Síða 1 af 1
hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 04:25
af hakkarin
Sá þetta:
http://www.wikihow.com/Make-Jello-ShotsHefur einhver reynslusögur að því að hafa prófað eitthvað svipað þessu? Það hljómar áhugavert að prófa að taka inn áfengið í hlaupformi.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 18:42
af GullMoli
Tók til í þræðinum.
Þetta er í Koníakstofunni. Hér má ræða allt milli himins og jarðar. Hef þið hafið ekkert að segja sem tengist upphafsinnleggi þá sleppiði því. Óþarfa leiðindi eru ekki vel liðin á spjallinu.
Ef þið nennið ekki að lesa þræði eftir einhvern ákveðinn notanda, ekki skoða þá.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 19:13
af Daz
Afhverju í skollanum megum við ekki svara spjallþræði með spjalli? Þetta er í Koníakstofunni eins og þú tekur réttilega fram.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 19:46
af GullMoli
Daz skrifaði:Afhverju í skollanum megum við ekki svara spjallþræði með spjalli? Þetta er í Koníakstofunni eins og þú tekur réttilega fram.
Ekkert af innleggjunum sem ég fjarlægði tengdust upphafsinnlegginu.
Sjálfsagt mál að ræða allt en gerið nýja þræði fyrir það. Svo ekki sé minnst á það að leiðindin sem þarna komu fram voru til skammar!
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 19:53
af kizi86
getur líka prufað að fylla skál af hlaupböngsum, og skellir áfengi útí, helst bragðbættum vodka, setur sellófan yfir og geymir yfir nótt, daginn eftir, þá eru hlaupbangsarnir búnir að draga í sig allt áfengið
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 19:59
af Frost
Ó guð... Gerðum þetta einu sinni félagarnir. Daginn eftir voru gúmmíbangsarnir bara allir fastir saman og ógeðslegt bragð af þeim, vodka bragð með keim af ávaxtabragðinu frá hlaupinu.
Mér leið ótrúlega skringilega eftir að ég fékk mér litla skál af þessu.
Mæli samt klárlega með þessu
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 20:16
af Quemar
Já hef prófað 2-3 sinnum, ansi mörg í hvert skipti :-p
Fannst þetta alveg brill!
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 20:36
af Daz
GullMoli skrifaði:Daz skrifaði:Afhverju í skollanum megum við ekki svara spjallþræði með spjalli? Þetta er í Koníakstofunni eins og þú tekur réttilega fram.
Ekkert af innleggjunum sem ég fjarlægði tengdust upphafsinnlegginu.
Sjálfsagt mál að ræða allt en gerið nýja þræði fyrir það. Svo ekki sé minnst á það að leiðindin sem þarna komu fram voru til skammar!
Það skiptir bara engu máli hvort síðari innlegg tengjast því upphaflega. Umræðan þróast eins og hún þróast, ef það á ekki að taka upp "ritstjórnarstefnu" á spjallinu þá er óþarfi að eyða út innleggjum, svona almennt.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 21:16
af kizi86
þetta er þráður þar sem BARA er verið að spurja út í mjög ákveðið efni, svo jú skil stjórnanda vel hér og vel gert hjá honum að eyða út þessum innleggjum..
back to topic:
Frost skrifaði:Ó guð... Gerðum þetta einu sinni félagarnir. Daginn eftir voru gúmmíbangsarnir bara allir fastir saman og ógeðslegt bragð af þeim, vodka bragð með keim af ávaxtabragðinu frá hlaupinu.
Mér leið ótrúlega skringilega eftir að ég fékk mér litla skál af þessu.
Mæli samt klárlega með þessu
hefur ekki sett nógu mikið af áfengi fyrst þeir voru fastir saman (eða gleymt að hrista aðeins upp í þeim), og eins og ég sagði, best að nota bragðbætt áfengi, og algjert möst að setja plastfilmu yfir, annars gætirðu endað með áfenga hlaupkalla sem bragðast eins og laukur og hvítlaukur
smá af síðu sem ég fann:
Tips
Only use a glass container. Plastic and vodka don't mix.
Depending on the brand of gummy bears, you may need to jiggle the soaking bears every now and then to prevent them sticking together too much.
You can use flavored vodka to provide a little more variety to this recipe. Citrus flavored vodka, for instance, works well with this infusion.
Keep the soaked bears in the fridge if not serving immediately. Keep covered, to prevent fridge smells from spoiling the party.
