hakkarin skrifaði:Bjosep skrifaði:Hvernig á geimbúningur að vera tollaður?
Vinnuföt? Það meikar allavega meira sense heldur en tískuföt.
Tja, í raun er alvöru geimbúningur sem nota á úti í geim hannaður einsog geimskip, með life-support kerfi og svona. Þannig að líklega væri "farartæki" rétt flokkun. Spurning hvort það eigi að vera vörugjöld á þessu líka þar sem þetta væri þá ökutæki?
Í geim þarftu ekki að ganga neitt, þannig að "geimganga" er rangnefni.
En það veltur á því hvort geimbúningurinn er ætlaður fyrir notkun úti í geim eða á yfirborði plánetu, t.d. Mars, því þá er búningurinn öðruvísi, léttari og þarf að gera ráð fyrir að þú getir gengið, þannig að þá gætum við talað um kannski vinnuföt.
Svo er spurning hvort þetta flokkist nú ekki líka sem öryggistæki? Ég myndi halda það, án þessa öryggistækis myndir þú nú steindrepast úti í geim.
Spurningin er, ef þessi geimbúningur hefði verið fluttur til landsins í þeim tilgangi að skjóta upp geimfari með geimfara um borð sem klæðist þessum geimbúningi, myndi hann falla í flokkinn "tískufatnað"? Held ekki.
Flokkar tollurinn vörur eftir því hver varan er, eða eftir því hvernig viðkomandi hyggst nota vöruna? Hver ákveður það, er það bara blautur þumall upp í loftið, flip of a coin, huglægt mat?
Þetta er auðvitað steingelt fyrirbæri, tollur.