var fljótir til að hætta að kvarta.
Að borga hærri laun er actually betra fyrir fyrirtækin heldur en að borga lægri laun.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 16:40
af hakkarin
Eitt í sambandi við laun. Ef að lægstu laun eru of há að fara þá ekki þeir fyrir ofan að heimta hærri laun líka? Ég held að fæstir myndu sætta sig við það að það væri lítill munur á lægstu launum og þeirra eiginn ef að þeir eru kanski búnir að eyða mörgum árum í skóla. Gæti haft dominos áhrif.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 17:01
af tlord
Húsnæðiskostnaður er alltof hár...orsökin er vaxtaokur...lausnin er Evra
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 17:13
af rapport
tlord skrifaði:Húsnæðiskostnaður er alltof hár...orsökin er vaxtaokur...lausnin er Evra
True...
+ Ríkið verður að hætta að niðurgreiða háa vexti og verðtryggingu með vaxtabótum + vaxtabætur eru fyrir þá sem skulda mest en eiga minnst = verðlaunar áhættusækni, bruðl og brask.
Niðurstaða = Inn með evru og út með verðtryggingu og vaxtabætur...
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 17:19
af Stutturdreki
hakkarin skrifaði:Eitt í sambandi við laun. Ef að lægstu laun eru of há að fara þá ekki þeir fyrir ofan að heimta hærri laun líka? Ég held að fæstir myndu sætta sig við það að það væri lítill munur á lægstu launum og þeirra eiginn ef að þeir eru kanski búnir að eyða mörgum árum í skóla. Gæti haft dominos áhrif.
Þetta snýst ekki endilega um menntað vs. ómenntað fólk, fullt af vel menntuðu háskólagengnu fólki sem er ekkert með mikið hærri laun en verkafólk.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 17:20
af tlord
einnig er ný byggingareglugerð hreinlega búin að BANNA ódýrt íbúðahúsnæði !!!
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Mið 10. Sep 2014 18:11
af rapport
tlord skrifaði:einnig er ný byggingareglugerð hreinlega búin að BANNA ódýrt íbúðahúsnæði !!!
Mikið af geymslum við sumarhús o.þ.h. eru niðurgrafnir gámar...
Það er örugglega hægt að nota e-h annað en steypu og gera þetta ódýrar.
Eru það ekki lóðirnar sem hafa hækkað þetta einna mest?
Skrifstofur annars vegar og íbúðarhúsnæði hins vegar þetta er ekki alveg sambærilegt
Já, en það er verið að nota gáma erlendis til að gera svakalega flott hús og svo býr fólk í gámum úti á Granda á vegum borgarinnar...
Það var meiningin, að reglugerðin fór ða gera meiri kröfur til steypumannvirkja, ekki annarra ... a.m.k. er það það sem ég hef frá þriðja aðila, þekki þetta ekki persónulega.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Fim 11. Sep 2014 00:10
af Gislinn
rapport skrifaði:Það var meiningin, að reglugerðin fór ða gera meiri kröfur til steypumannvirkja, ekki annarra ... a.m.k. er það það sem ég hef frá þriðja aðila, þekki þetta ekki persónulega.
Ekki rétt, það sem hefur farið mest í fólk er 6. kafli byggingarreglugerðar en hann snýr að aðgengi fatlaðra (þ.e. tryggja aðgengi fyrir alla). Þar er gengið mun lengra en nágranna þjóðir okkar í að ná þessu markmiði Svandísar Svarasdóttur um að tryggja jafnt aðgengi allra sem veldur dýrari hönnuna- og framkvæmdarkostnaði. Auknar kröfur (frá fyrri reglugerð) um einangrun voru án rökstuðnings og voru síðar afturkallaðar (sem og önnur atriði, t.d. aðgengi fatlaðra í ÖLL hótelherbergi).
Byggingarreglugerðin hefur líka sett verulegar takmarkanir á hönnun húsa þar sem alltof margar breytur hafa verið skorðaðar af í reglugerðinni. Reglugerðin væri mun betri ef henni yrði breytt í markmiðsreglugerð, þ.e. reglugerðin inniheldur markmið rýma og hefur svo leiðbeiningar um hvernig skal hanna þessi rými í stað þess að vera með regluplagg sem fæstir hönnuðir eru sammála.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Fim 11. Sep 2014 01:29
af rapport
Gislinn skrifaði:
rapport skrifaði:Það var meiningin, að reglugerðin fór ða gera meiri kröfur til steypumannvirkja, ekki annarra ... a.m.k. er það það sem ég hef frá þriðja aðila, þekki þetta ekki persónulega.
