Síða 1 af 1

Rafræn tímarit um tækni

Sent: Sun 22. Jún 2014 18:41
af pegasus
Það finnast eflaust fleirum en ég gaman af því að skoða síður eins og Engadget, Techradar, Cnet o.fl. og sjá fréttir og umfjallanir um nýjustu tækin og hvað sé að vænta á næstunni. Ég var hins vegar að spá hvort að það væru einhver tímaritit (t.d. á PDF formi, eða gegn um öpp) sem að fjalla um þessa hluti sem maður getur lesið á spjaldtölvunni í strætó. Getið þið mælt með einhverjum sérstökum tímaritum, helst fríum en líka tímaritum í áskrift? Ég er t.d. mikið að husga um að gerast áskrifandi að PC Magazine. Hefur einhver reynslu af því?

Svo les ég líka Full Circle Magazine öðru hvoru (ég fíla Ubuntu í tætlur). Mælið þið með fleiri tímaritum um Linux? Já eða eitthvað sem fjallar um Raspberry Pi og ARM-væðinguna? Það er svo miklu skemmtilegra að lesa tímarit um þetta heldur en að gúggla greinar og þurfa að vera nettengdur allan tímann ;)

Allar ábendingar og umræður velkomnar!

Re: Rafræn tímarit um tækni

Sent: Sun 22. Jún 2014 19:50
af trausti164
Linux Format er gott blað, það er til á bæði rafrænu og pappír.

Re: Rafræn tímarit um tækni

Sent: Mán 23. Jún 2014 23:57
af natti
pegasus skrifaði:[...]Ég var hins vegar að spá hvort að það væru einhver tímaritit (t.d. á PDF formi, eða gegn um öpp) sem að fjalla um þessa hluti sem maður getur lesið á spjaldtölvunni í strætó. [...] Já eða eitthvað sem fjallar um Raspberry Pi og ARM-væðinguna?


Depending á subjectum sem þú vilt lesa um... en það er til app sem heitir CRN TechNews sem er já... CRN fréttaveita...
Varðandi Raspberry, þá er til sér tímarit í kringum það, MagPi, getur bæði náð þér í PDF, og t.d. sett þetta upp í newsstand ef þú ert á iOS. (Og eflaust e-ð sambærilegt til fyrir Android).