Síða 1 af 2

Suicide Hotline

Sent: Mið 21. Maí 2014 23:57
af HalistaX
Er eitthvað 'Suicide hotline' hérna á klakanum? Einhver til þess að hringja í þegar geðlæknirinn er otherwise engaged?

Re: Suicide Hotline

Sent: Mið 21. Maí 2014 23:59
af Pandemic
Númerið er 1717 fyrir Vinalínuna og Hjálparsíman

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 00:08
af Viktor
Tæplega 100 manna hópur sjálfboðaliða starfar við símsvörun hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Allir hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja. Hjálparsíminn gegnir því hlutverki að veita virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda t.d. sökum þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana. Auk þess veitir Hjálparsíminn sálrænan stuðning og ráðgjöf til þeirra sem telja að brotið hafi verið á sér á internetinu. Hlutverk Hjálparsímans 1717 er því mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila og má segja að ekkert sé Hjálparsímanum óviðkomandi.

Árið 2013 bárust um 15 þúsund símtöl til Hjálparsímans. Flest símtöl flokkast undir sálræn mál, þ.e. fólk sem óskar fyrst og fremst eftir sálrænum stuðningi og þar af voru 268 símtöl vegna sjálfsvígshugsana. Fjölmörg mál voru flokkuð sem félagsleg, s.s. samskiptaörðugleikar, afbrot, ástarmál, atvinnuleysi, fjármál, forræðisdeilur, húsnæðismál, skilnaðir o.fl. Þá voru mörg mál vegna heilbrigðismála, ofbeldis, kynferðismála og mála sem tengdust áfengis- og fíkniefnaneyslu.

Þá gegnir Hjálparsími Rauða krossins 1717 hlutverki sem upplýsingasími þegar neyðarástand varir, s.s. í jarðskjálftum eða eldgosum þegar rýma þarf stór svæði. Þar eru m.a. veittar upplýsingar aðstandendum sem spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og vina. Númerið er gjaldfrjálst úr öllum símum og ekki kemur fram á símreikningi að hringt hafi verið í númerið. Einnig er hægt að hringja í 1717 án inneignar í gsm-símum.


http://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_hjalparsiminn

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 00:26
af HalistaX
Takk drengir, kostar eitthvað að hringja í þá?
Það væri slap in the face hahahaha.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 00:33
af Viktor
Það er frítt ef þú ert á Íslandi.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 02:05
af JohnnyRingo

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 08:46
af GuðjónR
HalistaX skrifaði:Er eitthvað 'Suicide hotline' hérna á klakanum? Einhver til þess að hringja í þegar geðlæknirinn er otherwise engaged?

Ekki gera neina vitleysu, líttu út um gliuggann, sólin skín, fuglarnir eru að undirbúa hreiðurgerð, klæddu þig upp og farðu í góðan göngutúr og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er stutt, áður en þú veist af ertu að horfa til baka og hugsa með þér, var ég virkilega að hugsa þetta einu sinni. :happy

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 08:55
af HalistaX
GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Er eitthvað 'Suicide hotline' hérna á klakanum? Einhver til þess að hringja í þegar geðlæknirinn er otherwise engaged?

Ekki gera neina vitleysu, líttu út um gliuggann, sólin skín, fuglarnir eru að undirbúa hreiðurgerð, klæddu þig upp og farðu í góðan göngutúr og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er stutt, áður en þú veist af ertu að horfa til baka og hugsa með þér, var ég virkilega að hugsa þetta einu sinni. :happy

Ég vildi að það væri svo einfalt.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 09:02
af GuðjónR
HalistaX skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Er eitthvað 'Suicide hotline' hérna á klakanum? Einhver til þess að hringja í þegar geðlæknirinn er otherwise engaged?

Ekki gera neina vitleysu, líttu út um gliuggann, sólin skín, fuglarnir eru að undirbúa hreiðurgerð, klæddu þig upp og farðu í góðan göngutúr og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er stutt, áður en þú veist af ertu að horfa til baka og hugsa með þér, var ég virkilega að hugsa þetta einu sinni. :happy

Ég vildi að það væri svo einfalt.


