Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Allt utan efnis

Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf Jellyman » Mið 09. Apr 2014 18:21

Hef verið að lesa þræði hér og annarstaðar. Fólk virðist almennt flykkist að því að færa Aura og Bitcoin yfir í ISK, eins og við var að búast í einhverjum mæli svosem. En ég verð að spyrja, hversvegna? Hversvegna viljið þið eiga þennan ónýta gjaldmiðil sem er haldinn uppi með gjaldeyrishöftum. Er það virkilega þess virði að fá einhverjar 5.000 kr fyrir þessa gjöf í stað þess að eiga hana, leika sér með hana og læra hvernig hún virkar?

Ekki taka þessu sem einhverju áhyggju kasti yfir "verðhruni" Auroracoin ég hef ekki fjárfest miklu í aur og lít á verkefnið sem gríðarlega spennandi tilraun. Tilraun sem við ættum að nýta okkur til að læra á og skilja dulmálsgjaldmiðla, þá sérstaklega við nördarnir á vaktinni. Það sem skiptir máli akkurat núna er að búa til leiðir fyrir fólk til þess að nota aurinn ásamt því að hugsa fram í tímann varðandi mining á aur og halda honum öruggum, ekki verðið á honum í ríkisútgefnum pappírspening.
Síðast breytt af Jellyman á Fim 10. Apr 2014 01:33, breytt samtals 1 sinni.




paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf paze » Mið 09. Apr 2014 18:22

Ég sit pikkfastur á mínum AUR. Mér er sama hver útkoman er en ef hún verður eitthvað spes þá allavega græði ég. Hef lítið að gera við 5kall.




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf hkr » Mið 09. Apr 2014 20:06

Jellyman skrifaði:Hef verið að lesa þræði hér og annarstaðar. Fólk virðist almennt flykkist að því að færa Aura og Bitcoin yfir í ISK, eins og við var að búast í einhverjum mæli svosem. En ég verð að spyrja, hversvegna? Hversvegna viljið þið eiga þennan ónýta gjaldmiðil sem er haldinn uppi með gjaldeyrishöftum. Er það virkilega þess virði að fá einhverjar 5.000 kr fyrir þessa gjöf í stað þess að eiga hana, leika sér með hana og læra hvernig hún virkar?

Ekki taka þessu sem eitthvað áhyggju kasti yfir "verðhruni" Auroracoin ég hef ekki fjárfest miklu í aur og lít á verkefnið sem gríðarlega spennandi tilraun. Tilraun sem við ættum að nýta okkur til að læra á og skilja dulmálsgjaldmiðla, þá sérstaklega við nördarnir á vaktinni. Það sem skiptir máli akkurat núna er að búa til leiðir fyrir fólk til þess að nota aurinn ásamt því að hugsa fram í tímann varðandi mining á aur og halda honum öruggum, ekki verðið á honum í ríkisútgefnum pappírspening.


Hvað nákvæmlega á maður að gera við Aur'inn sinn?

Eins og ég sé þetta að þá getur maður:
a. skipt honum yfir í BTC
b. geymt hann

Hins vegar, fyrir 5 kall get ég fengið mér 6x vesturbæjarís..



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 09. Apr 2014 20:17

hkr skrifaði:
Jellyman skrifaði:Hef verið að lesa þræði hér og annarstaðar. Fólk virðist almennt flykkist að því að færa Aura og Bitcoin yfir í ISK, eins og við var að búast í einhverjum mæli svosem. En ég verð að spyrja, hversvegna? Hversvegna viljið þið eiga þennan ónýta gjaldmiðil sem er haldinn uppi með gjaldeyrishöftum. Er það virkilega þess virði að fá einhverjar 5.000 kr fyrir þessa gjöf í stað þess að eiga hana, leika sér með hana og læra hvernig hún virkar?

