Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattkerfi
Sent: Þri 05. Ágú 2014 01:46
af hakkarin
Persónuafsláttur þjónar í rauninni sama tilgangi og þrepaskipt skattkerfi (þeir sem að græða meira taka á sig meiri skatt), en samt eru þetta ólík kerfi. Hvort finnst þér að sé betra fyrirkomulag: Flatur tekjuskattur með persónuafslætti (það sem flestir hægrimenn á Íslandi vilja) eða þrepaskipt skattkerfi (það sem flestir vinstrimenn vilja)?
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 02:00
af hkr
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 11:03
af dori
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 11:38
af capteinninn
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 12:03
af Hjaltiatla
Persónulega þá finnst mér skrítið að ég sem einstalkingur á húsaleigumarkaðinum sé að borga hærri skatt ef ég hef X miklar tekjur á mánuði , með það í huga að ég að fara borga að hluta til niður húsnæðisskuldir annara í formi skattgreiðslna með þessum aðgerðum nýju ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Flatur skattur fyrir mig hefði verið betri lausn þar sem að það er frekar mikið vesen að borga leiguna (sem er mjög há prósenta af mánaðarlaununum manns) og safna fyrir útborgun í íbúð (þar sem það er ekkert boðlegt lengur að vera á leigumarkaðnum bæði vegna eftirspurnar á íbúðum og verðlagi á leiguíbúðum í dag).
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 15:07
af intenz
Flatur skattur, prósenta er prósenta.
Til að einfalda reikninga, segjum að skattprósentan sé 10% Ef maður A er með 1 milljón í laun er hann að borga 100.000 kr. í skatt. Ef maður B er með 100 þúsund í laun er hann að borga 10.000 kr. í skatt.
Hvar er ósanngirnið í því? Sá sem þénar meira er að borga hærri skatt.
Þrepaskipt skattkerfi er flókið, leiðinlegt og ósanngjarnt gagnvart þeim sem þéna meira. Þetta er í raun bara hreinn og beinn hátekjuskattur.
Hins vegar er ég ekkert á móti því að þeir tekjulægri fái hærri persónuafslátt, þar sem maður B er með minna á milli handanna eftir skatt.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 15:12
af GuðjónR
Sleppa tekjuskatti á einstaklinga.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 22:15
af dawg
Bæði osanngjarnt að minu mati, hvernig væri að skattleggja ut fra vinnu alagi? Þeas. A vinnur 100 tima og fær 100k og b vinnur 2 tima og fær 100k. Þa borgar b meiri skatt en a. Ömulegt að eg skuli borga hatekjuskatt þegar eg vinn 300 tima i sama manuðinum a meðann annar sem vinnur 170 tima se eins skattaður.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 22:58
af rapport
dawg skrifaði:Bæði osanngjarnt að minu mati, hvernig væri að skattleggja ut fra vinnu alagi? Þeas. A vinnur 100 tima og fær 100k og b vinnur 2 tima og fær 100k. Þa borgar b meiri skatt en a. Ömulegt að eg skuli borga hatekjuskatt þegar eg vinn 300 tima i sama manuðinum a meðann annar sem vinnur 170 tima se eins skattaður.
Laun ættu að vera ákveðin út frá álagi og ábyrgð sem og hversu mikið þú vinnur.
Ef þú ert að vinna 300 klst. á mánuði þá er það brot á lögum og reglum í landinu (ekki að maður hafi ekki gert það sjálfur).
Við eigum að gera kröfum um að lágmarkslaun miðist við 75% vinnu því að það er heill hellingur í lífinu sem getur orsakað að fólk getur ekki unnið 40 klst. á viku og fólk á ekki að þurfa að vinna 100% vinnu til þess eins að eiga í sig og á.
Heilsa, fjölskylda, félagslíf, björgunarsveitir, listsköpun, frumkvöðlastarfsemi ofl. ofl. sem fólk hefði tíma í ef það væri ekki alltaf í vinnu 40 klst. í viku til að "skaffa" rétt nóg til að lifa.
