Síða 1 af 1
Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 04:35
af Krissinn
Hvaða réttindi þarf maður til að aka þessum amerísku bílum og akstur með td hjólhýsi í eftirdragi ef maður er einungis með B réttindi?
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 06:41
af urban
http://www.bilprof.is/meiraprof/þú þarft það sem að þarna heitir
Lítill vörubíll - (C1)
og mjög líklega það sem að þarna heitir
Eftirvagn - (CE/C1E/BE)
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 06:44
af Bjosep
Hjólhýsi í eftirdragi er líklegast BE (kerra sem er þyngri en 750 kg)
Amerískir er B til C líklegast ef þeir eru þyngri en 3500 kg, eins ef heildarþyngd bíls plús kerru er þyngri en 3500 kg en þá held ég að BE dugi frekar en C.
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 13:35
af jonsig
Ég þekki gæja sem var einmitt að keyra þungan amerískan bíl sem var á mörkunum , svo var bíllin hlaðin með einhverjum þungum varningi og svo varð eitthvað slys , og þá fékk hann sekt fyrir að keyra próflaus .
Sjálfsagt ódýrara að fá sektina en að fara í meiraprófið
kostaði 125 þúsund þegar ég tók það , hver veit hvað það kostar í dag .
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 15:36
af braudrist
C1 - lítill vörubíll (allt að 7500kg) kostaði eitthvað um 130.000 þegar ég fór í það. Allur pakkinn kostar eitthvað um 500.000 kall (rúta, leigubíll, trailer + eftirvagn)
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 18:06
af Krissinn
Ég skil
, Ég myndi allavega Vörubifreið C1 til að byrja með.... inná aka.is segir að þetta kosti um: 166.000 kr. Greiða ekki stéttarfélögin námið niður að einhverju leyti eða að fullu? full niðurgreiðsla miðast kannski við ef maður þarf á þessum réttindum að halda í atvinnuskyni?
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 18:10
af urban
jonsig skrifaði:Ég þekki gæja sem var einmitt að keyra þungan amerískan bíl sem var á mörkunum , svo var bíllin hlaðin með einhverjum þungum varningi og svo varð eitthvað slys , og þá fékk hann sekt fyrir að keyra próflaus .
Sjálfsagt ódýrara að fá sektina en að fara í meiraprófið :) kostaði 125 þúsund þegar ég tók það , hver veit hvað það kostar í dag .
ef að próflaus maður veldur umferðarslysi (ekki umferðaróhappi) þá getur hann átt hættu á claimi frá tryggingarfélagi
það er ekki ódýrt.
En jújú, sjálfsagt yrði sektin miklu ódýrari en það að taka meiraprófið, bara spurning hvort að menn vilji almennt taka séns á því að keyra próflausir
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 18:14
af zedro
jonsig skrifaði:Ég þekki gæja sem var einmitt að keyra þungan amerískan bíl sem var á mörkunum , svo var bíllin hlaðin með einhverjum þungum varningi og svo varð eitthvað slys , og þá fékk hann sekt fyrir að keyra próflaus .
Sjálfsagt ódýrara að fá sektina en að fara í meiraprófið
kostaði 125 þúsund þegar ég tók það , hver veit hvað það kostar í dag .
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 20:39
af jonsig
það má ekki einu sinni jóka hérna þá koma tvær siðferðislöggur á mann asap , gjörsamlega ömurlegt .
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Lau 19. Júl 2014 21:25
af zedro
Þú fyrirgefur jonsig ég helt bara að þú væri svona djöfulli vitlaust enda ekkert sem gaf til kynna að þetta væri grín hjá þér.
Ekkert með siðferði að gera ég er bara svo heilaþveginn af því hvað það er mikið af rugludöllum á netinu að mér datt ekki til
hugar að þetta ætti að vera grín. Enda ættirðu með 1000+ innlegg að vita að kaldhæðni er oftast misskilin á netinu.
- Broskall svo að fólk haldi ég sé ekki jafn fýldur og innleggið að ofan gefur í skyn
Re: Aukin ökuréttindi
Sent: Sun 20. Júl 2014 00:41
af Krissinn
Zedro skrifaði:Þú fyrirgefur jonsig ég helt bara að þú væri svona djöfulli vitlaust enda ekkert sem gaf til kynna að þetta væri grín hjá þér.
Ekkert með siðferði að gera ég er bara svo heilaþveginn af því hvað það er mikið af rugludöllum á netinu að mér datt ekki til
hugar að þetta ætti að vera grín. Enda ættirðu með 1000+ innlegg að vita að kaldhæðni er oftast misskilin á netinu.
- Broskall svo að fólk haldi ég sé ekki jafn fýldur og innleggið að ofan gefur í skyn
haha