Síða 1 af 2
Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:49
af hakkarin
Þetta eru alveg fínir bjórar don't get me wrong, en ég fatta ekki af hverju þetta er svona vinsælt. Fyrir utan að vera mest seldu bjóranir eftir því sem að ég get séð að þá eru þeir líka búnir að fá fullt af verðlaunum út í heimi (gull fékk verðlaun nr1 í eitthverjari frægri bjórkeppni út í heimi). Þetta er nátturúlega bara mikið smekksatriði en ég er ekki að sjá það hvað á að gera þessa bjóra svona spes. Gull er eiglega þunnur og frekar bragðdaufur, og viking sem mér finnst reyndar vera hinn fínnasti bjór er samt ekkert bara "OMG GÓÐUR!!!" heldur. Þá eru þessir bjórar líka ekkert eitthvað mikið ódýrari en flestir bjórar þannig að ekki er fólk að kaupa þetta út af því. Er þetta bara markaðssetning?
Eða kanski hef ég bara svona ömurlegan bjórsmekk?
EDIT: Spyr að því að ég var í bjór smökkun síðustu helgi og þá fór ég að pæla í þessu.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:50
af svanur08
Ég kaupi alltaf Polar bjór því hann er svo ódýr.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:00
af oskar9
Mér finnst allir þessir vinsælu Íslensku dósabjórar hálfgert refapiss, allt í lagi að sulla í þessu ef þetta er ískalt og fínt veður úti.
Annars er þetta minn uppáhalds framleiðandi, ásamt erdinger, La Trappe eru líka fínir sparibjórar í litlu magni
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:03
af Frost
Mér finnst þeir ágætir en ég er meira í því að kaupa mér einhvern bjór sem ég hef ekki smakkað áður. Einstök Hvítöl og Pale Ale eru mjög góðir. Sumar og Stinnings Kaldi eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér.
Annars er minn go-to bjór yfirleitt Stella, Guinnes eða Boli.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:14
af Frantic
Til að svara spurningunni þá, já að mínu mati.
Er að luva Einstök Weissbier.
Er með 2 stk inní ísskáp... aaaaaaaand they're gone!
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:15
af tdog
Minn go-to bjór er Viking Gull, ég á alltaf amk 4 í ískápnum. Mér finnst bara voðalega gott bragð af honum.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:21
af biturk
Mer fynnst egils gull ágætur en kaupi frekar tuborg, slots classic, heineken eða polar
Eftir þetta dick move hja egils langar mig lika litið i hann
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 19:05
af einarhr
Sem lager bjór eru þetta ágætis bjórar. Ef ég kaupi mér Lager þá er það oftast Viking en annars er ég voðalega mikið í Pale Ale þessa dagana. Mér finnst Víking ágætur en kaupi líka aðra ljósa bjóra eins og Thule ofl.
Gull og Viking eru frá 2 stæðstu ölgerðunum og eru Gull og Víking vara nr 1 hjá þeim og ekkert skrítið að það seljist mikið af þeim þar sem þessi fyrirtæki ráða yfir örugglega 70% af markaðnum. Ég er hættur að kaupa áfengi og gos frá Egils vegna skítlegrar framkomu gagnvart frændum okkar Færeyingum.
Einstök Ölgerð er mín uppáhalds ölgerð í dag, hef prófað Pale Ale, Porter og White Ale.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 19:28
af intenz
Já þeir eru ofmetnir, finnst ekkert varið í þá. Minn goto bjór er Boli (gamli Premium), það er bragðgóður bjór!
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 21:38
af CendenZ
Einstök hvítur og svo skammast ég mín fyrir að segja það, en Tuborg Classic... einsog drekka kalt kók.. úff hvað hann er góður
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 22:58
af Hnykill
Víking Gylltur er minn uppáhalds bjór. hæfilega bragðmikill og stabíll í alla kannta. þetta er bjór sem ég get drukkið aftur og aftur án þess að fá leið af honum. prófa mikið af öðrum bjórum auðvitað, margir góðir þar. en Víking Gylltur er svona grunnurinn að bjórdrykkjunni minni
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 23:47
af I-JohnMatrix-I
Minn Go-to fyllerís bjór er Stella Artois en minn uppáhalds sparibjór mun vera La Trappe
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fim 28. Ágú 2014 09:51
af Jón Ragnar
CendenZ skrifaði:Einstök hvítur og svo skammast ég mín fyrir að segja það, en Tuborg Classic... einsog drekka kalt kók.. úff hvað hann er góður
Ekkert að því að drekka Tuborg Classic, Ég gæti hreinlega trúað því að hann sé svipað vinsæll og Egils Gull
Bestu bjóranir eru samt India pale ale og double india pale ale
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fim 28. Ágú 2014 11:25
af Moldvarpan
Mér finnst bjórar yfir höfuð vera verulega ofmetnir.