Ekki taka þessu sem eitthvað áhyggju kasti yfir "verðhruni" Auroracoin ég hef ekki fjárfest miklu í aur og lít á verkefnið sem gríðarlega spennandi tilraun. Tilraun sem við ættum að nýta okkur til að læra á og skilja dulmálsgjaldmiðla, þá sérstaklega við nördarnir á vaktinni. Það sem skiptir máli akkurat núna er að búa til leiðir fyrir fólk til þess að nota aurinn ásamt því að hugsa fram í tímann varðandi mining á aur og halda honum öruggum, ekki verðið á honum í ríkisútgefnum pappírspening.


Hvað nákvæmlega á maður að gera við Aur'inn sinn?

Eins og ég sé þetta að þá getur maður:
a. skipt honum yfir í BTC
b. geymt hann

Hins vegar, fyrir 5 kall get ég fengið mér 6x vesturbæjarís..


c. notað hann sem gjaldmiðil í viðskiptum, hvort sem þú ert að kaupa eða selja.




IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf IkeMike » Mið 09. Apr 2014 21:57

KermitTheFrog skrifaði:
hkr skrifaði:
Jellyman skrifaði:Hef verið að lesa þræði hér og annarstaðar. Fólk virðist almennt flykkist að því að færa Aura og Bitcoin yfir í ISK, eins og við var að búast í einhverjum mæli svosem. En ég verð að spyrja, hversvegna? Hversvegna viljið þið eiga þennan ónýta gjaldmiðil sem er haldinn uppi með gjaldeyrishöftum. Er það virkilega þess virði að fá einhverjar 5.000 kr fyrir þessa gjöf í stað þess að eiga hana, leika sér með hana og læra hvernig hún virkar?

Ekki taka þessu sem eitthvað áhyggju kasti yfir "verðhruni" Auroracoin ég hef ekki fjárfest miklu í aur og lít á verkefnið sem gríðarlega spennandi tilraun. Tilraun sem við ættum að nýta okkur til að læra á og skilja dulmálsgjaldmiðla, þá sérstaklega við nördarnir á vaktinni. Það sem skiptir máli akkurat núna er að búa til leiðir fyrir fólk til þess að nota aurinn ásamt því að hugsa fram í tímann varðandi mining á aur og halda honum öruggum, ekki verðið á honum í ríkisútgefnum pappírspening.


Hvað nákvæmlega á maður að gera við Aur'inn sinn?

Eins og ég sé þetta að þá getur maður:
a. skipt honum yfir í BTC
b. geymt hann

Hins vegar, fyrir 5 kall get ég fengið mér 6x vesturbæjarís..


c. notað hann sem gjaldmiðil í viðskiptum, hvort sem þú ert að kaupa eða selja.


D: Ekki spáð í RAFmynt og fært fjármagnið þitt í arðbærari hluti. Trade-að með alvöru myntum.




Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf Jellyman » Mið 09. Apr 2014 23:01

Síðustu 4 ár hefur fátt verið jafn arðbær fjárfesting og Bitcoin. Ekki það að ég myndi mæla með því að fólk fjárfesti mikið í því kerfi án þess að skilja afhverju Bitcoin hefur verðgildi yfir höfuð.
En hvað er alvöru mynt? Peningar sem bankar búa til úr engu ? Gull ? Sjaldgæfar skeljar?



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Tengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf Minuz1 » Mið 09. Apr 2014 23:36

IkeMike skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
hkr skrifaði:
Jellyman skrifaði:Hef verið að lesa þræði hér og annarstaðar. Fólk virðist almennt flykkist að því að færa Aura og Bitcoin yfir í ISK, eins og við var að búast í einhverjum mæli svosem. En ég verð að spyrja, hversvegna? Hversvegna viljið þið eiga þennan ónýta gjaldmiðil sem er haldinn uppi með gjaldeyrishöftum. Er það virkilega þess virði að fá einhverjar 5.000 kr fyrir þessa gjöf í stað þess að eiga hana, leika sér með hana og læra hvernig hún virkar?

