Síða 1 af 1

Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fim 08. Maí 2014 20:59
af ColdIce
Bráðvantar svör við þessu ef einhver hér veit :)

1. Hvað þarf að liggja fyrir áður en hafist er handa við lögn og tengingu rafkerfa í húsveitu? Nefna 5 atriði


2. Þegar tengd er spennujöfnun pípulagna í aðaldreifiskáp er notast við:
a)Gulgrænan leiðara sem er jafn sver og heimtaugar leiðarinn
b) Tengibrú sem er fagur rauð og tengd með áberandi hætti
c) Gulgrænan leiðara sem er óháður heimtaug í gildleika
d) Ekki er nauðsynlegt að spennujafna lagnir sem eru tengdar við plast
e) Spennujöfnun er gamaldags og ekki tengd nema í gömlum húsum

3. Gilda einhverjar reglur um smáspennulagnir? Ef svo, hverjar?


Kærar þakkir

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fim 08. Maí 2014 21:19
af norex94
Mæli með að spyrja hjá facebook hópnum, íslenskir rafvirkjar https://www.facebook.com/groups/islensk ... r/?fref=ts

Spurning 2 er B.
Spurning 3. smáspennulagnir eiga að vera aðskyldar frá háspennulögnum og í sér töflu. Annars færu nákvæmari svör á facebook grúpunni \:D/

EDIT: Einnig mæli ég mjög mikið að nota TTR bókina: http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/S ... osid=false

Hún svarar flest öllu, nenni ekki að leyta, læra fyrir próf! :baby

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fim 08. Maí 2014 21:22
af Swanmark
norex94 skrifaði:Mæli með að spyrja hjá facebook hópnum, íslenskir rafvirkjar https://www.facebook.com/groups/islensk ... r/?fref=ts

Spurning 2 er B.
Spurning 3. smáspennulagnir eiga að vera aðskyldar frá háspennulögnum og í sér töflu. Annars færu nákvæmari svör á facebook grúpunni \:D/

Mynd

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fös 16. Maí 2014 00:13
af Blackened
norex94 skrifaði:Spurning 2 er B.


Þú varst vonandi að grínast right?

Og svo veistu vonandi muninn á háspennulögnum og lágspennu? ;) ég vona að það komi aldrei til þess að smáspenna liggji með háspennu ;)
EDIT: oooog smáspennan þarf heldur ekki að vera í sér töflu heldur er nóg að hafa aðskilið smáspennuhólf í töfluskáp :)

Annars er að koma nýr staðall um smáspennulagnir í haust!

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fös 16. Maí 2014 00:58
af Oak
1. Hvað ertu að fara að gera? Ertu að fara að tengja stofn inná töflu. (Það máttu hinsvegar ekki gera)
Þarft að fá uppáskrifað hjá rafvirkjameistara og ef að þetta er nýbygging þá sér orkuveitan um að græja stofninn inní hús.
eða ertu að tala um bara hvað þarftu að hugsa um áður en að þú byrjar að leggja í húsið?

2. Það er svona vaninn að setja 10mm einangraðan jarðstreng í þetta. Það eru settir borðar utanum inntakið heita og kalda og bað/sturtubotn ef við á.

3. Reynir að komast hjá því að draga það í sama rör og lágspennu.

Ætla að vona að þú sért ekki með háspennu heima hjá þér? :D

Miðað við þessar pælingar hjá þér ættirðu að fá einhvern rafvirkja til að kíkja á þig eða allavega heyra í einum slíkum.

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fös 16. Maí 2014 01:10
af Blackened
Þetta hljómar alveg rosalega eins og einhver hafi verið að læra undir próf eða eitthvað slíkt samt.

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fös 16. Maí 2014 01:13
af Plushy
Blackened skrifaði:Þetta hljómar alveg rosalega eins og einhver hafi verið að læra undir próf eða eitthvað slíkt samt.


Enda er þetta lærdómur fyrir próf, eða verkefni. Þessar spurningar meika bara ekkert sens.

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fös 16. Maí 2014 01:18
af Blackened
Plushy skrifaði:
Blackened skrifaði:Þetta hljómar alveg rosalega eins og einhver hafi verið að læra undir próf eða eitthvað slíkt samt.


Enda er þetta lærdómur fyrir próf, eða verkefni. Þessar spurningar meika bara ekkert sens.


Ekki svoleiðis.. en kannski eftir einhvern kafla í einhverri bók

Annars er orðið alltof langt síðan ég vann eitthvað með rafmagn! alltof fljótt að hverfa úr hausnum á manni!

kv, rafvirkinn sem að vinnur bara með 0v ljós og glerþræði! ;)

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Fös 16. Maí 2014 08:56
af norex94
Haha takk, ég sé það núna að ég hef ekki skilið spurningu 2 og 3.... Og það er fast i kollinum hja mér að háspennulagnir sé húsarafmagn og lágspenna sé net, sjónvarp og sími... My bad
þarf greinilega að fara ryfja þetta upp! Reglugerðinn var ekki uppáhalds fag hjá mér. :baby
Hef aldrei unnið í húsarafmagni hinga til. Skip og bátar er mitt fag. :megasmile

Re: Vantar aðstoð frá rafvirkjum :)

Sent: Lau 17. Maí 2014 13:02
af tdog
Bara til að hafa það á hreinu þá er 230V ennþá lágspenna, ÍST200 skilgreinir háspennu sem >1000AC og >1500DC. Hinsvegar er til ELV (Extra low voltage, smáspenna) sem IEC skilgreinir sem mest 50V