Ég drakk allt sem áfengt var þegar ég var yngri í massavís, og endaði oftast sót ölvaður.
Í dag gæti ég ekki hugsað mér að fara á fyllerí með bjór... svo mikið vatns sull.
Þegar ég fæ mér bjór, sem er mjög sjaldan, þá er það Stella Artois eða Faxe Royal.
Ef mig þyrstir í áfengi nú til dags, þá er sterkt áfengi alltaf fyrir valinu. Hvort sem það er skot, on the rocks eða með smá gosblöndu. Rommið finnst mér allra best. Fyrir mér er það eina vitið
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fim 28. Ágú 2014 11:43
af appel
Lagerbjór er almennt séð fínn hjá mér, bara hafa hann vel kaldan
Fuller's öl bjórar eru mínir uppáhalds.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fim 28. Ágú 2014 13:37
af einarhr
Moldvarpan skrifaði:Mér finnst bjórar yfir höfuð vera verulega ofmetnir.
Ég drakk allt sem áfengt var þegar ég var yngri í massavís, og endaði oftast sót ölvaður.
Í dag gæti ég ekki hugsað mér að fara á fyllerí með bjór... svo mikið vatns sull.
Þegar ég fæ mér bjór, sem er mjög sjaldan, þá er það Stella Artois eða Faxe Royal.
Ef mig þyrstir í áfengi nú til dags, þá er sterkt áfengi alltaf fyrir valinu. Hvort sem það er skot, on the rocks eða með smá gosblöndu. Rommið finnst mér allra best. Fyrir mér er það eina vitið
Bjór eða Bjór? Það er mikill munur á öltegundum eins og td Lager, Pale Ale, Porter, Wisebeer, Bock, Stout ofl. Sumir Lager eru jú vatnskenndir en sama er ekki hæft að segja um td porter. Ég skil þig að þú fílir ekki að drekka þig fullann af 4 til 4.5 prósent Faxe Royal en það eru til svo mikið af bragðmikluog jafnvel vel sterku öli á markaðnum í dag sem maður þarf ekki að sklurka í sig 15 bjórum til að ná ölvun.
Ég drekk lager og þá oftast Víking en það er yfirleytt bara til að fá sér einn eða tvo og þá þurfa þeir að vera vel kældir.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fim 28. Ágú 2014 13:55
af HalistaX
Moldvarpan skrifaði:Mér finnst bjórar yfir höfuð vera verulega ofmetnir.
Ég drakk allt sem áfengt var þegar ég var yngri í massavís, og endaði oftast sót ölvaður.
Í dag gæti ég ekki hugsað mér að fara á fyllerí með bjór... svo mikið vatns sull.
Þegar ég fæ mér bjór, sem er mjög sjaldan, þá er það Stella Artois eða Faxe Royal.
Ef mig þyrstir í áfengi nú til dags, þá er sterkt áfengi alltaf fyrir valinu. Hvort sem það er skot, on the rocks eða með smá gosblöndu. Rommið finnst mér allra best. Fyrir mér er það eina vitið
Alveg sammála þér, finnast allir bjórar mjög ofmetnir.
Ég drekk bara það sem mér finnst gott, sterkt áfengi blandað í gos/safa, Cider og Breezer... Og eistun á mér eru alveg jafn stór og ykkar fyrir vikið.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fim 28. Ágú 2014 14:00
af rapport
Ég er búinn að vera í vín og bjórsmökkunar sumarfríi...
Vín = spænsku hvítvínin með ávaxtakeim og hálfsæt = stóðu upp úr...
Cono Sur frá Chile = hvítt og rautt, allt gott frá þeim.