Ég mundi vilja sjá skattþrep þar sem einhver með absurd tekjur þarf að greiða yfir 100% skatt og ég vil sjá sektir þar sem sektir eru ákvarðaðar út frá verðmæti eigna viðkomandi.
Þó mig langi ekkert til að segja frá laununum mínum, þá mundi ég fagna því ef allri launaleynd yrði hætt og skattstofnar allra yrðu gerðir opinberir á vef rsk.
Mér finnst ekki í lagi að það sé á færi fárra fyrirtækja og stofnana að nýta sér þessar upplýsingar í sinni vinnu, þetta mundi gera markaðinn frjálsari enda grunnforsenda frjálss markaðar að allir hafi sömu upplýsingar.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 22:58
af rapport
dawg skrifaði:Bæði osanngjarnt að minu mati, hvernig væri að skattleggja ut fra vinnu alagi? Þeas. A vinnur 100 tima og fær 100k og b vinnur 2 tima og fær 100k. Þa borgar b meiri skatt en a. Ömulegt að eg skuli borga hatekjuskatt þegar eg vinn 300 tima i sama manuðinum a meðann annar sem vinnur 170 tima se eins skattaður.
Laun ættu að vera ákveðin út frá álagi og ábyrgð sem og hversu mikið þú vinnur.
Ef þú ert að vinna 300 klst. á mánuði þá er það brot á lögum og reglum í landinu (ekki að maður hafi ekki gert það sjálfur).
Við eigum að gera kröfum um að lágmarkslaun miðist við 75% vinnu því að það er heill hellingur í lífinu sem getur orsakað að fólk getur ekki unnið 40 klst. á viku og fólk á ekki að þurfa að vinna 100% vinnu til þess eins að eiga í sig og á.
Heilsa, fjölskylda, félagslíf, björgunarsveitir, listsköpun, frumkvöðlastarfsemi ofl. ofl. sem fólk hefði tíma í ef það væri ekki alltaf í vinnu 40 klst. í viku til að "skaffa" rétt nóg til að lifa.
Ég mundi vilja sjá skattþrep þar sem einhver með absurd tekjur þarf að greiða yfir 100% skatt og ég vil sjá sektir þar sem sektir eru ákvarðaðar út frá verðmæti eigna viðkomandi.
Þó mig langi ekkert til að segja frá laununum mínum, þá mundi ég fagna því ef allri launaleynd yrði hætt og skattstofnar allra yrðu gerðir opinberir á vef rsk.
Mér finnst ekki í lagi að það sé á færi fárra fyrirtækja og stofnana að nýta sér þessar upplýsingar í sinni vinnu, þetta mundi gera markaðinn frjálsari enda grunnforsenda frjálss markaðar að allir hafi sömu upplýsingar.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 23:06
af Minuz1
GuðjónR skrifaði:Sleppa tekjuskatti á einstaklinga.
Ég vil samt ganga nokkrum skrefum lengra. Engann tekjuskatt, engann skatt á fyrirtæki og allir þeir sem hafa búsetu á íslandi fá pening frá ríkinu í hverjum mánuði. Peningarnir koma frá sama stað og 90% af peningum okkar í dag koma...úr þurru lofti.
Þ.e.a.s að bankarnir myndu hætta að hafa þá heimild að búa til peninga og þyrftu í raun að fá okkar peninga til þess að stunda útlán. Allir styrkir myndu líka leggjast af, sbr. bændastyrkir, háskólastyrkir og allt sem þarf ekki nauðsynlega til þess að halda ríkinu gangandi(heilsugæsla, löggæsla, slökkvilið).
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 23:20
af braudrist
inb4 Guru!