Ekki taka þessu sem eitthvað áhyggju kasti yfir "verðhruni" Auroracoin ég hef ekki fjárfest miklu í aur og lít á verkefnið sem gríðarlega spennandi tilraun. Tilraun sem við ættum að nýta okkur til að læra á og skilja dulmálsgjaldmiðla, þá sérstaklega við nördarnir á vaktinni. Það sem skiptir máli akkurat núna er að búa til leiðir fyrir fólk til þess að nota aurinn ásamt því að hugsa fram í tímann varðandi mining á aur og halda honum öruggum, ekki verðið á honum í ríkisútgefnum pappírspening.


Hvað nákvæmlega á maður að gera við Aur'inn sinn?

Eins og ég sé þetta að þá getur maður:
a. skipt honum yfir í BTC
b. geymt hann

Hins vegar, fyrir 5 kall get ég fengið mér 6x vesturbæjarís..


c. notað hann sem gjaldmiðil í viðskiptum, hvort sem þú ert að kaupa eða selja.


D: Ekki spáð í RAFmynt og fært fjármagnið þitt í arðbærari hluti. Trade-að með alvöru myntum.


Ég hef meiri trú á RAFmyntum en peningum sem eru búinir til úr þurru lofti af bönkum, þeir hafa sýnt það rækilega að þeim er ekki treystandi.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf IkeMike » Fim 10. Apr 2014 00:23

Þú getur þess vegna lagt trú þína á möl og steina fyrir gjaldmiðla hvað það varðar, hví viltu svona óður leggja trúna á eins kvika mynt sem ekkert er á bakvið, sem meira að segja er kvikari en ísl krónan?




IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf IkeMike » Fim 10. Apr 2014 00:27

Jellyman skrifaði:Síðustu 4 ár hefur fátt verið jafn arðbær fjárfesting og Bitcoin. Ekki það að ég myndi mæla með því að fólk fjárfesti mikið í því kerfi án þess að skilja afhverju Bitcoin hefur verðgildi yfir höfuð.
En hvað er alvöru mynt? Peningar sem bankar búa til úr engu ? Gull ? Sjaldgæfar skeljar?


Arðsemi Ávöxtun BC það sem af er ári er -45%. Ég get ekki verið sammála þér um þessa fullyrðingu þína.




Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf Jellyman » Fim 10. Apr 2014 01:24

IkeMike skrifaði:
Jellyman skrifaði:Síðustu 4 ár hefur fátt verið jafn arðbær fjárfesting og Bitcoin. Ekki það að ég myndi mæla með því að fólk fjárfesti mikið í því kerfi án þess að skilja afhverju Bitcoin hefur verðgildi yfir höfuð.
En hvað er alvöru mynt? Peningar sem bankar búa til úr engu ? Gull ? Sjaldgæfar skeljar?


Arðsemi Ávöxtun BC það sem af er ári er -45%. Ég get ekki verið sammála þér um þessa fullyrðingu þína.


Markaðurinn fyrir Bitcoin er enn mjög lítill, sérstaklega miðað við mynt og því afar sveiflukenndur. Sveiflur hafa þó farið minnkandi með tímanum og aukinni notkun.

Við eigum almennt erfitt með að gera okkur grein fyrir veldisvísisvexti og horfum bara á línulegar breytingar til skammstíma. Meðfylgjandi má sjá mynd sem sýnir þessa arðsemi síðustu 4 ára sem ég átti við. Bitcoin er fyrir marga ekki einhver skammtíma fjárfesting, heldur langtíma og helst til þess tíma sem ekki þarf að skipta aftur yfir.

Mynd




Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf Jellyman » Fim 10. Apr 2014 01:40

IkeMike skrifaði:Þú getur þess vegna lagt trú þína á möl og steina fyrir gjaldmiðla hvað það varðar, hví viltu svona óður leggja trúna á eins kvika mynt sem ekkert er á bakvið, sem meira að segja er kvikari en ísl krónan?


Ef þú sýnir mér möl eða stein sem ég get sent yfir hálfa jörðina á nokkrum secondum skal ég leggja mína trú á hann sem gjaldmiðil, svo lengi sem ég viti að það sé ekki hægt að gera fleiri svona steina eftir eigin hentugsemi og framboð hans sé vitað á hverjum tímapunkti.




IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf IkeMike » Fim 10. Apr 2014 01:52

Hver sá sem fjárfestir í BC með svona miklu spread-i er ekkert nema áhættusækinn en það svosem fer eftir nytum hvers og eins. Það er enn mikið volatility og það verður til staðar í fleiri ár til viðbótar, enda myntin ung, eins og þú segir. Ferillinn kann að fylgja "veldisvísisvexti" en það er engin ákveðin vaxtaregla sem verðbreytingarnar fylgja, getur allt eins kastað pening, tvíkostadreifing myndi gefa meiri nálgun. Hvað sem að því líður, ég tel það séu einstaklega fá dæmi um einhverja sem leggja fjármagn í BC til lengri tíma til þess að reyna ávaxta penginginn sinn, skynsamur fjárfestir færi í verðbréf með minna staðalfráviki frekar. Ég myndi gera það.




IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf IkeMike » Fim 10. Apr 2014 02:17

Jellyman skrifaði:
IkeMike skrifaði:Þú getur þess vegna lagt trú þína á möl og steina fyrir gjaldmiðla hvað það varðar, hví viltu svona óður leggja trúna á eins kvika mynt sem ekkert er á bakvið, sem meira að segja er kvikari en ísl krónan?


Ef þú sýnir mér möl eða stein sem ég get sent yfir hálfa jörðina á nokkrum secondum skal ég leggja mína trú á hann sem gjaldmiðil, svo lengi sem ég viti að það sé ekki hægt að gera fleiri svona steina eftir eigin hentugsemi og framboð hans sé vitað á hverjum tímapunkti.


Það yrði nú merkilegt ef þú gætir vitað peningamagn fyrirfam í umferð á hverjum tíma, það getur verið ágætis stjórntæki seðlabankans til að ákvarða stýrivexti. En svo ég sé ekki að fara í málið of djúpt, þá máttu velja hvort kemur á undan, aukið peningamagn, verðbólga eða gengisfelling.

Peningamagn í umferð er ekki aukið eftir hentugsemi eins og þú orðar það, grunnhugmyndin er sú að það er gert til að örva neyslu þegar þörf er á. Núverandi peningamagn M2 er of mikið, sem má þakka ótepptu innstreymi af erlendu heildsölufjármagni fyrir hrun. Nú það þarf að draga úr peningamagni á næstu árum til að dempa skaðan þegar höftin fara, vonandi í náinni framtíð.

Mér sýnist sjónarhorn þitt einblína á með hverju þú getur borgað eða "trade-að" með í staðin fyrir að skoða hvers eðlis gjaldmiðillinn er. Hvað þú sem einstaklingur notar í vöruskiptum er trivial í sjálfu sér. Það sem skiptir máli er hvað hagkerfi notar til að trade-a og hvers eðlis sú mynt er og hvort það sé trúverðugleiki á bakvið þá mynt.




Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf Jellyman » Fim 10. Apr 2014 02:40

IkeMike skrifaði:Hver sá sem fjárfestir í BC með svona miklu spread-i er ekkert nema áhættusækinn en það svosem fer eftir nytum hvers og eins. Það er enn mikið volatility og það verður til staðar í fleiri ár til viðbótar, enda myntin ung, eins og þú segir. Ferillinn kann að fylgja "veldisvísisvexti" en það er engin ákveðin vaxtaregla sem verðbreytingarnar fylgja, getur allt eins kastað pening, tvíkostadreifing myndi gefa meiri nálgun. Hvað sem að því líður, ég tel það séu einstaklega fá dæmi um einhverja sem leggja fjármagn í BC til lengri tíma til þess að reyna ávaxta penginginn sinn, skynsamur fjárfestir færi í verðbréf með minna staðalfráviki frekar. Ég myndi gera það.


