Síða 1 af 1
Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 20:32
af GunZi
Mér leiðist svo ógeðslega mikið stundum, og það eina sem ég get hugsað um er að gera e'ð tengt tækninni, eða bara hönnun.. veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta.
Ég er í skóla en það er bara ekkert að gera...
Það fyrsta sem mér datt í hug að gera er að sérhanna mitt eigið skrifborð, en aðal vandamálið er að ég veit ekkert hvernig ég á að fara að því nema bara byrja að teikna og rissa á blað, ég meina hvar kaupir maður það sem maður þarf? Mjög specific hluti... Svo líka það að ég hef bara enga aðstöðu(mig langar geðveikt í litla aðstöðu eins og bara borð eða eitthvað) til þess né reynsluna, hvar á maður að byrja?. Er ég eini sem hugsa svona eða hvað? Mig langar líka að gera PC turn, en ég get það ekki því ég er með Mac setup... bara miklar pælingar...
Svo datt mér líka í hug að þrífa bara bílinn... en mér finnst það bara ekki nóg...
Mig vantar alveg örugglega e'ð hobby... suggestions? Búinn að vera pæla í að læra mjög mikla forritun(forritun verður alltaf leiðinlegri eftir því sem ég læri meira tbh) og að teikna..
Hvað á maður að gera???
Mér líður svo heimskulega að vera pósta þessu..
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 20:50
af rapport
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 20:57
af braudrist
Engin furða maður, það er ekki hægt að gera jack shit á Íslandi.
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 21:08
af tdog
braudrist skrifaði:Engin furða maður, það er ekki hægt að gera jack shit á Íslandi.
Hvað meinaru? Það er hægt að gera eiginlega allt sem þig lystir til á Íslandi. Þótt þú vitir ekki af því og hafir ekki þekkinguna þýðir ekki að það sé ekki möguleiki.
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 21:14
af jojoharalds
númer eitt:vertu ákveðin og hættu þessu(er á íslandi og ekkert hægt að gera)
númer tvö:Farðu í bauhaus byko og húsasmiðjan(ættir að finna eiginlega allt sem þú þarft fyrir skrifborð smiði)
númer þrjú:Ekkert mál að láta fyrirtæki að panta hluti fyrir þíg,eða fara á ebay og pantaðu það sjálfur.
Númer Fjögur:Eins og Garri segjir alltaf (teiknaðu allt niður eins vél og hægt er)
Númer fimm:hér er fullt af fólki sem er tilbúin að aðstoða þíg(get ekki imynda mér annað)
Og svo er ekkert mál að fara á bland og finna notaða PC turna á nánast klink.
Tala úr reynslu
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 21:25
af rapport
Mig reyndar langar líka í eitthvað hobbý sem er physical en ekki digital...
Öfunda alltaf vélstjórann hann bróðir minn sem leigir skúr með vinum sínum sem svo skiptast á að vera lappa upp á einhver project og komast inn með bílana sína þegar þeir þurfa...
Þeir hafa fjárfest í suðugræjum, lyftu og einhverju dóterýi til að gera þetta meira spennó hjá sér.
Er ekki hægt að stofna einhvern Spjallvaktar hobbý hópa sem mundu reyna að gera eitthvað svona?
Það væri á "digital hobby´s" sem mundu leigja skrifstofu eða e-h og "physical hobby´s" mundu leigja e-h sem hentaði þeirra markmiðum.
Meikar það e-h sens?
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 21:30
af jojoharalds
þetta hlómar vél (enn hvernig veistu að þú getur treyst á hína aðila sem eru með þér í þessu?)
Ekki eins og við' erum allir búin að setjast saman hjá mömmu í kaffi
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 21:50
af rapport
jojoharalds skrifaði:þetta hlómar vél (enn hvernig veistu að þú getur treyst á hína aðila sem eru með þér í þessu?)
Ekki eins og við' erum allir búin að setjast saman hjá mömmu í kaffi
Þetta er hobbý... ekki business...
En er sammála, ef fólk er með fokdýrt dót á staðnum, þá verður maður að get treyst hinum.
Spurning um að bóka ykkur í kaffi hjá mömmu, m.v. mína reynslu þá þolir og þorir enginn að vera halda einhverjum leyndarmálum frá henni...
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fim 28. Ágú 2014 23:35
af jonsig
Það eru gríðarlegir möguleikar í fab-lab , verjir þú tíma í það .
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 00:16
af I-JohnMatrix-I
GunZi skrifaði:Mér leiðist svo ógeðslega mikið stundum, og það eina sem ég get hugsað um er að gera e'ð tengt tækninni, eða bara hönnun.. veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta.
