Síða 1 af 1

Hvar get ég keypt svona parta? (Rafmagns hobby)

Sent: Fös 15. Ágú 2014 23:49
af GunZi
Er til búð hér á landi sem selur alls konar íhluti í því að leika sér með led ljós, víra, batterí og svo leiðis? Sem sagt á ensku er þetta: Resistors, Fuses, Alligator clips, Battery holders and connectors.....

Er bara rétt að byrja í þessu, svo ég þekki þetta ekki hvar ég get keypt þetta nema á eBay?

Einnig vantar mig allveg þó nokkrar klemmur og Vír klippur, e'ð slíkt.

Þakka fyrir öll svör :happy

Re: Hvar get ég keypt svona parta? (Rafmagns hobby)

Sent: Fös 15. Ágú 2014 23:51
af mainman

Re: Hvar get ég keypt svona parta? (Rafmagns hobby)

Sent: Fös 15. Ágú 2014 23:54
af bigggan
keyfti virkluppu á ebay (svona sjálvvirk virkluppu) hún svinvirkar á öllum stærðum og einfaldara i notkunn en þau klassisku, var lika þó nokkuð ódyrara enn klippurnar i íhlutir búðina.

Re: Hvar get ég keypt svona parta? (Rafmagns hobby)

Sent: Lau 16. Ágú 2014 00:27
af playman
www.mbr.is
Svo geturðu fengið flest öll verkfærinn í verkfæra lagernum, t.d. krókódíla klemmur littlar og stórar og klippur á klink.

Re: Hvar get ég keypt svona parta? (Rafmagns hobby)

Sent: Lau 16. Ágú 2014 01:54
af dori
Ef þú ert að fara að leika þér eitthvað myndi ég panta einhvern pakka af dx.com. Það tekur reyndar ca. mánuð að fá það heim en það borgar sig (verðið á stökum hlutum þegar þú kaupir hjá Íhlutum eða Miðbæjarradíó er svolítið hátt IMHO).

Re: Hvar get ég keypt svona parta? (Rafmagns hobby)

Sent: Lau 16. Ágú 2014 12:36
af Revenant
Ég hef bæði notað http://futurlec.com/ og https://www.sparkfun.com/. Sparkfun er meira ákveðnir íhlutir (gps módúlar, mótórstýringar o.s.frm.) en futurlec er meira magninnkaup (þéttar, viðnám o.fl.)