Síða 1 af 1

Kerfisstjórabraut eða CCNA hjá NTV

Sent: Mán 05. Maí 2014 15:58
af hj82
Hefur einhver hér klárað kerfisstjórabrautina eða CCNA hjá Nýja tölvu og viðskiptarskólanum eða þekkið einhvern sem hefur klárað?
Fenguð þið starf út frá náminu og eru ágæt laun í þessu?

Re: Kerfisstjórabraut eða CCNA hjá NTV

Sent: Mán 05. Maí 2014 16:06
af svensven
Ég tók kerfisstjórabrautina hjá NTV fyrir 1 & hálfu ári, fékk vinnu þegar ég var búinn að vera mánuð í skólanum og með ágætis laun.

Fannst þetta mjög fínt :happy

Re: Kerfisstjórabraut eða CCNA hjá NTV

Sent: Þri 06. Maí 2014 10:26
af Jón Ragnar
2 strákar sem eru nýlega byrjaðir þar sem ég vinn sem hafa tekið svona Kerfisstjórabraut hjá Promennt

Komust inn útaf CCNA

Re: Kerfisstjórabraut eða CCNA hjá NTV

Sent: Mið 07. Maí 2014 10:33
af Hordurjoh
Kláraði Kerfisstjórabraut hjá Promennt, var kominn með vinnu þegar ég var hálfnaður með námið(fékk vinnu útaf CCNA), brilljant skóli með toppkennurum sem eru með mikla reynslu úr bransanum.. alltaf hægt að leita til þeirra hvort sem það er á skólatíma eða ekki, ég hafði alltaf aðgengi að skólastofunum hvort sem það var til að læra eða taka æfingarpróf, mæli hiklaust með honum! :)