Það er víst kviknað í Skeifunni

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Það er víst kviknað í Skeifunni

Pósturaf JohnnyRingo » Sun 06. Júl 2014 23:31

http://www.visir.is/haettuastand-i-skeifunni-margmenni-a-svaedinu/article/2014140709265

Bara svona ef fólk vissi ekki af

Einhver frétt sagði að það kveiknaði í þvottahúsinu Fönn en það er ekki alveg staðfest.
Síðast breytt af JohnnyRingo á Mán 07. Júl 2014 10:48, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf HalistaX » Mán 07. Júl 2014 00:06

Já skyldist á fréttunum í sjónvarpinu áðan að það hafi kviknað í Fönn.

Þetta er svakalegt, vona bara að það verði engin slys á fólki.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf rickyhien » Mán 07. Júl 2014 01:24

það var svakalegt að sjá þetta upclose...það var fullt af fólki sem kom til að horfa á...Griffill/BT og Víðir eru líka brenndar




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf AntiTrust » Mán 07. Júl 2014 01:25

Var BT ennþá þarna til húsa?



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf Plushy » Mán 07. Júl 2014 01:28

AntiTrust skrifaði:Var BT ennþá þarna til húsa?


Nei BT/Ormsson fluttu sína deild upp í Lágmúla með öllu hinu.

Síðan komst eldurinn ekki í Víði þannig það slapp fyrir horn.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf worghal » Mán 07. Júl 2014 02:41

rickyhien skrifaði:það var svakalegt að sjá þetta upclose...það var fullt af fólki sem kom til að horfa á...Griffill/BT og Víðir eru líka brenndar

ég skil ekki af hverju fólk þurfti endilega að gera sér ferð þangað bara til að horfa á...
finnst það frekar hallærislegt.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf HalistaX » Mán 07. Júl 2014 02:48

worghal skrifaði:
rickyhien skrifaði:það var svakalegt að sjá þetta upclose...það var fullt af fólki sem kom til að horfa á...Griffill/BT og Víðir eru líka brenndar

ég skil ekki af hverju fólk þurfti endilega að gera sér ferð þangað bara til að horfa á...
finnst það frekar hallærislegt.

Já það finnst mér ekki kúl, svo er það bara fyrir..
http://www.dv.is/frettir/2014/7/6/folk- ... kkvilidid/


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1331
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 99
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf Stuffz » Mán 07. Júl 2014 04:26

Slatti af vídeóefni frá þessu fyrir Couch Potatoe's









Og eitthvað 30 fleiri vídeó hérna: https://www.youtube.com/channel/UCaNoTY ... LCw/videos
...


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 07. Júl 2014 08:11

worghal skrifaði:
rickyhien skrifaði:það var svakalegt að sjá þetta upclose...það var fullt af fólki sem kom til að horfa á...Griffill/BT og Víðir eru líka brenndar

ég skil ekki af hverju fólk þurfti endilega að gera sér ferð þangað bara til að horfa á...
finnst það frekar hallærislegt.


Ég átti leið þarna hjá og fannst áhugavert að kíkja. Lagði hinu megin við Miklubraut og hélt mig í góðri fjarlægð. Staldraði þó ekki lengi við og passaði mig að vera ekki fyrir.

Það var alveg fólk sem keyrði inn í Skeifuna og fólk stóð/labbaði einnig á götunum.

En ég sá a.m.k þrjár svona fjarstýrðar þyrlur. Er ekki komið eitthvað kúl footage af því á netið?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kviknað í Skeifunni

Pósturaf urban » Mán 07. Júl 2014 10:15



Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf appel » Mán 07. Júl 2014 11:29

(Bubbi style) ALVEG ROSAAAAAALEGUR BRUNI!!!

En já hm,... þetta eru virkilega hamfarir fyrir marga einstaklinga, og svo tryggingafyrirtækin sem þurfa að punga út miklum peningum.

Eitt jákvætt sem ætti að koma út úr þessu er að þetta svæði verður endurbyggt, sem þýðir fallegra svæði því það gat varla orðið ljótara þarna.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf Viktor » Mán 07. Júl 2014 17:07

HalistaX skrifaði:
worghal skrifaði:
rickyhien skrifaði:það var svakalegt að sjá þetta upclose...það var fullt af fólki sem kom til að horfa á...Griffill/BT og Víðir eru líka brenndar

ég skil ekki af hverju fólk þurfti endilega að gera sér ferð þangað bara til að horfa á...
finnst það frekar hallærislegt.

Já það finnst mér ekki kúl, svo er það bara fyrir..
http://www.dv.is/frettir/2014/7/6/folk- ... kkvilidid/


Já, djöfull finnst mér heimskulegt að fara að þessu, þegar menn eru að reyna að vinna sína vinu.