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 23:22
af g0tlife
Ég vinn nú á sjó og það er alveg sorglegt að sjá hvað maður borgar mikið í skatt. Halda alltaf allir að sjómenn hafa það svo gott en jú kannski á stærstu bátunum en maður er að vinna eins og brjálæðingur og svo er einn mánuður eftir á með engar tekjur. Sjómannaafslátturinn farinn og hvað annað. Má skoða þetta skattkerfi
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Þri 05. Ágú 2014 23:55
af rapport
g0tlife skrifaði:Ég vinn nú á sjó og það er alveg sorglegt að sjá hvað maður borgar mikið í skatt. Halda alltaf allir að sjómenn hafa það svo gott en jú kannski á stærstu bátunum en maður er að vinna eins og brjálæðingur og svo er einn mánuður eftir á með engar tekjur. Sjómannaafslátturinn farinn og hvað annað. Má skoða þetta skattkerfi
Þetta er nú líka að einhverju leiti vegna þess hversu margir eru að veiða og kvótinn minni, að hluturinn sé almennt orðinn minni.
Um leið og það verður erfitt að fá menn á sjóinn eða farið að gera einhverjar meiri kröfur til að fólk fái að skrá sig á skip, þá verður sjómennskan verðmætari og launin munu hækka.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 00:06
af hakkarin
GuðjónR skrifaði:Sleppa tekjuskatti á einstaklinga.
Finnst þetta nú vera full gróft.
Mér persónulega myndi finnast það best ef að skattleysismörk væru svona 400þús, og að svo væri bara eitt skattþrep í 40% og hár persónuafsláttur. Svo ætti að nota skatta eins og vsk til að skattleggja alla sem að eru undir þessum tekjum.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 08:08
af urban
rapport skrifaði:Ég mundi vilja sjá skattþrep þar sem einhver með absurd tekjur þarf að greiða yfir 100% skatt og ég vil sjá sektir þar sem sektir eru ákvarðaðar út frá verðmæti eigna viðkomandi.
Og ef að ég á ekki neitt, en er mjög tekjuhár, á ég þá bara að vera í stórri skattaskuld eftir að hafa verið mjög tekjuhár ?
Eiga ekkert eftir af laununum og skulda peninga.
Hvernig í ósköpunum á þetta að eiga sér stað ? hvað í ósköpunum getur réttlætt svona hrottalega eingarupptöku við það að vera að reyna að vinna.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 09:05
af Daz
hakkarin skrifaði:Mér persónulega myndi finnast það best ef að skattleysismörk væru svona 400þús, og að svo væri bara eitt skattþrep í 40% og hár persónuafsláttur.
Þekkirðu muninn á skattleysismörkum og persónuafslætti?
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 12:05
af rapport
urban skrifaði:
rapport skrifaði:Ég mundi vilja sjá skattþrep þar sem einhver með absurd tekjur þarf að greiða yfir 100% skatt og ég vil sjá sektir þar sem sektir eru ákvarðaðar út frá verðmæti eigna viðkomandi.
Og ef að ég á ekki neitt, en er mjög tekjuhár, á ég þá bara að vera í stórri skattaskuld eftir að hafa verið mjög tekjuhár ?
Eiga ekkert eftir af laununum og skulda peninga.
Hvernig í ósköpunum á þetta að eiga sér stað ? hvað í ósköpunum getur réttlætt svona hrottalega eingarupptöku við það að vera að reyna að vinna.
Yfir 100% skattur á tekjur yrði við eitthvað ógnar hátt sbr. 50 milljónir á mánuði.
Ef þú stillir þig af þannig að þú sért með 50 milljónir á mánuði marga mánuði í röð, þá ertu það vitlaus að þú átt skilið að lewnda í mínus.
Þetta fyrirkomulag kæmi í veg fyrir að fólk gæti orðið milljarðamæringar í lausafé á einni nóttu, eins og hefur gerst t.d. með decode í fyrra.
Það minnkar rót á hlutabréfamarkaði og tryggir að stórar fjárhæðir séu ekki notaðar til að keyra hlutabréfaverð í einstaka fyrirtækjum upp eða niður, þetta mundi því skapa stöðugleika á verðbréfamarkaði.
Einnig myndar þetta launaþak og launaþak er einnig eitthvað sem getur skapað stöðugleika, jafnað kjör fólks og dregið úr verðbólgu þegar litið er til lengri tíma.
