Síða 1 af 2

Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 21:18
af GuðjónR
Vitiði um góðan veitingastað í miðbænum?
Ekki dýr eins og Holtið eða Argentina, heldur ekki hamborgarastaður eins og Ruby Tuesday. Svona milliklassa :)
Myndi vilja "hljóðlátan" stað, ætlaði á Tapasbarinn í fyrra en hrökklaðist út vegna hávaða, verri stemning þar en á HardRock.
edit: ekkert nauðsynlegt að hann sé algjörlega í miðbænum.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 21:20
af worghal
tapashúsið niðri við ægisgarð?

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 21:22
af Tiger
Le Bistro ef þú vilt alvöru franskan mat og stemningu. EIn af fáum ástæðum sem draga mig í miðbæinn orðið.

https://www.facebook.com/lebistro101

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 21:22
af GuðjónR
worghal skrifaði:tapashúsið niðri við ægisgarð?

Nei, Tapas barinn Vesturgötu 3b

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 21:24
af worghal
GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:tapashúsið niðri við ægisgarð?

Nei, Tapas barinn Vesturgötu 3b

veit alveg hvar tapas barinn er, en það er líka til tapas húsið sem stendur við ægisgarð/suðurbugt niðri við gömlu höfnina :)

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 21:32
af hagur
Steikhúsið við Tryggvagötu (beint á móti Búllunni)?

Er búinn að vera á leiðinni þangað síðan þetta opnaði, hef heyrt góða hluti um steikurnar þar.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 21:45
af rapport
worghal er með góðan smekk.

Tapashúsið er betra en Tapasbarinn ef þú vilt eiga rólega kvöldstund.

Hávaðinn á Tapasbarnum er alltaf við það að vera óbærilegur.


Tapashúsið náði mér í hjartastað þegar ég fór með fjölskylduna út að borða á stórafmæli dóttur minnar þegar hún varð 10 ára, rétt eftir að Tapashúsið opnaði.

Finnst þeir hafa dalað smá síðan en eru samt bang for the buck.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 22:11
af rango
Hef góða reynslu af Caruso.

Ekki of dýrt, fer einstaka sinnum einn og fæ mér stella artois og humasúpu / lasagna 5-7 þúsund fyrir mig.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 22:17
af GuðjónR
Woww... er virkilega ekki hægt að fá rétt á þessum stöðum undir 7000?
Kostar þá 20k fyrir tvö? Hefur þetta alltaf verið svona eða bara síðan allt fylltist af ferðamönnum?
http://steik.is/vefur/?page_id=81
http://www.tapashusid.is/menu.php?menu=menu

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 22:20
af valdij
Kol á Skólavörðustíg. Hamborgarinn þar t.d. í hádeginu er á 2.190 ef ég man rétt og albesti hamborgari sem ég hef fengið hér á landi... Mjög flottur staður líka og hljóðlátur.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 22:39
af brain
Roadhouse er í uppáhaldi hjá mér.
Vel hægt að fá róleg sæti.

Geðveikt góður matur.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 22:48
af littli-Jake
Það er staður sem heitir Mar. Grunar að þeir séu aðalega í fisk. Fékk rauðsprettu þar fyrir 2 vikum og það var mjög fínt. Hann er rétt hjá tapashúsinu, nær Hörpu

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 22:51
af capteinninn
Ég mæli alltaf með Tapashúsinu, það er reyndar stundum smá kliður en það er oftast vel innan marka.

Þeir eru nú ekkert svo dýrir, ég tek yfirleitt alltaf 3 rétti reyndar og það er algert overkill og ég borða mjög mikið.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 23:25
af Labtec
Nora Magasin, Pósthusstræti

https://www.facebook.com/NoraMagasin

rólegur staður á virkun dögum til að spjalla, fá sér að éta og drekka smá bjór (eru lika með smárétti sem fer vel með þvi)
mæli með bjórborgara lika, hægeldaður lambaframpartur í bjórnum

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Mið 16. Júl 2014 23:27
af andripepe
Caruso

Ítalía

Asía

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 00:07
af rapport
Roadhouse - :no = Ruby Tuesday knockoff... + Þjónustan var spes, varla eins og þernan þyrði að tala við okkur og hafði ekkert vit á mtnum sem hún var að reyna að selja.

7000x2 + vín/bjór = 20þ. sem er bara ágætlega sloppið.

Ef þú átt vin/félaga í ferðaþjónustu eða veitingageiranum þá borgar sig örugglega að spurja um tips og hverju hann getur reddað.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 00:31
af gardar

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 00:34
af Hvati
Buddha Café.
http://buddha.is/
Hef smakkað allskonar rétti þarna og hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum, finnst sushi-ið mjög gott þarna.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 01:57
af worghal

ég var búinn að heyra að almennileg máltíð með víni eða öl á þessum stað kostið 15þús á mann...

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 12:33
af jonno
Hereford steikhús við laugarveginn. 5900-6900 3rètta . Fer þarna oft. Mjög sattur

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 12:37
af urban
worghal skrifaði:

ég var búinn að heyra að almennileg máltíð með víni eða öl á þessum stað kostið 15þús á mann...


Það á aldrei að bera saman verð á veitingastöðum með víni.

hjá einum getur með víni þýtt 1 glas
hjá næsta manni getur það þýtt 1 flaska og 2 bjóra

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 12:53
af fedora1
Hef farið á Kopar, það er mjög nice staður og góður matur. Friðrik V ef þú vilt hafa það extra nice.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 14:07
af blitz
Hereford er mjög fínn og kostar ekki svo mikið.

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 15:19
af GuðjónR
Takk fyrir allar ábendingarnar!
Þetta er svo mikið að núna er ég kominn með nettan valkvíða :)

Hvernig er það annars, ef farið er í bæinn á virkum dögum, t.d. á fimmtudagskvöldum, er sama eða svipuð stemning og á föstudögum?
Eða er ekkert að gerast? Kannski bara útlendingar á röltinu? Hvenær loka barir á virkum dögum? 01 eða 03 ?

Re: Góður veitingastaður í miðbænum?

Sent: Fim 17. Júl 2014 15:57
af Viktor
Hlölli og Nonni?