Margir fjárfestar horfa til langs tíma og kippa sér ekki upp við mikið staðalfrávik svo lengi sem trendið er uppávið, þeir sem eiga enn bitcoin frá 2013 eða lengra aftur í tímann hljóta að vera sáttir við 1000%+ ávöxtun sína, þessar sveiflur ganga þó ekki ef það á að nota Bitcoin sem gjaldmiðil en það lagast með stækkun markaðarins.

Að því sögðu þá mæli ég alls ekki með því að nokkur maður fjáresti í bitcoin án þess að skilja nákvæmlega hvað hann eru að fara útí.
Það eru töluverðar líkur á því að Bitcoin verði nánast verðlaus eftir nokkur ár t.d. vegna þess að eitthvað betra kemur í stað hans eða villa finnst sem ekki hægt er að laga. Hinsvegar ef það gerist ekki, þá er nánast bókað mál að hann verið gríðarlega verðmætur.

Að segja að fólk sem kaupir bitcoin sé ekkert nema áhættusækið er samt svolítið gróft, vissulega er stór meirihluti manna að vonast til þess að casha út eftir stóra uppsveiflu, en það situr þó alltaf eftir fólk sem skilur og veit hvað þetta er og hefur trú á þessu. Margir þeir sem græddu hvað mest á hækkun Bitcoin yfir árin hafa fjárfest til baka í sprotafyrirtæki fyrir Bitcoin sem munu líta dagsins ljós á næstunni, svo það fólk er vissulega áhættusækið en það er nú þannig sem hlutirnir gerast.

Mér þykir þó leiðinlegt að tala um Bitcoin sem einhverskonar fjárfestingu, þetta er bara svo miklu meira en einhver greater fool fjárfesting.




Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf Jellyman » Fim 10. Apr 2014 03:21

IkeMike skrifaði:
Jellyman skrifaði:
IkeMike skrifaði:Þú getur þess vegna lagt trú þína á möl og steina fyrir gjaldmiðla hvað það varðar, hví viltu svona óður leggja trúna á eins kvika mynt sem ekkert er á bakvið, sem meira að segja er kvikari en ísl krónan?


Ef þú sýnir mér möl eða stein sem ég get sent yfir hálfa jörðina á nokkrum secondum skal ég leggja mína trú á hann sem gjaldmiðil, svo lengi sem ég viti að það sé ekki hægt að gera fleiri svona steina eftir eigin hentugsemi og framboð hans sé vitað á hverjum tímapunkti.


Það yrði nú merkilegt ef þú gætir vitað peningamagn fyrirfam í umferð á hverjum tíma, það getur verið ágætis stjórntæki seðlabankans til að ákvarða stýrivexti. En svo ég sé ekki að fara í málið of djúpt, þá máttu velja hvort kemur á undan, aukið peningamagn, verðbólga eða gengisfelling.

Peningamagn í umferð er ekki aukið eftir hentugsemi eins og þú orðar það, grunnhugmyndin er sú að það er gert til að örva neyslu þegar þörf er á. Núverandi peningamagn M2 er of mikið, sem má þakka ótepptu innstreymi af erlendu heildsölufjármagni fyrir hrun. Nú það þarf að draga úr peningamagni á næstu árum til að dempa skaðan þegar höftin fara, vonandi í náinni framtíð.

Mér sýnist sjónarhorn þitt einblína á með hverju þú getur borgað eða "trade-að" með í staðin fyrir að skoða hvers eðlis gjaldmiðillinn er. Hvað þú sem einstaklingur notar í vöruskiptum er trivial í sjálfu sér. Það sem skiptir máli er hvað hagkerfi notar til að trade-a og hvers eðlis sú mynt er og hvort það sé trúverðugleiki á bakvið þá mynt.


