Síða 1 af 1

Laun Dyravarða

Sent: Þri 22. Júl 2014 18:12
af Hjorleifsson
Sælir/ar

Ég hef starfað sem Dyravörður síðan í Júní 2013 og ég var bara svona pæla hvað þið sem hafið starfað (Hvar og hvenar?) eða starfið sem dyraverðir væruð með ca á tíman?
Er í smá veseni með yfirmanninn, ætla gefa honum loka tilboð í sambandi vip launin eða ég hætti...

Re: Laun Dyravarða

Sent: Þri 22. Júl 2014 20:39
af jonsig
Ég held að ég viti ekki um neinn dyravörð sem vinnur hvítt , veit um einn sem talaði um skíta 1200kr á tíman .

Re: Laun Dyravarða

Sent: Þri 22. Júl 2014 21:42
af Nothing
1800-2500kr er mjög eðlilegt (svart)

Re: Laun Dyravarða

Sent: Þri 22. Júl 2014 21:47
af Viktor
Minni á þetta... skil reyndar ekki afhverju það er bara talað um þrif, þetta á við um öll störf líklega.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... _lag_laun/

Ef þú greiðir mann­eskju 2.500 krón­ur á tím­ann fyr­ir að þrífa heima hjá þér ert þú senni­lega að greiða und­ir lág­marks­laun­um í land­inu. Ef þú tek­ur 2.500 krón­ur á tím­ann fyr­ir að þrífa heima hjá fólki ert þú ekki að fá greitt sann­gjarnt fyr­ir þína vinnu.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Þri 22. Júl 2014 21:48
af Haffi
1800-2500 kr. svart fyrir kvöld/næturvinnu? Úff ](*,)

Re: Laun Dyravarða

Sent: Þri 22. Júl 2014 21:56
af Plushy
Haffi skrifaði:1800-2500 kr. svart fyrir kvöld/næturvinnu? Úff ](*,)


Hættulega í þokkabót auk þess sem að þú ert ekki með neina tryggingu ef eitthvað gerist.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Þri 22. Júl 2014 22:04
af Bjosep
Sallarólegur skrifaði:Minni á þetta... skil reyndar ekki afhverju það er bara talað um þrif, þetta á við um öll störf líklega.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... _lag_laun/

Ef þú greiðir mann­eskju 2.500 krón­ur á tím­ann fyr­ir að þrífa heima hjá þér ert þú senni­lega að greiða und­ir lág­marks­laun­um í land­inu. Ef þú tek­ur 2.500 krón­ur á tím­ann fyr­ir að þrífa heima hjá fólki ert þú ekki að fá greitt sann­gjarnt fyr­ir þína vinnu.



Ég held að þetta miðist við að þú sért eigin atvinnurekandi og berir gjöld í samræmi við það sbr. útseld vinna og tímakaup er ekki sami hluturinn og ef útseld vinna per klst er 2500 er launamaðurinn að fá undir lágmarkslaunum.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Mið 23. Júl 2014 11:11
af Benzmann
Þetta er svona frá 1800-2500kr eins og fyrri ræðumaður sagði.

ég vann við þetta í nokkur ár meðan ég var í skóla.
ágætis aukavinna ef þú ert í skóla.

en núna þegar maður er í fullri dagvinnu, þá vill maður vera með helgarnar off.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Mið 23. Júl 2014 18:28
af jonsig
Plushy skrifaði:
Haffi skrifaði:1800-2500 kr. svart fyrir kvöld/næturvinnu? Úff ](*,)


Hættulega í þokkabót auk þess sem að þú ert ekki með neina tryggingu ef eitthvað gerist.