Gerðu eitt, hættu að hugsa um allt sem þú hefur verið að hugsa um, skelltu þér í skóna og farðu út í 5mín göngutúr, ekki meira bara 5 mín.
Komdu svo aftur og segðu mér hvernig þér líður ;)

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 09:07
af Benzmann
ég gerði þau mistök einu sinni að hringja í vinalínuna. ég var að reyna hringja í talhólfið mitt og hringdi s.s óvart í 1717, gæjinn ætlaði ekki að leyfa mér að skella á.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 10:32
af Plushy
Benzmann skrifaði:ég gerði þau mistök einu sinni að hringja í vinalínuna. ég var að reyna hringja í talhólfið mitt og hringdi s.s óvart í 1717, gæjinn ætlaði ekki að leyfa mér að skella á.


lol

núna langar mér að prófa

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 13:36
af Benzmann
ég er örugglega ekki sá fyrsti til að gera það óvart sko.

Talhólf hjá nova: 770-1717
Vinalínan : 1717

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 16:49
af Jón Ragnar
Þú getur talað við mig líka.

Gegnum skilaboð hér, skype, hangouts, whatever.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 18:06
af HalistaX
Eina ástæðan fyrir því að ég sé ekki búinn að drepa mig er að það myndi eyðileggja foreldra mína.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 22. Maí 2014 18:39
af Sidious
Mundu bara að þú ert ekki einn. Mér finnst það líka rosalega gott hjá þér að leita af hjálparhönd til dæmis þegar þú náðir ekki í geðlækninn í gær og bjóst til þennan þráð. Annars bara það eina sem ég get sagt er haltu áfram, talaðu við fólk um þetta, ekki byrrgja það inni, þetta verður að öllum líkindum betra einn daginn.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 00:21
af intenz
Farðu niður á bráðamóttöku geðdeildar og fáðu að tala við geðlækni þar. Þau bjóða líka upp á fasta tíma þangað til þú kemst á strik og þau útskrifa þig.

Ef neikvæðni er einn orsakavaldurinn get ég mælt með Hugrænni Atferlismeðferð (HAM).

En drífðu þig niður á bráðamóttöku geðdeildar strax.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 01:15
af ASUStek
Fyrir okkur gerðu það!,það veitir ekki af góðu fólki hérna á klakanum og ef þú þykir vænt um foreldra,ættingja, vin eða vini þá þykir þeir eflaust vænt um þig, lífið er svo mikið meira og miklu stærra að þú getur ekki komið því fyrir á einu blaði.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 01:34
af HalistaX
ASUStek skrifaði:Fyrir okkur gerðu það!,það veitir ekki af góðu fólki hérna á klakanum og ef þú þykir vænt um foreldra,ættingja, vin eða vini þá þykir þeir eflaust vænt um þig, lífið er svo mikið meira og miklu stærra að þú getur ekki komið því fyrir á einu blaði.

Öhm, ókei...

En neinei, held ég haldi það út þangað til á þriðjudag þegar ég fæ loksins ný lyf.
Stundum er lífið bara of mikið fyrir mann, ég er hræddur við fólk, held varla vinnu, er of feitur, þunglindur, paranoid, með geðklofa, besti vinur minn er hundurinn og listinn getur haldið áfram. Lyfin koma í veg fyrir að ég geti notað á mér typpið, er háður sígarettum og munntóbaki sem ég fæ ekkert útúr, þökk sé lyfjunum. Tölvuleikir eru orðnir leiðinlegir, tölvuleikirnir sem voru líf mitt fyrir nokkrum árum.

Hef þessa nánast óstjórnanlegu löngun til þess að skaða sjálfan mig. Það eina sem hefur stoppað mig við það er að vasahnífurinn minn er álíka bitlaus og smjörhnífur.

Eina sem gefur manni smá glætu í myrkrinu er þegar ég reyki gras. Ætli það sé ekki kominn tími á að fara útí fjárhús og fá sér svo í einn haus.