Þetta kann ég að meta, alvöru umræða.
Hagfræði er ekki hörð vísindi. Það eru mismunandi skoðanir í hagfræði. Hagfræðin sem þú talar um virðist vera þessi venjulega Keynesian, þeir sem koma frá þeim skóla hefðu aldrei spá því að Bitcoin væri enn á lífi í dag, eftir 5 ár.
Ég ætla ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur, þó það væri kannski bara verra, því sérfræðingarnir hafa oftast rangt fyrir sér. En það er hvergi skrifað að hlutrnir verði að virka eins og þeir hafa gert (eða ekki?) síðustu 70 árin. Ég skil nú reyndar ekki hvað þú átt við að peningamagn í umferð sé ekki aukið eftir hentugsemi þegar það á að "örva neyslu".
Þetta eru allt bara ákvarðanir sem eru teknar hverju sinni, og oftast eru þær bara til hins verra langs tíma litið. Einnig má ekki gleyma því að þessi seðlabanki okkar er varla sá sem stjórnar peningamagni í umferð. Þrátt fyir að hann geti hækkað og lækkað vexti lána sem bankar taka fyrir smá M2 þá breytir það því ekki að þessir sömu banka gefa út lán sem ekki er innistæða fyrir[1], hvaðan kemur sá peningur? Að mínu mati væri nú kannski bara betra að vita fyrirfram hvesu mikið peningamagn er í umferð í næstu viku og taka í leið í burtu óvissu, því það er nánast ómöulegt að giska á hvaða ákvörðun er sú rétta fyrir hagkerfið, sjáðu bara hvernig hagfræðingar út um allan heim rífast um hvað skal gera.
Það er bara tímaspursmál hvenær þetta peningakerfi eins og við þekkjum í dag hrynur um sjálft sig og bankar á borð við Bank of England gera sér grein fyrir því.

[1]http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/mar/18/truth-money-iou-bank-of-england-austerity




IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf IkeMike » Fim 10. Apr 2014 15:25

Jellyman skrifaði:
Þetta kann ég að meta, alvöru umræða.
Hagfræði er ekki hörð vísindi. Það eru mismunandi skoðanir í hagfræði. Hagfræðin sem þú talar um virðist vera þessi venjulega Keynesian, þeir sem koma frá þeim skóla hefðu aldrei spá því að Bitcoin væri enn á lífi í dag, eftir 5 ár.
Ég ætla ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur, þó það væri kannski bara verra, því sérfræðingarnir hafa oftast rangt fyrir sér. En það er hvergi skrifað að hlutrnir verði að virka eins og þeir hafa gert (eða ekki?) síðustu 70 árin. Ég skil nú reyndar ekki hvað þú átt við að peningamagn í umferð sé ekki aukið eftir hentugsemi þegar það á að "örva neyslu".
Þetta eru allt bara ákvarðanir sem eru teknar hverju sinni, og oftast eru þær bara til hins verra langs tíma litið. Einnig má ekki gleyma því að þessi seðlabanki okkar er varla sá sem stjórnar peningamagni í umferð. Þrátt fyir að hann geti hækkað og lækkað vexti lána sem bankar taka fyrir smá M2 þá breytir það því ekki að þessir sömu banka gefa út lán sem ekki er innistæða fyrir[1], hvaðan kemur sá peningur? Að mínu mati væri nú kannski bara betra að vita fyrirfram hvesu mikið peningamagn er í umferð í næstu viku og taka í leið í burtu óvissu, því það er nánast ómöulegt að giska á hvaða ákvörðun er sú rétta fyrir hagkerfið, sjáðu bara hvernig hagfræðingar út um allan heim rífast um hvað skal gera.
Það er bara tímaspursmál hvenær þetta peningakerfi eins og við þekkjum í dag hrynur um sjálft sig og bankar á borð við Bank of England gera sér grein fyrir því.

[1]http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/mar/18/truth-money-iou-bank-of-england-austerity


Við greinilega erum að horfa á málið frá sitthvoru sjónarhorninu.

En þessi hagfræði sem ég talaði um er jú Keynesísk hagfræði, enda grunnfræðin, klassíska hagfræði er auðvelt að gagngrýna en erfitt að hrekja.

Allur þessu peningur sem þú spyrð um hvaðan komi var heildsölu lánsfjármagn sem streymdi inn í landið sem síðan viðskiptabankar fóru með í massífa útlánastarfsmi. Svo var aðrar ástæður og hlutir sem hjálpuðu til við að mynda hvata til þess að taka þessi tilteknu lán sem ég ætla ekki að fara útí. Ég ætla að gera ráð fyrir að þú sért að e-u leyti meðvitaður um hvað var í gangi. Getur lesið t.d Why Iceland.

