Síða 1 af 1

Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 16:19
af SIKk
Langaði bara að benda ykkur á þetta, ég kem ekki á neinn hátt nálægt þessu samt!

http://www.pantadu.is/

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 16:49
af Tiger
Hef ekki prufað þetta, en fékk verð í hlut sem Amazon sendir ekki og verðið hjá þeim var 19.900kr meðan Eirberg selur sama 99$ hlutinn á 25þúsund.

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 16:51
af Benzmann
Bíddu bíddu, hvaða rassvasa fyrirtæki er þetta ?

afhverju ekki bara panta sjálfur frá ebay???


"Þú getur pantað hvað sem er frá Amazon.com með einföldum hætti.
Sendu okkur linka á Pantadu@Pantadu.is og við sendum þér tilboð til baka!"

Hvað ef það er ekki CE stimpill á vörunni ??? þá færi það aldrei í gegnum tollinn samt geta þeir reddað því fyrir mann einhvernveginn ???
hvað með áfengi og tóbak ? geta þeir líka séð um innfluttninginn á því ??

fullt af upplýsingum sem vantar á þessa síðu þeirra..

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 16:59
af Viktor
Benzmann skrifaði:Hvað ef það er ekki CE stimpill á vörunni ??? þá færi það aldrei í gegnum tollinn samt geta þeir reddað því fyrir mann einhvernveginn ???


Ég hef aldrei lent í því, hef pantað mörg hundruð vörur.

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 17:03
af Benzmann
Sallarólegur skrifaði:
Benzmann skrifaði:Hvað ef það er ekki CE stimpill á vörunni ??? þá færi það aldrei í gegnum tollinn samt geta þeir reddað því fyrir mann einhvernveginn ???


Ég hef aldrei lent í því, hef pantað mörg hundruð vörur.


þá eru þær CE stimplaðar

segjum, ef þú ætlar að kaupa heimasmíðaða kerru eða bát frá ebay, bara beint frá gæjanum sem smíðaði það í bílskúrnum hjá sér í USA

ef það er ekki CE stimplað, þá myndi það aldrei fara í gegnum tollinn hér á landi.

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 17:19
af Benzmann
ég er bara að velta því fyrir mér, "whats the catch?""

og hvað sé betra við að panta í gegnum þá, heldur en að panta bara sjálfur frá ebay

er þetta eitthvað sem maður getur treyst ?
finnst margt skrítið við þetta.

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 17:31
af SIKk
Benzmann skrifaði:ég er bara að velta því fyrir mér, "whats the catch?""

og hvað sé betra við að panta í gegnum þá, heldur en að panta bara sjálfur frá ebay

er þetta eitthvað sem maður getur treyst ?
finnst margt skrítið við þetta.

Margir einstaklingar, kannski sérstaklega þeir sem ekki kunna nægilega vel á tölvur eða þora ekki að gefa upp kortaupplýsingar svoleiðis sem að telja þetta auðveldari/öruggari leið held ég bara..

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 18:12
af Tiger
Held nú að Amazon sé helsta aðdráttaraflið þarna þar sem rosalega margar vörur hjá þeim eru ekki sendar til Íslands, og reyndar ekki af ebay heldur. En þeir leysa það, þetta er svo sem ekkert annað en ódyrara shopusa.

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 18:22
af AntiTrust
Ég sendi þeim fyrirspurn og það tók alveg 2-3 daga að svara henni, fyrir net-based fyrirtæki þá finnst mér það alveg herfilega léleg þjónusta. Verðið var engu að síður alltílagi, betra en í gegnum shopusa amk.

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 22:46
af Greykjalin
Brynjar Már er skráður fyrir léninu..
http://whois.net/whois/pantadu.is

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 22:48
af Greykjalin
Meiri svona skemmtileg heit frá honum.. http://hogm.is/

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 22:51
af appel
Greykjalin skrifaði:Meiri svona skemmtileg heit frá honum.. http://hogm.is/


Ég er nú ekkert viss um að H&M (alvöru H&M'ið) líki vel við þetta.

Re: Pantadu.is

Sent: Þri 15. Apr 2014 23:33
af hkr
appel skrifaði:
Greykjalin skrifaði:Meiri svona skemmtileg heit frá honum.. http://hogm.is/


Ég er nú ekkert viss um að H&M (alvöru H&M'ið) líki vel við þetta.


eða forever21 http://alltaf21.is/

Sé ekki betur en þetta er Brynjar Már sem var á fm957.

http://ja.is/?q2=&q=8008581