Jellyman skrifaði:
Þetta kann ég að meta, alvöru umræða.
Hagfræði er ekki hörð vísindi. Það eru mismunandi skoðanir í hagfræði. Hagfræðin sem þú talar um virðist vera þessi venjulega Keynesian, þeir sem koma frá þeim skóla hefðu aldrei spá því að Bitcoin væri enn á lífi í dag, eftir 5 ár.
Ég ætla ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur, þó það væri kannski bara verra, því sérfræðingarnir hafa oftast rangt fyrir sér. En það er hvergi skrifað að hlutrnir verði að virka eins og þeir hafa gert (eða ekki?) síðustu 70 árin. Ég skil nú reyndar ekki hvað þú átt við að peningamagn í umferð sé ekki aukið eftir hentugsemi þegar það á að "örva neyslu".
Þetta eru allt bara ákvarðanir sem eru teknar hverju sinni, og oftast eru þær bara til hins verra langs tíma litið. Einnig má ekki gleyma því að þessi seðlabanki okkar er varla sá sem stjórnar peningamagni í umferð. Þrátt fyir að hann geti hækkað og lækkað vexti lána sem bankar taka fyrir smá M2 þá breytir það því ekki að þessir sömu banka gefa út lán sem ekki er innistæða fyrir[1], hvaðan kemur sá peningur? Að mínu mati væri nú kannski bara betra að vita fyrirfram hvesu mikið peningamagn er í umferð í næstu viku og taka í leið í burtu óvissu, því það er nánast ómöulegt að giska á hvaða ákvörðun er sú rétta fyrir hagkerfið, sjáðu bara hvernig hagfræðingar út um allan heim rífast um hvað skal gera.
Það er bara tímaspursmál hvenær þetta peningakerfi eins og við þekkjum í dag hrynur um sjálft sig og bankar á borð við Bank of England gera sér grein fyrir því.
[1]http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/mar/18/truth-money-iou-bank-of-england-austerity
Við greinilega erum að horfa á málið frá sitthvoru sjónarhorninu.
En þessi hagfræði sem ég talaði um er jú Keynesísk hagfræði, enda grunnfræðin, klassíska hagfræði er auðvelt að gagngrýna en erfitt að hrekja.
Allur þessu peningur sem þú spyrð um hvaðan komi var heildsölu lánsfjármagn sem streymdi inn í landið sem síðan viðskiptabankar fóru með í massífa útlánastarfsmi. Svo var aðrar ástæður og hlutir sem hjálpuðu til við að mynda hvata til þess að taka þessi tilteknu lán sem ég ætla ekki að fara útí. Ég ætla að gera ráð fyrir að þú sért að e-u leyti meðvitaður um hvað var í gangi. Getur lesið t.d Why Iceland.
Verðbólga orsakast af peningamagni og það er hlutverk seðlabankans, í þeirri mynd sem hann er í dag, er að stýra þessu tiltekna peningamagni með vaxtareglum Taylor's. Þess vegna hafa þeir verðbólgumarkmið. Því eru stýrivextir háir. Þeir halda vöxtum háum því verðbólguvæntingar þeirra eru að verðbólgan muni aukast á næstunni.
BC hefur alveg nokkra kosti eins og minni fjármagnskostnað og gagnsæa viðskiptasögu og all það. Mín persónulega skoðun er að þetta sé bara fínt uppá að gefa núverandi ríkisútgefnum myntum smá samkeppni. Og þetta spike sem BC fékk á seinasta ári var fínt puplicity.
En!
Hún þarf að nauðsynlega að minnka verðsveiflurnar sínar, það getur gerst ef fólk fer að trade-a meira með hana. Ef þú horfir á málið frá sjónarhorni þeirra sem taka við BC þá er myntin sem þú ert að taka á móti við í vöruskiptum er það kvik að á morgun getur hún fallið um 10%, það er kostnaður fyrir þig. Af hverju ættirðu að vilja það ? Síðan las ég að BC hefði fallið um einhver 15 prósent (leiðréttist ef ég fer rangt með það) þegar það lokaðist þessi síða Silicon Road sem seldi allt frá heróín yfir í skotvopn. Ein síða lokaðist og niður fór verðið... Burtséð frá "stóru hlutverkum" þessarar myntar í framtíðinni, þetta er beinlínis jákvæður hlutur fyrir BC... en jújú allt getur gerst.. Animal spirit og allt það ef þú ert Keynesari.
Það er margt sem getur drepið Bitcoin áður en hann verður "fiat" peningur, þeas. peningur sem hefur eitthvað stoðir á bakvið sig og verður trade-aður í einhverju magni.
Ég er ekki á móti BC, bara benda á alvarlega galla sem hún hefur ... That... Volatility...!!
Spjöllum aftur um þetta þegar svona cryptomyntir hafa tekið meiri fótfestu í framtíðinni