Verðbólga orsakast af peningamagni og það er hlutverk seðlabankans, í þeirri mynd sem hann er í dag, er að stýra þessu tiltekna peningamagni með vaxtareglum Taylor's. Þess vegna hafa þeir verðbólgumarkmið. Því eru stýrivextir háir. Þeir halda vöxtum háum því verðbólguvæntingar þeirra eru að verðbólgan muni aukast á næstunni.

BC hefur alveg nokkra kosti eins og minni fjármagnskostnað og gagnsæa viðskiptasögu og all það. Mín persónulega skoðun er að þetta sé bara fínt uppá að gefa núverandi ríkisútgefnum myntum smá samkeppni. Og þetta spike sem BC fékk á seinasta ári var fínt puplicity.
En!

Hún þarf að nauðsynlega að minnka verðsveiflurnar sínar, það getur gerst ef fólk fer að trade-a meira með hana. Ef þú horfir á málið frá sjónarhorni þeirra sem taka við BC þá er myntin sem þú ert að taka á móti við í vöruskiptum er það kvik að á morgun getur hún fallið um 10%, það er kostnaður fyrir þig. Af hverju ættirðu að vilja það ? Síðan las ég að BC hefði fallið um einhver 15 prósent (leiðréttist ef ég fer rangt með það) þegar það lokaðist þessi síða Silicon Road sem seldi allt frá heróín yfir í skotvopn. Ein síða lokaðist og niður fór verðið... Burtséð frá "stóru hlutverkum" þessarar myntar í framtíðinni, þetta er beinlínis jákvæður hlutur fyrir BC... en jújú allt getur gerst.. Animal spirit og allt það ef þú ert Keynesari.

Það er margt sem getur drepið Bitcoin áður en hann verður "fiat" peningur, þeas. peningur sem hefur eitthvað stoðir á bakvið sig og verður trade-aður í einhverju magni.

Ég er ekki á móti BC, bara benda á alvarlega galla sem hún hefur ... That... Volatility...!!

Spjöllum aftur um þetta þegar svona cryptomyntir hafa tekið meiri fótfestu í framtíðinni :)




fjoni
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fös 28. Maí 2004 18:21
Reputation: 0
Staðsetning: kóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf fjoni » Lau 12. Apr 2014 14:30

Er að velta því fyrir mér hvað gerist þegar búið er að minea alla 21 miljón Bitcoin. Ég hef heyrt að það verði árið 2140 og minerar taka gjöld af hverri færslu.

Gætuð þið útskýrt þetta eitthvað nánar ?


:D

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf tdog » Lau 12. Apr 2014 17:28

fjoni skrifaði:Er að velta því fyrir mér hvað gerist þegar búið er að minea alla 21 miljón Bitcoin. Ég hef heyrt að það verði árið 2140 og minerar taka gjöld af hverri færslu.

Gætuð þið útskýrt þetta eitthvað nánar ?


Þeir mænast aldrei allir. Það verður alltaf óendanlegt brot af BTC eftir.




fjoni
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fös 28. Maí 2004 18:21
Reputation: 0
Staðsetning: kóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf fjoni » Lau 12. Apr 2014 18:09

Takk kærlega fyrir svarið :D

Þannig þetta óendilega sem verður eftir það er í raun borgunin sem minearar fá til þess að halda kerfinu gangandi?

En fer þá BTC yfir þetta 21 miljóna þak þá ?


:D

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar varðandi Aur og Bitcoin

Pósturaf tdog » Lau 12. Apr 2014 18:23

Nei, það er aðeins hægt að mæna 1/3 af höfuðstólnum í einu, svo þegar þessi 1/3 er búinn, þá er tekinn 1/3 af þessum 2/3 sem eftir voru, svona gengur þetta endalaust.