AntiTrust skrifaði:hakkarin skrifaði:AntiTrust skrifaði:Það er ekkert mál að gera hollan hamborgara, en það er algjör undantekning að fólk hafi nægt vit á næringargildum til að gera slíkan. Um leið og þú ert kominn með hvítt brauð og hamborgarakjöt úr stórverslun er þetta orðið frekar óhollt strax.
Ég kaupi nú bara nautahakk og bý til hamborgarana sjálfur. Kaupi sjaldan hamborgarakjöt úr verslunum þar sem að þeir eru eiglega varla búnir til úr kjöti finnst mér...
Kaupi samt hvítt hamborgarabrauð. Hvað áleg varðar að þá er það eiglega alltaf tómatsósa, græmetissósa, gúrkur og ostur. Varla óhollasti hamborgari í heimi.
Þetta er svona á mörkunum. Auðvitað laaangt í frá að vera óhollur m.v. burger. Gróft/spelt hamborgarabrauð, 2-4% 1. flokks ungnautahakk (eina leiðin til að fá það svona fitulítið) eða kjúklingabringa, 9% ostur og jógúrtsósa, og auðvitað hellingur af grænmeti - þetta er það sem ég geri ef ég vill "leyfa mér aðeins" á virkum dögum. En þetta er auðvitað viðbjóðslega offtopic.
Það var spurt "hvað er óhollt?" og raunin er einfaldlega sú að 9 af hverjum 10 eru svo gott sem ófærir um að svara því. Ég sé þetta ótrúlega reglulega þegar ég er að hjálpa fólki í kringum mig að taka til í matarræði og bið það um að skila mér matardagbók eftir að hafa borðað í viku eins og það heldur að það eigi að borða. Mér fallast hreinlega stundum hendur.
Já ok, ertu þá eitthverskonar næringarfræðingur eða eitthvað?
Getur þú þá sagt mér hvort að eftirfarandi sé eitthvað of óhollt (borða svona alveg frekar reglulega. Þetta er 2 hæða samloka by the way):
3 brauðsneiðar létt ristaðar á pönnu
2 spæld egg (eitt fyrir hverja hæð)
hálfur pakki af vel steiktu beikoni (6-7 sneiðar. 3-4 sneiðar á hverja hæð)
2 sneiðar af osti (einn fyrir hverja hæð)
2 hamborgarakjöt (eða nautahakk ef ég á ekki hamborgara/nenni ekki að búa þá til. Eitt fyrir hverja hæð).
12-14 gúrku sneiðar (svona 6-7 fyrir hverja hæð).
Græmetissósa á báðum hæðum ofan á gúrkunar.
Tómatsósa ofan á fyrstu hæðina
Kokteilsósa ofan á seinni hæðina.
Veit að þetta er matarmikið en er þetta samt ekki betra heldur en djúpsteikta jukkið sem að maður fær á til dæmis McDonalds eða KFC?