Other gummy candies can be used, such as gummy worms.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 22:18
af hakkarin
Voru einhver voða slagsmál í gangi á meðan ég var í burtu?
Þessi hugmynd með hlaupbangsana hljómar ekkert voðalega vel. Er eitthvað hægt að verða fullur þannig? Hlaup bangsar eru nú ekkert voða stórir.
EDIT: Hvar er hægt að nálgast svona jello duft til að búa til hlaup? Eða þarf þess ekki?
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 22:30
af axyne
Ég hef prufað svona nokkrum sinnum. Getur verið dáldið hættulegt ef maður passar sig ekki, fullur hratt þvi þetta er svo gott
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 22:47
af CendenZ
Fæst í Kosti
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Þri 26. Ágú 2014 22:58
af Nariur
Þetta fæst í öllum matvöruverslunum.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 02:16
af capteinninn
Get allavega ekki mælt með þeirri snilldarhugmynd sem við strákarnir fengum þegar við vorum ungir og vitlausir í útlöndum. Keyptum Jello tilbúið og helltum vodka í það. Hrærðum svo vel í því og tókum skotin.
Vægast sagt ógeðslegt, og mér finnst Vodki ekkert svo slæmur í skoti.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 04:15
af hakkarin
CendenZ skrifaði:Fæst í Kosti
Af hverju fæst allt sem mig langar í bara í kosti
capteinninn skrifaði:Get allavega ekki mælt með þeirri snilldarhugmynd sem við strákarnir fengum þegar við vorum ungir og vitlausir í útlöndum. Keyptum Jello tilbúið og helltum vodka í það. Hrærðum svo vel í því og tókum skotin.
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 09:03
af braudrist
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 14:56
af kizi86
hakkarin skrifaði:Voru einhver voða slagsmál í gangi á meðan ég var í burtu?
Þessi hugmynd með hlaupbangsana hljómar ekkert voðalega vel. Er eitthvað hægt að verða fullur þannig? Hlaup bangsar eru nú ekkert voða stórir.
EDIT: Hvar er hægt að nálgast svona jello duft til að búa til hlaup? Eða þarf þess ekki?
getur orðið alveg jafn fullur af hlaupböngsum og jello shots, svo er oft hægt að kaupa stóra hlaupbangsa líka
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 16:30
af jonsig
Daz skrifaði:GullMoli skrifaði:Daz skrifaði:Afhverju í skollanum megum við ekki svara spjallþræði með spjalli? Þetta er í Koníakstofunni eins og þú tekur réttilega fram.
Ekkert af innleggjunum sem ég fjarlægði tengdust upphafsinnlegginu.
Sjálfsagt mál að ræða allt en gerið nýja þræði fyrir það. Svo ekki sé minnst á það að leiðindin sem þarna komu fram voru til skammar!
Það skiptir bara engu máli hvort síðari innlegg tengjast því upphaflega. Umræðan þróast eins og hún þróast, ef það á ekki að taka upp "ritstjórnarstefnu" á spjallinu þá er óþarfi að eyða út innleggjum, svona almennt.
+1
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:37
af FuriousJoe
Systir mín gerði alltaf frábær jello shots og þetta er algjört brill í partýið, svo tók hún þetta skrefi lengra og gerði sterk jello skot (2x meira áfengi) og tók slatta af jarðaberjum og gerði þau hol, fyllti þau af þessu dóti, það var algjör snilld og kláraðist strax.
Það lúmska við þetta er að þú hámar í þig 6-8 jello skot án þess að fatta að þetta eru "skot".
Re: hefur einhver prófað jello shots?
Sent: Mið 27. Ágú 2014 18:41
af Frost
FuriousJoe skrifaði:Systir mín gerði alltaf frábær jello shots og þetta er algjört brill í partýið, svo tók hún þetta skrefi lengra og gerði sterk jello skot (2x meira áfengi) og tók slatta af jarðaberjum og gerði þau hol, fyllti þau af þessu dóti, það var algjör snilld og kláraðist strax.
Það lúmska við þetta er að þú hámar í þig 6-8 jello skot án þess að fatta að þetta eru "skot".
Haha það er svipað og þegar það er gerð bolla og það eru ávextir í henni. Síðan fer maður kannski aðeins að japla á ávöxtunum, áður en þú veist af því þá ert þú við það að deyja.
...Mín reynsla allavegana