Síða 1 af 1

kosnaður við að gera við þvottavél

Sent: Mán 28. Júl 2014 14:34
af littli-Jake
Lenti í því um daginn að þvottavélin mín byrjaði að leka. Þéttihringurinn við hurðina er rifinn. Hvað mundi viðgerð á þessu kosta?

Re: kosnaður við að gera við þvottavél

Sent: Mán 28. Júl 2014 14:46
af kubbur
svona þéttikantur er ekkert svo dýr, ég fékk notaðan á 2 þús, það var hinsvegar ekkert svakalega auðvelt að koma honum á sjálfur, en það tókst

Re: kosnaður við að gera við þvottavél

Sent: Mán 28. Júl 2014 14:51
af rapport
Mamma lenti að borga tugi þúsunda fyrir svona...

Reyndar var hún þá hooked á að nota þvottavél sem hún keypti 1984, þetta var líklega um 2000.

Re: kosnaður við að gera við þvottavél

Sent: Mán 28. Júl 2014 18:52
af olafurfo
Erum með nýlega vél og þurftum að skipta um hringinn í hurðinni, það kostaði ekkert mikið miðað við nýja vél.

Myndi skjóta á 15 - 25 þúsund undir eðlilegum kringumstæðum :)