Þráðurinn læsti um það að vinna sér inn BTC
Sent: Fim 15. Maí 2014 06:43
Það vill svo til að ég keypti sjálfur þessa rafbók sem nefnd er í þræðinum sem GuztiZ87 startar einhvern tímann um daginn. Mér finnst svolítið sorglegt að lesa í gegnum þennan þráð því að hann sagði ekki ósatt á neinum stað, það var hraunað yfir hann og hann svo bannaður fyrir að svara af krafti fyrir sig vegna mjög harkalegra ummæla gagnvart sér
Til að segja mína reynslu af þessu sem hann talar um, þá er þetta leið sem skilar sér alveg en tekur reyndar tíma. Aðferðin byggist í meginatriðum á því að þú færð frí 0.005 BTC á ákveðinni vefsíðu sem ég ætla ekki að nefna, þetta er kerfið byggt í kringum þar sem þú veðjar með 90% vinningslíkum á ákveðna hluti (mér sýnist að ég ætti ekki að fara nánar út í það hér) og færðu með þessum 90% vinningslíkum 10% viðbót á þau skipti er þú vinnur (muna 90% vinningslíkurnar; þess vegna þetta lágur gróði prósentulega og þess vegna tekur þetta tíma). Þannig stillirðu því næst á MAX (það fylgir reglunum sem bókin setur þér) á 5 umferðir í einu og nær undantekningarlaust ertu að fá lágmark 4x 10% ofan á þá upphæð sem þú setur undir (allar upphæðir tilteknar sem mælt er með að nota í bókinni) í hverri umferð af þessum 5x. En einnig taparðu gjarnan 1x 10% um leið, svo heildargróðinn væri 3x 10% (og á það við um allflestar hverjar fimm umferðir). Mér dettur ekki í hug að fara að gefa leiðbeiningar því ég sá hvernig fyrir honum fór og ætla helst ekki að láta kasta mér öfugum út á fyrsta degi, en þetta leit svolítið út fyrir það að sumir hérna inni eru heilagri en aðrir?
Engu að síður er ég ánægður að sjá á einhverri síðunni loksins sér umræðusvæði fyrir þessi cryptocoins. Langar að forvitnast um það hvort hér séu einhverjir fleiri en ég sem eru einnig með ASIC miner sem þeir eru að mine-a með? Ég er með Coincraft 1 TH/s ASIC miner með 1400W sérpöntuðu PSU. Hefði gaman af að heyra frá einhverjum sem eru með gott HASHrate og hugsanlega væru til í að stofna "group" í góðu pooli (ég hef aðgang að tveimur sem eru lokuð, annað þeirra er algjörlega að svínvirka fyrir Bitcoins en ég komst eingöngu þar að vegna þess hve snemma ég var kominn með þetta kröftugan miner, eintóm heppni raunverulega).
Með von um ekki skítkast og vinarkveðjur!
- Jón
Til að segja mína reynslu af þessu sem hann talar um, þá er þetta leið sem skilar sér alveg en tekur reyndar tíma. Aðferðin byggist í meginatriðum á því að þú færð frí 0.005 BTC á ákveðinni vefsíðu sem ég ætla ekki að nefna, þetta er kerfið byggt í kringum þar sem þú veðjar með 90% vinningslíkum á ákveðna hluti (mér sýnist að ég ætti ekki að fara nánar út í það hér) og færðu með þessum 90% vinningslíkum 10% viðbót á þau skipti er þú vinnur (muna 90% vinningslíkurnar; þess vegna þetta lágur gróði prósentulega og þess vegna tekur þetta tíma). Þannig stillirðu því næst á MAX (það fylgir reglunum sem bókin setur þér) á 5 umferðir í einu og nær undantekningarlaust ertu að fá lágmark 4x 10% ofan á þá upphæð sem þú setur undir (allar upphæðir tilteknar sem mælt er með að nota í bókinni) í hverri umferð af þessum 5x. En einnig taparðu gjarnan 1x 10% um leið, svo heildargróðinn væri 3x 10% (og á það við um allflestar hverjar fimm umferðir). Mér dettur ekki í hug að fara að gefa leiðbeiningar því ég sá hvernig fyrir honum fór og ætla helst ekki að láta kasta mér öfugum út á fyrsta degi, en þetta leit svolítið út fyrir það að sumir hérna inni eru heilagri en aðrir?
Engu að síður er ég ánægður að sjá á einhverri síðunni loksins sér umræðusvæði fyrir þessi cryptocoins. Langar að forvitnast um það hvort hér séu einhverjir fleiri en ég sem eru einnig með ASIC miner sem þeir eru að mine-a með? Ég er með Coincraft 1 TH/s ASIC miner með 1400W sérpöntuðu PSU. Hefði gaman af að heyra frá einhverjum sem eru með gott HASHrate og hugsanlega væru til í að stofna "group" í góðu pooli (ég hef aðgang að tveimur sem eru lokuð, annað þeirra er algjörlega að svínvirka fyrir Bitcoins en ég komst eingöngu þar að vegna þess hve snemma ég var kominn með þetta kröftugan miner, eintóm heppni raunverulega).
Með von um ekki skítkast og vinarkveðjur!
- Jón