Þægilegt að tala um þetta svona á netinu. Sumt sem ég hef skrifað hérna hef ég aldrei sagt geðlækninum mínum.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 02:57
af Sidious
Eins og ég sagði áður, þá eru alltaf einhverjir þarna úti sem er sama (eða segir maður ekki sama) um þig, allavega einhverjir sem það skiptir máli að þú haldir áfram ef svo má segja. Jafnvel þótt að það segju bara einhverjir "ókunnugir" á netinu. Ég og fleirri hérna eins og sést á svörunum erum tilbúnir að hlusta á hvað þú hefur að segja. Nú veit maður ekkert hvaða hjálp þú hefur en eins og intenz nefndi þá hefur hugræn atferlismeðferð hjálpað mörgum. Hún er öflug leið til að finna sér leið burt frá neikvæðum hugsunum sem virðast taka öll völd stundum.

Er samt engin leið fyrir þig að fá lyfjaskammt fyrir þriðjudaginn, maður hefur heyrt að fólk geti fengið litla skammta til að brúa bilið þar til læknirinn manns útvegi mánaðarskammtinn. Og með tölvuleikina, þú segir að þú finnir enga ánægju í þeim lengur. Er eitthvað annað sem þér dettur í hug sem gæti vakið áhuga þinn?

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 03:01
af Viktor
Þetta er erfitt. Mundu bara að þú ert ekki einn, þó svo að þér geti liðið þannig. Þraukaðu.

https://www.google.is/search?q=depression+forum
About 60,600,000 results

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 08:09
af depill
Endilega leitaðu þér hjálpar, það er ekkert til að skammast sín fyrir. Gott byrjunarskref getur bara verið heimilislæknirinn þinn

Mér finnst Jim Jeffries lýsa þessu ekkert smá vel [youtube]https://www.youtube.com/watch?v=o5TlR0K7ASA#t=1320[/youtube] með þessar sjálfsmorðhugleiðingar. Þetta er gott video fyrir eiginlega alla :)

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 12:42
af svanur08
Ég sjalfur hugsaði allt svart einu sinni og reyndi að svipta mig lífi sem tókst ekki sem betur fer, skil ekki í dag hvernig ég gat hugsað svona þá, mér líður mjög vel í dag, vertu bara sterkur og fáðu þá hjálp sem þú þarft, því lífið er sko þess virði að lifa því :happy

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 14:27
af kizi86
ein spurning, veit geðlæknirinn þinn að þú sért að reykja gras? svo oft sem geðlyf virka ekki sem skildi / hafa aðra verkun, þegar vímuefna/hugbreytandi efna sé neytt..

Re: Suicide Hotline

Sent: Fös 23. Maí 2014 14:44
af HalistaX
kizi86 skrifaði:ein spurning, veit geðlæknirinn þinn að þú sért að reykja gras? svo oft sem geðlyf virka ekki sem skildi / hafa aðra verkun, þegar vímuefna/hugbreytandi efna sé neytt..

Já hann veit það. Svo er ekki eins og ég sé alltaf skakkur, þetta er meira svona spari.

Re: Suicide Hotline

Sent: Fim 12. Jún 2014 21:14
af HalistaX
Geðlæknirinn sagði í dag að ég væri með þunglyndi og geðrof.
Útskýrir raddirnar sem ég heyri. Raddirnar sem taka stundum yfir. Segja mér að skera mig og drepa.
Raddirnar sem ég heyri núna segja mér að ég sé að gera mér þetta allt upp, að ég sé búinn að koma mér í stórann vef af lygum, búinn að grafa mér gröf með lygunum og að ég vilji heyra þær, vilji að þær geri mig brjálaðann.
Skemmtilega, brandara röddin glamraði í hausnum á mér um helgina, þessi skemmtilega sem fær mig til þess að hlægja. Svo kom stress röddin og svo skaða, sjálfmorðs röddin.
Og svo í gær var aðgerðarlausa, leti, allt er leiðinlegt, heimurinn er ömurlegur röddin.
Er svooooooo 'spenntur' fyrir því hvaða rödd ég á eftir að heyra á morgun.