Ítölsk, frönsk, afríkönsk og frá USA, fann ekkert gott...
Bjór:
Boli og Thule voru þeir einu semég fékk ekki fljótt leið á.
Stella - Mjög fljótt leiður á henni, verð svo saddur eitthvað strax.
Tékkneski udwiserinn og Pilsner Urquel = klassískt.
Smakkaði einhvern Thailenskan sem var OK og ítalskan (á Primo, fann hann svo ekki í ríkinu) sem var góður.
Bríó = góður í 2-3 daga svo leiður á honum.
p.s. ég drakk c.a. 3-6 bjóra á kvöldi í 28 daga = c.a. 120 bjóra (léttist samt um 4kg. í fríinu)
Og ég reyndi að smakka helling...
Kemur hreinlega á óvart hvað niðurstaðan er ekki spennandi...
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 04:10
af hakkarin
Smá spurning...
Er það bara ég eða þegar maður fer á bar að ef maður vill kaupa bjór í flösku að þá eru eiglega bara vondir bjórar í boði? Á barnum nálægt mér (sem er annars bara mjög fínn) er til dæmis eiglega bara hægt að fá bjóra eins og miller, corona og heineken.
EDIT: Ok reyndar er þetta bull það er líka hægt að fá aðra bjóra. En það er bara hægt að fá þessa vondu ef að maður kaupir sér tilboð eins og "5 í fötu" og svona. Engir góðir bjórar í fötu
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 04:20
af svanur08
Sé að þú hefur mikinn áhuga á áfengi, værir góður barþjónn
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 07:43
af tdog
Góðir bjórar eru oftast bara of dýrir svo það borgar sig ekki að setja þá á einhver tilboðsverð.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 11:29
af rapport
tdog skrifaði:Góðir bjórar eru oftast bara of dýrir svo það borgar sig ekki að setja þá á einhver tilboðsverð.
nkl.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:48
af machinefart
Ég þekki ekki nákvæmlega þessi verðlaun sem bjórarnir fá og nenni ekki að kynna mér það. Ég myndi hinsvegar halda að þegar þessir bjórar fá verðlaun, þá fá þeir verðlaun fyrir að vera lagerbjórar, þeas það er ekki verið að skoða klaustursbjóra, ale, hveitibjóra eða neitt annað en lager bjór.
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 16:57
af tlord
verðlaun af þessu tagi eru oft vafasöm (keypt)
Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 20:56
af Haukursv
rapport skrifaði:Ég er búinn að vera í vín og bjórsmökkunar sumarfríi...
Vín = spænsku hvítvínin með ávaxtakeim og hálfsæt = stóðu upp úr...
Cono Sur frá Chile = hvítt og rautt, allt gott frá þeim.
Ítölsk, frönsk, afríkönsk og frá USA, fann ekkert gott...
Bjór:
Boli og Thule voru þeir einu semég fékk ekki fljótt leið á.
Stella - Mjög fljótt leiður á henni, verð svo saddur eitthvað strax.
Tékkneski udwiserinn og Pilsner Urquel = klassískt.
Smakkaði einhvern Thailenskan sem var OK og ítalskan (á Primo, fann hann svo ekki í ríkinu) sem var góður.
Bríó = góður í 2-3 daga svo leiður á honum.
p.s. ég drakk c.a. 3-6 bjóra á kvöldi í 28 daga = c.a. 120 bjóra (léttist samt um 4kg. í fríinu)
Og ég reyndi að smakka helling...
Kemur hreinlega á óvart hvað niðurstaðan er ekki spennandi...
Þetta eru samt allt voðalega einsleitir og óspennandi bjórar sem þú ert að smakka, bara lager bjórar og þó að þessir pilsner bjórar geti verið góðir er svo margt annað margfalt betra (imo) í boði. Vera óhræddur að prufa sig áfram, íslensku brugghúsin eru alltaf að verða betri og betri, mæli sérstaklega með hveitibjórum og pale ale bjórum sem fyrstu skrefunum inní heim ölsins, það getur bara varla klikkað að mínu mati. Svo þegar á dregur get menn farið að prufa sig áfram og smakkað IPA,Trappist,Stout ofl fleiri bjórstíla, heimur bjórsins kemur mér sífellt á óvart.