Launaþak = verðþak á vinnu = framboð minnkar og fólk fer að vinna minna (a.m.k. þessir ofurlauna stjórnendur) það skapar þá tækifæri fyrir fleiri til að ryðja sér til rúms og þannig dregur þetta úr einkavinavæðingunni sem þrífst hérna.
Það þarf að hægja á þessari þróun að þeir ríku verði bara ríkari nánast án áhættu og að þeim verst settu sé haldið niðri í launum meðp því að tryggja að það fólk geti ekki eignast neitt nema með skuldsetningu sem gerir þá ríkari bara ríkari...
Almenningur er meira en bara tekjulind.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 12:28
af GuðjónR
Það þarf ekki tekjuskatt, ef fólk fengi tekjurnar óskiptar þá myndi það eyða meiru og ríkið fengi alltaf sitt á endanum, þá í formi vsk, tolla eða vörugjalda. Það sem þarf er fólk sem kann að fara með peninga í stjórn, það skiptir ekki öllu máli hvað þú hefur heldur skiptir öllu máli hvernig þú ferð með það sem þú hefur.
Ríkið hefur sýnt og sannað að það kann ekki að fara með peninga. Ríkið hendir árlega hátt í 100 milljörðum á ári í vexti af einhverju sýndarláni. Það jafngildir öllum tekjuskatti íslendinga í heilt ár, hvert einasta ár!
Nokkrum klukkustundum fyrir hrun hendir seðlabankastjóri 85 milljörðum i gjaldþrota banka. Það jafngildir öllum tekjuskatti íslendinga í heilt ár...
Og frá hruni er búið að moka tugmilljörðum í gjaldþrota stofnanir eins og sparisjóði og íbúðalánasjóð. Það jafngildir öllum tekjuskatti íslendinga í heilt ár...eða meira!
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 12:56
af depill
111 Skattar á tekjur og hagnað 2013 Hið opinbera 307 milljarðar Ríkissjóður 165,1 milljarðar Sveitarfélög 141,9 milljarðar
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 13:00
af urban
rapport skrifaði:
urban skrifaði:
rapport skrifaði:Ég mundi vilja sjá skattþrep þar sem einhver með absurd tekjur þarf að greiða yfir 100% skatt og ég vil sjá sektir þar sem sektir eru ákvarðaðar út frá verðmæti eigna viðkomandi.
Og ef að ég á ekki neitt, en er mjög tekjuhár, á ég þá bara að vera í stórri skattaskuld eftir að hafa verið mjög tekjuhár ?
Eiga ekkert eftir af laununum og skulda peninga.
Hvernig í ósköpunum á þetta að eiga sér stað ? hvað í ósköpunum getur réttlætt svona hrottalega eingarupptöku við það að vera að reyna að vinna.
Yfir 100% skattur á tekjur yrði við eitthvað ógnar hátt sbr. 50 milljónir á mánuði.
Ef þú stillir þig af þannig að þú sért með 50 milljónir á mánuði marga mánuði í röð, þá ertu það vitlaus að þú átt skilið að lewnda í mínus.
Þetta fyrirkomulag kæmi í veg fyrir að fólk gæti orðið milljarðamæringar í lausafé á einni nóttu, eins og hefur gerst t.d. með decode í fyrra.
Það minnkar rót á hlutabréfamarkaði og tryggir að stórar fjárhæðir séu ekki notaðar til að keyra hlutabréfaverð í einstaka fyrirtækjum upp eða niður, þetta mundi því skapa stöðugleika á verðbréfamarkaði.
Semsagt...
ég gat hafa verið rosalega gáfaður fyrir ca 20 árum þegar að maður var að fermast og að byrja að vinna, og keypt mér hlutabréf þá (t.d. í apple eða fyrritækæjum sem að hafa hækkað mikið)
sel það núna, á ekkert annað, sel núna í dag fyrir 800 milljónir (bara svona til að nefna einhverja tölu) á ekkert, þar sem að ég jú seldi hlutabréfin mín sem að ég er búin að vera að safna mér og fæ MINNA EN EKKERT !!!
semsagt, þú (ásamt öllum öðrum) eigið að græða á því að ég hafi ákveðið að setja MÍNA peninga í áhættustarfssemi og ég fæ ekki einu sinni eðlilegan arð af peningunum mínum.
