Síða 1 af 1
Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Lau 06. Sep 2014 10:33
af Bragi Hólm
Góðan dag
Er með Iphone 5s sem ég verslaði notaðan. Strákurinn lét mig hafa hann ásamt passcode inná hann. Virkaði fínt og flott. Hann sagði ég yrði bara tengja við itunes ef ég vildi setja hann upp aftur. Komnar 3-4 vikur síðan ég fékk hann. Fékk loks tölvu í gær og nettengingu svo ég setti upp Itunes og ætlaði að dunda mér í þessu. Nema dóttir mín fiktaði eitthvað í honum meðan ég var að elda og núna er hann læstur og ég næ ekkert á manninn því hann sagði mér hann væri að flytja til Noregs. Hvernig kemst ég inní skrambans símann? Eða aflæsi þessu dóti. Kemur á skjáinn símanúmer og að síminn sé týndur. En slökkt á því númeri og kemur útlensk kelling að blaðra eitthvað þegar ég reyni að hringja í strákinn.
Einhver ráð? Og nei ekki stolinn, ya held ég allavega, ekki tilkynntur til lögreglu þá. Athugaði það í gær og þeir sögðu mér bara að halda áfram að reyna ná í manninn.
Einhver ráð???
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Lau 06. Sep 2014 12:29
af rickyhien
hvernig er hann læstur? vantar kóða til að komast inn? eða er einhver texti?
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Lau 06. Sep 2014 12:48
af Squinchy
Googlaðu "DFU restore iphone", varstu búinn að setja upp þitt apple-ID á símann?
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Lau 06. Sep 2014 15:00
af Oak
Ef að hann er með hann ennþá í icloud hjá sér að þá geturðu ekki gert dfu restore. Síminn hleypir þér ekki í gegnum uppsetninguna eftir það.
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Lau 06. Sep 2014 19:43
af Hrotti
hann þarf að slökkva á find my iphone, Það er nóg fyrir hann að logga sig inn á icloud.com - findmyiphone og henda símanum þar út.
Hann=fyrri eigandi
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Lau 06. Sep 2014 22:56
af Bragi Hólm
Nei ég fæ ekkert upp neitt svona kóða dót bara texti á skjánum. Því hélt ég hann væri kanski stolinn en hann er allavega ekki tilkynntur til lögreglu. En ég bara næ ekkert í manninn
og nei var ekki búinn að restora hann og setja mitt apple ID á hann....
Hann lét mig hafa númerið með símanum til að geta komist inní hann og það virkaði fínt en svo bara eftir að dóttir mín var að fikta þá bara kom þetta upp á honum og get ekkert gert
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Sun 07. Sep 2014 11:55
af berteh
Hvað stendur nákvæmlega á skjánum ? Það eina sem þú getur gert er að dfu restora honum og vona að hann hafi ekki verið með find my iphone virkt..
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Sun 07. Sep 2014 12:09
af GuðjónR
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Sun 07. Sep 2014 15:26
af Bragi Hólm
Það stendur þessi sími er týndur vinsamlega hafið samband í síma *** **** en það er slökkt á því númeri sem kemur upp
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Sun 07. Sep 2014 15:42
af GuðjónR
Bragi Hólm skrifaði:Það stendur þessi sími er týndur vinsamlega hafið samband í síma *** **** en það er slökkt á því númeri sem kemur upp
Það lítur út fyrir að þú hafir keypt stolinn síma.
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Sun 07. Sep 2014 15:47
af Bragi Hólm
Oooohhhhh frábært!
En af hverju þá fyrst núna? Er búinn að vera með hann í alveg 3-4 vikur ekkert vesen fyrr en stelpan fiktaði í honum -_-
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Sun 07. Sep 2014 15:52
af dori
Er það íslenskt númer sem kemur? Geturðu ekki tékkað á símafyrirtækinu sem er með það skráð og séð hvort þeir finni eigandann?
Eða fengið lögguna til að gera eitthvað þannig.
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Sun 07. Sep 2014 15:55
af GuðjónR
Bragi Hólm skrifaði:Oooohhhhh frábært!
En af hverju þá fyrst núna? Er búinn að vera með hann í alveg 3-4 vikur ekkert vesen fyrr en stelpan fiktaði í honum -_-
Kannski hefur sá sem seldi þér símann fundið hann, réttur eigandi síðan í millitíðinni læst honum með "find my iPhone".
Hugsanlega er hægt að rekja símann ef þú ferð með hann í epli.is
Þegar þú borgaðir fyrir símann, lagðir þú inn á reikning eða borgaðir með peningum?
iPhone5s er það nýlegt tæki að þú hlýtur að hafa fengið original reikninginn með honum?
Er vonlaust fyrir þig að hafa upp á þeim sem seldi þér?
Re: Vesen Iphone 5s læstur -_-
Sent: Fim 18. Sep 2014 18:58
af Bragi Hólm
Kom í ljós þetta er stolinn sími. er að bíða eftir svari "fyrrum" eiganda hvort við getum samið eitthvað með þetta, það er að ég fái símann af honum. Þar sem rest er lögreglumál og hann víst búinn að fá símann bættan úr tryggingum. ár síðan símanum var stolið.. Fór reyndar að pæla hvort þetta hafi verið tryggingasvindl þar sem hann gat enga sérstaka útskýringu gefið af hverju hann virkjaði þetta þjófadrasl núna og af hverju viðkomandi aðili sem ég fæ hann hjá vissi pin codeið inní hann og gat látið mig hafa það með
takk samt fyrir alla aðstoð