Ég er í skóla en það er bara ekkert að gera...
Það fyrsta sem mér datt í hug að gera er að sérhanna mitt eigið skrifborð, en aðal vandamálið er að ég veit ekkert hvernig ég á að fara að því nema bara byrja að teikna og rissa á blað, ég meina hvar kaupir maður það sem maður þarf? Mjög specific hluti... Svo líka það að ég hef bara enga aðstöðu(mig langar geðveikt í litla aðstöðu eins og bara borð eða eitthvað) til þess né reynsluna, hvar á maður að byrja?. Er ég eini sem hugsa svona eða hvað? Mig langar líka að gera PC turn, en ég get það ekki því ég er með Mac setup... bara miklar pælingar...
Svo datt mér líka í hug að þrífa bara bílinn... en mér finnst það bara ekki nóg...
Mig vantar alveg örugglega e'ð hobby...
suggestions? Búinn að vera pæla í að læra mjög mikla forritun(forritun verður alltaf leiðinlegri eftir því sem ég læri meira tbh) og að teikna..
Hvað á maður að gera???
Mér líður svo heimskulega að vera pósta þessu..
Mæli með að þú pantir þér Arduino starter kit frá kína og farir að leika þér. Það eru fullt af tutorials til á netinu og þetta er mjög skemmtileg leið til að læra forritun.
Ég pantaði mér svona fyrir 3 vikum og pakkinn kom til landsins í gær.
http://www.aliexpress.com/item/UNO-KIT- ... 42899.html
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 00:16
af biturk
Ég fann lausn á mínum frítíma vandamálum og keipti mér íbúð með bílskúr, þar eiði ég mestuþ mínum tíma í viðgerðir og smíði
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 06:13
af kubbur
skil nákvæmlega hvað þú meinar, ef þekkingin er ekki til staðar þá er maður voða mikið í lausu lofti
byrjaðu á því að teikna hlutinn, helst eins ítarlega og þú getur
https://www.youtube.com/watch?v=aqKdUXtJTHg þarna er stiklað á stóru en gætir nýtt þér þetta við að hanna hlutinn
væri jafnvel sniðugt að taka eina önn í grunndeild málmiðnaðar eða tréiðnaðar til að stíga fyrstu sporin
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:53
af jonsig
Maður tók bara fínsmíði rafiðna hérna í den , þá er maður fær um að smíða flest allt kringum alla þá kassa sem maður smíðar í dag . Fab-labið er töluvert öflugra ef maður er ekki að búa til stóra hluti .
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 14:26
af GunZi
Er eitthvað gott forrit sem þið mælið með að teikna allt í?
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 14:40
af appel
braudrist skrifaði:Engin furða maður, það er ekki hægt að gera jack shit á Íslandi.
Ísland er einstaklega erfitt land ef maður vill grúska og smíða hluti. Hér er oft voðalega erfitt að finna hluti og efni, bæði er úrvalið grátlega lítið og svo kostar allt svimandi mikla peninga. Maður þarf að leita á netinu að hlutum sem hægt er að fá út úr flestum byggingavöruverslunum í Ameríku. En það er auðvitað er mikill flutningskostnaður og oft þarf maður að bíða í margar vikur. Gangi þér svo vel að flytja inn í gegnum Tollinn framandi hluti sem hljóma einsog "deteríoxínklórið" og "nitriumcarbonatetrioxid acid". Tollurinn hérna stoppar það bara því hann veit ekki hvað þetta er og vill fá pappíra.
Lítið dæmi: Ég ætlaði að smíða skrifborð, hélt að það væri hægt að gera fyrir ekki neitt neitt... en komst að því að það væri ódýrara að kaupa bara nýtt skrifborð í IKEA! Bleh!
Svo hef ég áhuga á að byggja mér ákveðið dót en hráefnið í það fæst ekki á Íslandi. Reyndu að spyrja um kemískar blöndur í byggingavöruverslunum, þeir bara segja "ha??". Umhverfið hérna aftrar mönnum með vilja til að gera nýja hluti og smíða, uppfinningastarfssemin á Íslandi einskorðast við hugvitsgeira sem krefjast lítils innflutnings erlendis frá.
Það er engin furða að lögð er svona gríðarleg áhersla á bóklegt nám í skólum landsins, allt annað sem krefst vinnu við iðnaðarefni er í raun ómögulegt að gera á þessu skeri.
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 14:45
af jojoharalds
appel skrifaði:braudrist skrifaði:Engin furða maður, það er ekki hægt að gera jack shit á Íslandi.