Ekki rétt, það sem hefur farið mest í fólk er 6. kafli byggingarreglugerðar en hann snýr að aðgengi fatlaðra (þ.e. tryggja aðgengi fyrir alla). Þar er gengið mun lengra en nágranna þjóðir okkar í að ná þessu markmiði Svandísar Svarasdóttur um að tryggja jafnt aðgengi allra sem veldur dýrari hönnuna- og framkvæmdarkostnaði. Auknar kröfur (frá fyrri reglugerð) um einangrun voru án rökstuðnings og voru síðar afturkallaðar (sem og önnur atriði, t.d. aðgengi fatlaðra í ÖLL hótelherbergi).
Byggingarreglugerðin hefur líka sett verulegar takmarkanir á hönnun húsa þar sem alltof margar breytur hafa verið skorðaðar af í reglugerðinni. Reglugerðin væri mun betri ef henni yrði breytt í markmiðsreglugerð, þ.e. reglugerðin inniheldur markmið rýma og hefur svo leiðbeiningar um hvernig skal hanna þessi rými í stað þess að vera með regluplagg sem fæstir hönnuðir eru sammála.
OK - ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt...
Ég er mjög hlynntur þessari hugmyndafræði að allir séu jafnir, hafi jafnt aðgengi o.s.frv. og mundi halda að einhver millivegur væri fær.
Reyndar þá er þjóðin að eldast og auðvelt og gott aðgengi hentar í raun öllum, ekki bara fötluðum.
Þetta verður nýtt áhugamál, kynna sér þetta smá og láta reyna á sköpunargáfuna með arkitektunum í fjölskyldunni (sem reyndar eru komnir á eftirlaun og kannski ekki mest inn í þessu)...
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Fim 11. Sep 2014 11:32
af tlord
einnig reyna sveitfélögin flest að halda lágtekjufólki burtu, með því að gera það sem þau geta til að halda byggingakostnaði háum - gegnum skipulag og lóðaverð
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Fim 11. Sep 2014 15:21
af dori
rapport skrifaði:Ég er mjög hlynntur þessari hugmyndafræði að allir séu jafnir, hafi jafnt aðgengi o.s.frv. og mundi halda að einhver millivegur væri fær.
Reyndar þá er þjóðin að eldast og auðvelt og gott aðgengi hentar í raun öllum, ekki bara fötluðum.
Alveg eins og það hentar öllum að hafa nóg af bílastæðum fyrir utan íbúðina sína þannig að allir vinir þeirra geti komið í heimsókn á sama tíma og ekki þurft að leita að stæði.
Alltaf spurning um að velja og hafna, mér finnst að það ætti að leyfa fólki að hafa það val. Það þurfa ekki allir stórar geymslur, bílastæði, aðgengi hjólastóla og allt þetta hitt sem er skylda að hafa skv. byggingareglugerðum.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Fim 11. Sep 2014 17:15
af Bioeight
Hækka lágmarkslaun Hækka persónuafslátt
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Fim 11. Sep 2014 17:48
af tlord
vandamálið er að verðbólga étur allar launahækkanir sem eru umfram ca 2-3% og ekki nog með það, hún hækkar líka lánin sem er öllu verra..
besta leiðin til að bæta hag almennings er að gefa vaxtaokrurunum gott spark í afturendann - semsagt burt með seðlabankann og íslensku krónuna...
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Sent: Fim 11. Sep 2014 17:58
af rapport
dori skrifaði:
rapport skrifaði:Ég er mjög hlynntur þessari hugmyndafræði að allir séu jafnir, hafi jafnt aðgengi o.s.frv. og mundi halda að einhver millivegur væri fær.
Reyndar þá er þjóðin að eldast og auðvelt og gott aðgengi hentar í raun öllum, ekki bara fötluðum.
Alveg eins og það hentar öllum að hafa nóg af bílastæðum fyrir utan íbúðina sína þannig að allir vinir þeirra geti komið í heimsókn á sama tíma og ekki þurft að leita að stæði.
Alltaf spurning um að velja og hafna, mér finnst að það ætti að leyfa fólki að hafa það val. Það þurfa ekki allir stórar geymslur, bílastæði, aðgengi hjólastóla og allt þetta hitt sem er skylda að hafa skv. byggingareglugerðum.
Er smá sammála, smá ósammála...
En svo ætti borgin í raun að koma á móts við byggingaraðilana og gefa afslátt af lóðinni m.v. hvaða kvaðir eru settar á bygginguna.
Þá mundi uppboð á lóðum taka tillit til þessara þátta og borgin væri búin að setja sér valreglur = aukið gegnsæi og fyrirtæki hefðu val á að byggja dýrt og eiga meiri líkur á að fá lóðina eða byggja ódýrt ef þau treysta sér ekki til þess.
Þá fær markaðurinn a.m.k. eitthvað að koma að þessu...