Nei það er lítið mál fyrir þá að spila á kerfið . Þeir skrá sig einfaldlega í 10% vinnuhlutfall og ef eitthvað gerist Þá er það akkúrat vaktin sem þeir vinna á . Virkilega slakt skatteftirlit hérna á klakanum , aðferðir skattsvikara eru eflaust töluvert þróaðari en þær sem skatturinn getur beitt.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Mið 23. Júl 2014 18:54
af Plushy
jonsig skrifaði:
Plushy skrifaði:
Haffi skrifaði:1800-2500 kr. svart fyrir kvöld/næturvinnu? Úff ](*,)


Hættulega í þokkabót auk þess sem að þú ert ekki með neina tryggingu ef eitthvað gerist.


Nei það er lítið mál fyrir þá að spila á kerfið . Þeir skrá sig einfaldlega í 10% vinnuhlutfall og ef eitthvað gerist Þá er það akkúrat vaktin sem þeir vinna á . Virkilega slakt skatteftirlit hérna á klakanum , aðferðir skattsvikara eru eflaust töluvert þróaðari en þær sem skatturinn getur beitt.


Ég er meira að tala um að ef þú ert kýldur í andlitið og það brotna tennur og þú þarft að láta smíða í þig nýjar þá er vinnustaðurinn ekki að fara greiða neitt af því ef þú varst að vinna hjá þeim svart, ekki "vinnuslys". Ekki heldur lækniskostnað við að fá glas í andlitið sem er víst orðið svo vinsælt. Það er aldrei að vita hvað fullt fólk tekur sér fyrir hendur...

Re: Laun Dyravarða

Sent: Mið 23. Júl 2014 20:09
af jonsig
Þú ert ekki að fatta ... þeir skrá sig í 10% starf..... og stunda svo 90% svarta vinnu . Ef á þá er ráðist þá eru þeir að vinna "hvítt" og eru því tryggðir ...

Re: Laun Dyravarða

Sent: Fim 24. Júl 2014 20:34
af Hjorleifsson
sýnist ég þá vera bara í normal launa flokki ^^ yfirleit með 2000 kr a timan, undirmannaðir eða mikið að gera 2500 kr og ef það eru stórir viðburðir t.d Þjóðhátið eða einhvað svoleiðis 3500-5000+ kr á tíman og ef ég er beðin um að vinna með litlum fyrirvara undir 24 tímum tek ég minnst 3000 kr.... mest fékk ég þó fyrir að vinna í 3 klst á ármamótaballi eða um 25þús fyrir kvöldið.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Fim 24. Júl 2014 23:30
af Framed
Hér er sorgleg staðreynd um laun dyravarða og annarra starfsmanna skemmtistaða. Ég byrjaði að vinna sem dyravörður fyrir næstum tuttugu árum síðan með um 1500 kr. á tímann uppgefið. Ef launaþróun hjá dyravörðum hefði fylgt launavísitölu síðan ég byrjaði ættu launin að vera ríflega 5000 kr. á tímann (uppgefið) í dag. Sem væri hægt að yfirfæra sem 3-4 þús. kr. svart.
Þess í stað eru þessar tölur, 1500-2500 kr. svart mjög nærri lagi.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Fös 25. Júl 2014 07:25
af peer2peer
Ég hef sjálfur verið að vinna sem dyravörður, á öðrum staðnum er ég með 1910kr uppgefið og hinum 1700kr svart. Það er allur gangur á þessu. Ég er síðan að fara að vinna um versló og ætlast til þess að fá ekki undir 2500kr svart.

Re: Laun Dyravarða

Sent: Fös 25. Júl 2014 09:55
af halldorjonz
Framed skrifaði:Hér er sorgleg staðreynd um laun dyravarða og annarra starfsmanna skemmtistaða. Ég byrjaði að vinna sem dyravörður fyrir næstum tuttugu árum síðan með um 1500 kr. á tímann uppgefið. Ef launaþróun hjá dyravörðum hefði fylgt launavísitölu síðan ég byrjaði ættu launin að vera ríflega 5000 kr. á tímann (uppgefið) í dag. Sem væri hægt að yfirfæra sem 3-4 þús. kr. svart.
Þess í stað eru þessar tölur, 1500-2500 kr. svart mjög nærri lagi.


þetta á við mjög margar starfsgreinar