Síða 1 af 1

Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Sun 27. Júl 2014 17:32
af g0tlife
Langar svona aðeins að skoða hvað vaktmenn hafa verið að henda á grillið hjá sér í sumar. Ég sjálfur hef verið mikið með hrefnusteik (er rosalega veikur fyrir henni.)

Gaman að heyra grillsögur :)

Re: Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Sun 27. Júl 2014 18:27
af worghal
Fór í grill til vina um daginn og við grilluðum púrtvínslegin lamba fille. Fáránlega gott!

Re: Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Sun 27. Júl 2014 18:47
af GuðjónR
Ég grilla nánast í hverri viku allt árið um kring, er með lítið kolagrill og eflaust búinn að kaupa 200kg af kolum á það.
Langbest finnst mér lambakjöt á grillið, grilla reyndar hamborgara af og til en hef aldrei prófað hrefnu.

Re: Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Sun 27. Júl 2014 23:12
af fedora1
Grísahnakki kryddaður heima og heimalagaðir hamborgarar eru oftast á grillinu hjá mér.

Re: Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Sun 27. Júl 2014 23:33
af dabb
GuðjónR skrifaði:Ég grilla nánast í hverri viku allt árið um kring, er með lítið kolagrill og eflaust búinn að kaupa 200kg af kolum á það.
Langbest finnst mér lambakjöt á grillið, grilla reyndar hamborgara af og til en hef aldrei prófað hrefnu.


Ég mæli með að þú prufir hrefnu, líkt nautakjöti, bara smá gamey.

Re: Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Sun 27. Júl 2014 23:46
af wicket
Júgur, börnin eru brjáluð í þau.

Re: Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Mán 28. Júl 2014 11:02
af Squinchy
Hendi regglulega í grillaða pizzu á föstudögum, einnig naut, lamb og heimagerðir borgarar

Re: Hvað hafið þið verið að grilla í sumar ?

Sent: Mán 28. Júl 2014 18:16
af capteinninn
Grillaði núna um helgina á föstudag tripp frá Kjötbúðinni og það var frábært.

Grillaði svo á laugardag 160gr Sælkeraborgara líka frá Kjötbúðinni og þeir eru alger snilld, þeir eru með piparost, beikonkurl og bbq inni í þeim en ég setti líka kryddaðan Havarti ofan á þetta til að fá meiri ost en það var eiginlega overkill, held ég sleppi því næst eða reyni að skera bara mjög litlar sneiðar ofan á hann.