Ekkert að því að stoppa og kíkja - en þá verður fólk að gjöra svo vel að halda sér í nokkura gatna fjarlægð.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf Revenant » Mán 07. Júl 2014 17:10

appel skrifaði:(Bubbi style) ALVEG ROSAAAAAALEGUR BRUNI!!!

En já hm,... þetta eru virkilega hamfarir fyrir marga einstaklinga, og svo tryggingafyrirtækin sem þurfa að punga út miklum peningum.

Eitt jákvætt sem ætti að koma út úr þessu er að þetta svæði verður endurbyggt, sem þýðir fallegra svæði því það gat varla orðið ljótara þarna.


Tryggingarfyrirtækin þurfa bara að punga út 200-250 milljónum. Restin fellur á endurtryggingarfyrirtækin.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf Viktor » Mán 07. Júl 2014 17:12

Nautheimska fólk

Mynd

Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf braudrist » Mán 07. Júl 2014 17:44

Sýnir bara hvað Ísland er ómerkilegt land og það gerist ekki neitt spennandi hérna þegar svona þöngulhausar þurfa að gera sér ferð bara til að horfa á eitthvern smá eld. Bara til að drífa sig að taka myndir og pósta sem first á facebook og instragram og allt það kjaftæði.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf appel » Mán 07. Júl 2014 18:11

Ég var á vappi þarna í gær :D

Reyndar af allt annarri ástæðu en að fara og skoða eldinn, heldur var ég í göngutúr og ætlaði hvort sem er að fara í Skeifuna. Þannig eldurinn kom upp bara eftir að ég var lagður af stað.

En fyndið að sjá allt þetta fólk. Ég hef oft farið í göngutúr um Skeifuna og aldrei ALDREI áður séð jafn mikið af fólki vappandi á stígunum þarna. Þetta var bara einsog á menningarnótt, þetta var bara einsog í útlöndum hvað það var mikið af fólki á göngustígunum, heilu fjölskyldurnar vappandi þarna saman. Mér fannst þetta svo spaugilegt að ég átti erfitt með að brosa ekki yfir vitleysunni. Svo rölti ég meðfram Miklubrautinni og sá þarna fullt af einhverjum gömlum kellum sem sátu í farþegasætinu í bílnum, kallinn þá farið og skoða brunann og skilið kelluna eftir. Þarna voru nágrannar komnir saman út á götur, spjallandi saman.

Merkilegt fannst mér ... allt þetta fólk situr inni á rassgatinu flestöll kvöldin. Hvað af borgin væri hönnuð þannig að þetta fólk myndi nenna því að fara út því það væri alltaf eitthvað áhugavert úti? Þá væri borgin miklu líflegri og skemmtilegri. En núna er þetta bara draugaborg með fáránlega lélegu skipulagi.


*-*

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf rickyhien » Mán 07. Júl 2014 18:15

appel skrifaði:Ég var á vappi þarna í gær :D

Reyndar af allt annarri ástæðu en að fara og skoða eldinn, heldur var ég í göngutúr og ætlaði hvort sem er að fara í Skeifuna. Þannig eldurinn kom upp bara eftir að ég var lagður af stað.

En fyndið að sjá allt þetta fólk. Ég hef oft farið í göngutúr um Skeifuna og aldrei ALDREI áður séð jafn mikið af fólki vappandi á stígunum þarna. Þetta var bara einsog á menningarnótt, þetta var bara einsog í útlöndum hvað það var mikið af fólki á göngustígunum, heilu fjölskyldurnar vappandi þarna saman. Mér fannst þetta svo spaugilegt að ég átti erfitt með að brosa ekki yfir vitleysunni. Svo rölti ég meðfram Miklubrautinni og sá þarna fullt af einhverjum gömlum kellum sem sátu í farþegasætinu í bílnum, kallinn þá farið og skoða brunann og skilið kelluna eftir. Þarna voru nágrannar komnir saman út á götur, spjallandi saman.

Merkilegt fannst mér ... allt þetta fólk situr inni á rassgatinu flestöll kvöldin. Hvað af borgin væri hönnuð þannig að þetta fólk myndi nenna því að fara út því það væri alltaf eitthvað áhugavert úti? Þá væri borgin miklu líflegri og skemmtilegri. En núna er þetta bara draugaborg með fáránlega lélegu skipulagi.

+1 sammála þessu:)



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf HalistaX » Mán 07. Júl 2014 18:16

Ég vil meina að Borgarpylsur standi fyrir þessu. Þeir hafi kveikt eldinn til þess að selja pylsur. Makes sense...


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf Tesy » Mán 07. Júl 2014 20:15

HalistaX skrifaði:Ég vil meina að Borgarpylsur standi fyrir þessu. Þeir hafi kveikt eldinn til þess að selja pylsur. Makes sense...


Gúdsjit markaðssetning!