Ísland er einstaklega erfitt land ef maður vill grúska og smíða hluti. Hér er oft voðalega erfitt að finna hluti og efni, bæði er úrvalið grátlega lítið og svo kostar allt svimandi mikla peninga. Maður þarf að leita á netinu að hlutum sem hægt er að fá út úr flestum byggingavöruverslunum í Ameríku. En það er auðvitað er mikill flutningskostnaður og oft þarf maður að bíða í margar vikur. Gangi þér svo vel að flytja inn í gegnum Tollinn framandi hluti sem hljóma einsog "deteríoxínklórið" og "nitriumcarbonatetrioxid acid". Tollurinn hérna stoppar það bara því hann veit ekki hvað þetta er og vill fá pappíra.
Lítið dæmi: Ég ætlaði að smíða skrifborð, hélt að það væri hægt að gera fyrir ekki neitt neitt... en komst að því að það væri ódýrara að kaupa bara nýtt skrifborð í IKEA! Bleh!
Svo hef ég áhuga á að byggja mér ákveðið dót en hráefnið í það fæst ekki á Íslandi. Reyndu að spyrja um kemískar blöndur í byggingavöruverslunum, þeir bara segja "ha??". Umhverfið hérna aftrar mönnum með vilja til að gera nýja hluti og smíða, uppfinningastarfssemin á Íslandi einskorðast við hugvitsgeira sem krefjast lítils innflutnings erlendis frá.
Það er engin furða að lögð er svona gríðarleg áhersla á bóklegt nám í skólum landsins, allt annað sem krefst vinnu við iðnaðarefni er í raun ómögulegt að gera á þessu skeri.
vel valinn orð hjá þér,mikið rétt í þessu.
Enn Allt er hægt ef viljin er fyrir hendi (Og þú átt nóg af "óþarfa" peningum)
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Fös 29. Ágú 2014 23:29
af upg8
Ertu búin/n að fara í áhugasviðspróf?
Hefur þú skoðað síður eins og instructables?
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Lau 30. Ágú 2014 01:18
af jonsig
GunZi skrifaði:Er eitthvað gott forrit sem þið mælið með að teikna allt í?
sketchup forritið ætti að koma þér langt .
Annars er nóg fyrir þig að mæta á staðinn til að fá kick-startið . Því miður er ég voða lítið þarna núna orðið
. Það er alger snilli þarna alltaf sem vinnur hjá fab-lab , rafeindaverkfræðingur og ætti að geta hjálpað með tvo þrjá hluti
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Sun 31. Ágú 2014 20:49
af sibbsibb
GunZi skrifaði:...
Það fyrsta sem mér datt í hug að gera er að sérhanna mitt eigið skrifborð...... Mig langar líka að gera PC turn...
...
Ég er einmitt í mjög svipuðum pælingum er að fara sérsníða borðplötu inní lítið herbergi sem ég er með og var á sama tíma að kaupa mér hluti í PC sem ég er núna búinn að setja saman. Þegar ég var að skoða hvenrig væri best að gera þetta sá ég svona borð/tölvu:
http://epicthings.net/epicthings/glowing-desktop-table/Dauðlangaði að fara út í svona pælingar en var hvorti með aðstöðu, þekkingu né eiginlega nægan tíma til að fara í þetta auk þess að ég hefði aldrei vitað hvar maður ætti að byrja. Væri alveg til í að geta smiðað mér svona setup sko!
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Sun 31. Ágú 2014 20:49
af sibbsibb
GunZi skrifaði:...
Það fyrsta sem mér datt í hug að gera er að sérhanna mitt eigið skrifborð...... Mig langar líka að gera PC turn...
...
Ég er einmitt í mjög svipuðum pælingum er að fara sérsníða borðplötu inní lítið herbergi sem ég er með og var á sama tíma að kaupa mér hluti í PC sem ég er núna búinn að setja saman. Þegar ég var að skoða hvenrig væri best að gera þetta sá ég svona borð/tölvu:
http://epicthings.net/epicthings/glowing-desktop-table/Dauðlangaði að fara út í svona pælingar en var hvorti með aðstöðu, þekkingu né eiginlega nægan tíma til að fara í þetta auk þess að ég hefði aldrei vitað hvar maður ætti að byrja. Væri alveg til í að geta smiðað mér svona setup sko!
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Mán 01. Sep 2014 00:19
af jonsig
Þið hafið tekið eftir því hversu fínar rásirnar eru á móbóunum ykkar ? ok . Þetta getið þið teiknað og skorið út í vélinni þarna á staðnum
Re: Stundum langar mig bara að fara og hanna og smíða e'ð...
Sent: Mán 01. Sep 2014 09:57
af upg8
Það eru að byrja fullt af skemmtilegum námskeiðum í tækniskólanum.