Síða 1 af 1
Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 06:59
af thehulk
Hey dudes
Málið er að ég er búsettur erlendis og ég er að koma heim ti íslands núna fljótlega. Málið er að ég mun taka tölvuna mína og 2 ipada sem ég nota bæði fyrir vinnu og hobby, og síðan að auki verð ég með Nexus 5 símann minn.
Vitið þið hvort að tollurinn sé að bögga fólk sem er að koma í heimsókn til íslands?
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 07:20
af zetor
Ég flækist á milli Íslands og Þýskalands með reglulegu millibili. Með fartölvu og nýlegan snjallsíma. Að auki er ég oftast með varning fyrir fjölskylduna upp að 88þús
eða svo í farteskinu. Ég hef ekki lent í neinu hingað til.
Er þessi fartölva og spjaldtölvurnar splúnku nýjar?
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 07:36
af thehulk
Heyrðu tölvan er bara ódýr Chromebook og ipadarnir eru nýjastu módelin. Ég er jafnvel að pæla bara hafa ipada með mér
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 07:50
af Bjosep
Þeir gætu eflaust böggað þig, en ef þú ert ekki með lögheimili á íslandi þá ertu bara eins og hver annar turisti hvað þetta varðar.
Get allavega ekki imyndað mer að það se viðurkennt að ferðamenn borgi toll af draslinu sinu við komu til landsins.
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 10:20
af CendenZ
Ég þekki aðila sem hefur komið til landsins, íslendingur búsettur erlendis. Myndavélin var tekinn af honum og beið eftir honum þegar hann fór aftur út 3 vikum seinna.
Tollararnir eru ekki fávitar og ekki ömurlegir, þeir verða að fara eftir lögum og þeim er settar vinnureglur. Sumir lesa í aðstæður og líta framhjá þeim samt.
Ég myndi ekki taka 2 ipada með þér, ef ég væri tollari væri þetta fyrir mér skýrt og greinilegt smygl.
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 12:42
af BrynjarD
Ætti að vera í lagi. Sérstaklega ef þú ert með lögheimili annars staðar og enn betra ef þú getur sýnt þeim flugmiðann út aftur.
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 13:19
af Cascade
CendenZ skrifaði:Ég þekki aðila sem hefur komið til landsins, íslendingur búsettur erlendis. Myndavélin var tekinn af honum og beið eftir honum þegar hann fór aftur út 3 vikum seinna.
Tollararnir eru ekki fávitar og ekki ömurlegir, þeir verða að fara eftir lögum og þeim er settar vinnureglur. Sumir lesa í aðstæður og líta framhjá þeim samt.
Ég myndi ekki taka 2 ipada með þér, ef ég væri tollari væri þetta fyrir mér skýrt og greinilegt smygl.
Mega íslendingar búsettir erlendis ekki koma með varning til Íslands?
Gildir þá einhver regla að ef þetta er tæki þá verða þeir að tollafgreiða það, eða viðkomandi skilja það eftir hjá tollurunum.
Ég er alls ekki að reyna vera leiðinlegur, bara skapa umræðu
Ég var t.d. búsettur úti í 2 ár, en ég var aldrei stoppaður í tollinum, en maður er þá að koma sem túrsisti í landið. T.d. ég gat ekki tekið tax-free í landinu sem ég bjó í, en ég gat aftur á móti tekið tax-free hérna á Íslandi, eins og allir aðrir túristar
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 13:36
af Plushy
CendenZ skrifaði:Ég þekki aðila sem hefur komið til landsins, íslendingur búsettur erlendis. Myndavélin var tekinn af honum og beið eftir honum þegar hann fór aftur út 3 vikum seinna.
Tollararnir eru ekki fávitar og ekki ömurlegir, þeir verða að fara eftir lögum og þeim er settar vinnureglur. Sumir lesa í aðstæður og líta framhjá þeim samt.
Ég myndi ekki taka 2 ipada með þér, ef ég væri tollari væri þetta fyrir mér skýrt og greinilegt smygl.
Gleymdirðu partinum þar sem hann tók fram að ipadarnir væru í notkun fyrir vinnu og sem hobbý, ekki nýjir í plastinu. Eða skiptir það engu máli fyrir tollara hvort að hlutirnir séu í notkun eða ekki?
er að spá, ef ég fer t.d. til London og kaupi mér föt, tölvuleiki eða svipað og læt það í töskuna. Verður það tollað sérstaklega þegar ég kem til baka eða slepp ég svo lengi sem ég er undir þessu 88þ kr limiti (að því gefnu að ég sé með kvittanir fyrir hlutunum).
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 13:46
af appel
Fokkings afdala land er þetta. Ég vil í ESB og losna við þetta heimska tollkerfi. BURTU MEÐ TOLLINN!!
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 13:52
af playman
thehulk skrifaði:Hey dudes
Málið er að ég er búsettur erlendis og ég er að koma heim ti íslands núna fljótlega. Málið er að ég mun taka tölvuna mína og 2 ipada sem ég nota bæði fyrir vinnu og hobby, og síðan að auki verð ég með Nexus 5 símann minn.
Vitið þið hvort að tollurinn sé að bögga fólk sem er að koma í heimsókn til íslands?
Best væri auðvitað fyrir þig að hafa bara samband við tollinn á kef-stöð og spyrja þá útí þetta, og enn betra
ef þeir geta mailað á þig eitthvað haldbært sem að þú getur svo prentað út og haft meðferðis ef eitthvað skyldi koma uppá.
Re: Tollurinn og vera búsettur erlendis
Sent: Þri 06. Maí 2014 13:54
af thehulk
Ég hringdi í tollinn hjá Keflavíkurflugvellinum og gaurinn var að segja maður þyrfti ekkert að stressa sig yfir þessu ef maður er bara ferðamaður og ekki með lögheimli hérna. Aftur á móti er tollþak og annað ef maður er með lögheimili á íslandi