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1331
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 99
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf Stuffz » Mán 07. Júl 2014 23:36

braudrist skrifaði:Sýnir bara hvað Ísland er ómerkilegt land og það gerist ekki neitt spennandi hérna þegar svona þöngulhausar þurfa að gera sér ferð bara til að horfa á eitthvern smá eld. Bara til að drífa sig að taka myndir og pósta sem first á facebook og instragram og allt það kjaftæði.


Stærsti bruni í 10ár voru þeir að segja, kannski þetta sé daglegt brauð erlendis en þá myndi ég nú frekar kjósa vera hérna.

btw sá þetta á reddit http://vimeo.com/63490371 kannski meira spennandi þótt ekki eins stórt í sniðum.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kveiknað í Skeifunni

Pósturaf worghal » Þri 08. Júl 2014 02:05

Stuffz skrifaði:
braudrist skrifaði:Sýnir bara hvað Ísland er ómerkilegt land og það gerist ekki neitt spennandi hérna þegar svona þöngulhausar þurfa að gera sér ferð bara til að horfa á eitthvern smá eld. Bara til að drífa sig að taka myndir og pósta sem first á facebook og instragram og allt það kjaftæði.


Stærsti bruni í 10ár voru þeir að segja, kannski þetta sé daglegt brauð erlendis en þá myndi ég nú frekar kjósa vera hérna.

btw sá þetta á reddit http://vimeo.com/63490371 kannski meira spennandi þótt ekki eins stórt í sniðum.

skiptir engu hvort þetta sé stærsti bruninn eða ekki.
fólk á ekkert erindi þarna.

þetta er ekki fjölskylduskemmtun.
ef fólk vill sjá eitthvað brenna, þá mæli ég með áramótabrennum, mikklu öruggara og "fallegri" brenna.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kviknað í Skeifunni

Pósturaf Frantic » Þri 08. Júl 2014 11:32

Eins og lögreglan sagði þá var fólk ekki fyrir.
Sé ekki ástæðu fyrir að kalla fólk heimskt fyrir að athuga hvað er að gerast þegar það sér risa mushroom cloud fyrir ofan Skeifuna.
Væri ekki frekar óeðlilegt ef öllum væri skítsama og héldi bara áfram að gera það sem það var að gera?
Það var enginn fyrir og það hefði hópast saman fólk í hvaða landi sem er.
Ekki vera fífl.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kviknað í Skeifunni

Pósturaf Plushy » Þri 08. Júl 2014 11:47

Frantic skrifaði:Eins og lögreglan sagði þá var fólk ekki fyrir.
Sé ekki ástæðu fyrir að kalla fólk heimskt fyrir að athuga hvað er að gerast þegar það sér risa mushroom cloud fyrir ofan Skeifuna.
Væri ekki frekar óeðlilegt ef öllum væri skítsama og héldi bara áfram að gera það sem það var að gera?
Það var enginn fyrir og það hefði hópast saman fólk í hvaða landi sem er.
Ekki vera fífl.


Lögreglan tók samt fram að lögreglubandið sem þeir settu í kringum vettvanginn var ekki virt, fólk einfaldlega smeygðu sér yfir eða undir eða hélt því niðri á meðan það ýtti vespunni sinni á undan sér yfir bandið. Það er heimskulegt.

Also, rólex.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kviknað í Skeifunni

Pósturaf urban » Þri 08. Júl 2014 12:25

Frantic skrifaði:Sé ekki ástæðu fyrir að kalla fólk heimskt fyrir að athuga hvað er að gerast þegar það sér risa mushroom cloud fyrir ofan Skeifuna.


Jú reyndar er það akkurat heimska að ef að það sér risa mushroom cloud fyrir ofan skeifuna að fara í áttina að því.
gáfulegast væri nefnilega akkurat að halda sig fjarri svoleiðis löguðu.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Það er víst kviknað í Skeifunni

Pósturaf Frantic » Þri 08. Júl 2014 12:37

urban skrifaði:
Frantic skrifaði:Sé ekki ástæðu fyrir að kalla fólk heimskt fyrir að athuga hvað er að gerast þegar það sér risa mushroom cloud fyrir ofan Skeifuna.


Jú reyndar er það akkurat heimska að ef að það sér risa mushroom cloud fyrir ofan skeifuna að fara í áttina að því.
gáfulegast væri nefnilega akkurat að halda sig fjarri svoleiðis löguðu.

Af hverju?
Það var engin lykt, reykurinn fór beint upp í loftið, ekkert að gerast á fréttamiðlum og augljóslega engin hætta á ferðum.
Mér er skítsama hvað fólki finnst um það en ég fer til að athuga hvað er í gangi.
Fólk þarf ekki að vera heimskt til að vilja vita hvað er að gerast.
Myndir þú ekki tjekka á þessu ef þú sæir þetta útum gluggann þinn?
Mynd
Skil ekki alveg af hverju myndavaktin setur myndina á hlið en waddahell :D