Nei, ég fæ að skulda peninga.
Stórkostleg hugmynd hjá þér, þetta myndi alveg áræðanlega hjálpa til við það að breyta hlutunum. peningarnir nefnilega færu alls ekki í erlend hlutafélög eða álíka.
Ekki gleyma einu. Fólk á háum tekjum eyðir mikið af peningum.
það eyðir mikið af peningum og þar að leiðandi kaupir það mikið af drasli, það heldur þar á meðal þjóðfélaginu gangandi með því að eyða peningunum sínum.
þú hefur yfirleitt fínustu hluti fram að færa, en kallinn minn, þú hlýtur að geta áttað þig á því að þetta er einfaldlega hrikalega vitlaus hugmynd.
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 16:34
af rapport
urban skrifaði:Nei, ég fæ að skulda peninga.
Já, ef þú ætlaðir hreinlega að fjarlægja þessi verðmæti af verðbréfamarkaðnum á einni nóttu.
Þú gætir selt bréfin og endurfjárfest og tekið 5-10 milljónir á mánuði sem tekjur án þess að komast nálægt hæsta skattþrepi.
Það var m.a. það sem ég var að benda á, það á ekki að vera hægt að sjokkera markaðinn með þessum hætti að kaupa og selja þannig að peningarnir hreinlega hverfi af verðbréfamarkaðinum.
Það verður að vera meiri skuldbinding að vera að fjárfesta fyrir tugi, hundruði eða þúsundir milljóna...
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 16:34
af rapport
urban skrifaði:Nei, ég fæ að skulda peninga.
Já, ef þú ætlaðir hreinlega að fjarlægja þessi verðmæti af verðbréfamarkaðnum á einni nóttu.
Þú gætir selt bréfin og endurfjárfest og tekið 5-10 milljónir á mánuði sem tekjur án þess að komast nálægt hæsta skattþrepi.
Það var m.a. það sem ég var að benda á, það á ekki að vera hægt að sjokkera markaðinn með þessum hætti að kaupa og selja þannig að peningarnir hreinlega hverfi af verðbréfamarkaðinum.
Það verður að vera meiri skuldbinding að vera að fjárfesta fyrir tugi, hundruði eða þúsundir milljóna...
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 16:40
af Klemmi
rapport skrifaði:Það var m.a. það sem ég var að benda á, það á ekki að vera hægt að sjokkera markaðinn með þessum hætti að kaupa og selja þannig að peningarnir hreinlega hverfi af verðbréfamarkaðinum.
Er ég eitthvað að misskilja? Ég sel bréfin mín og fæ í staðin pening frá öðrum einstakling/fyrirtæki sem þá eignast bréfin. Hvaðan eru peningar að hverfa af verðbréfamarkaðnum?
Re: Flatur skattur með persónuafslætti Vs þrepaskipt skattke
Sent: Mið 06. Ágú 2014 16:58
af hakkarin
Daz skrifaði:
hakkarin skrifaði:Mér persónulega myndi finnast það best ef að skattleysismörk væru svona 400þús, og að svo væri bara eitt skattþrep í 40% og hár persónuafsláttur.
Þekkirðu muninn á skattleysismörkum og persónuafslætti?
Þú borgar engan tekjuskatt ef þú ert undir skattleysismörkum. Persónuafslátturinn er afsláttur af þeim skatti sem þú borgar.
Ég var að meina það að það ætti enginn nema þeir efnameiri að borga tekjuskatt heldur frekar að þá ætti að nota söluskatta til þess að skattleggja venjulega fólkið og svo væri tekjuskattur eitthvað sem að bara þeir efnameiri fá að borga.