Varðandi Headphones
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1067
- Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
- Reputation: 28
- Staðsetning: Terra
- Staða: Ótengdur
Varðandi Headphones
Daginn vaktarar, er einhver verslun sem leyfir manni að prófa headphone'a áður en maður kaupir þá? fannst það svo mikil snilld þegar ég fór eitt sinn til Englands þar er ein plötubúð með heilu rakkana af headphoneum til að prófa :/ er svoleiðis einversstaðar hérna?
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1744
- Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
- Reputation: 40
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
Þetta er eitthvað sem vantar í allar búðir finnst mér, sérstaklega með heyrnatól
en pfaff eru held ég þeir einu sem gera þetta, veit samt ekki með hljóðfæra búðirnar hvort þær séu með þetta svona.
en pfaff eru held ég þeir einu sem gera þetta, veit samt ekki með hljóðfæra búðirnar hvort þær séu með þetta svona.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 635
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Reputation: 7
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
Þú getur prófað nokkur Grado headphones í Hljómsýn, það er líka hægt að prófa í Pfaff eins og er búið að nefna hér fyrir ofan. Svo er líka ekkert mál að hringja bara í nokkrar búðir og spyrja hvort það sé möguleiki um að fá að prófa.
-
- Nörd
- Póstar: 125
- Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
MrSparklez skrifaði:Þú getur prófað nokkur Grado headphones í Hljómsýn, það er líka hægt að prófa í Pfaff eins og er búið að nefna hér fyrir ofan. Svo er líka ekkert mál að hringja bara í nokkrar búðir og spyrja hvort það sé möguleiki um að fá að prófa.
Þú getur fengið að prufa ódýrustu grado´ana hjá hljómsýn . Kannski Ps-500 hjá þeim , mæli samt ekki með því að prufa þau því það gæti kostað þig feitan pening þeir eru frábærir sölumenn þar að auki . Mæli með að þú biðjir ekki um að hlusta á martin logan kvikindin sem þeir eru með þarna , það kostaði mig handlegg á sínum tíma .
Synd og skömm að pfaff séu einu sem hafi vit á því að hafa myndarlegan headphone rekka hérna á landinu svo ég viti til .
-
- Geek
- Póstar: 870
- Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
- Reputation: 7
- Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
Það var amk einhvernímann hægt í bæði Tölvutek í Borgartúni og í Skífunni í Kringlunni, En þar sem ég versla ekki lengur á þessum stöðum þá hef ég ekki hugmynd um hvort þetta sé ennþá möguleiki..
Það þyrfti að vera hægt að gera þetta á fleiri stöðum, líka með td. leikjamýs og lyklaborð.
Það þyrfti að vera hægt að gera þetta á fleiri stöðum, líka með td. leikjamýs og lyklaborð.
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant
-
- Kóngur
- Póstar: 6373
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 455
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
zjuver skrifaði:Það var amk einhvernímann hægt í bæði Tölvutek í Borgartúni og í Skífunni í Kringlunni, En þar sem ég versla ekki lengur á þessum stöðum þá hef ég ekki hugmynd um hvort þetta sé ennþá möguleiki..
Það þyrfti að vera hægt að gera þetta á fleiri stöðum, líka með td. leikjamýs og lyklaborð.
það var hægt að prufa fullt af heirnatólum í tölvutek í borgartúni og gat maður tengt þau beint í ipod eða síma, veit ekki hvort að það sé enþá í boði þar sem þeir eru núna.
en eini gallinn við það er að sum headphones einfaldlega þurfa magnara til að virka fullkomlega, til dæmis Sennheiser HD380 PRO þurfa magnara til að fá að njóta sín.
HD380 PRO einfaldlega virka ekki vel með ipodum og símum en um leið og þau eru komin í samband við magnara eða gott hljóðkort þá hreinlega blómstra þau!
er ekki viss með að pfaff sé með sín tengt við magnara.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
þeir eru mjög líklega með þau tengd við hátalaramagnara eins og þú ert með heima hjá þér við heimabíóið .
Það er mjög mismunandi hvort þú þurfir magnara , ef þú ert með þetta tengt í góða græju þá hefuru ekkert við headphone amp að gera . Kannski spurning þegar þú ert dottinn í pakka með 300 ohm impedans HD650 eða grado headphone sem þurfa mikinn straum vegna mjög lágs impedans sem er extreme´ið í hina áttina , en með þessi heyrnatól erum við að tala um 54ohms þannig að þú lendir ekki í veseni nema þú hafir crappy hljóðkort ,þá er spurning um að uppfæra það bara fyrst þú ert kominn með fancy headphones og vilt fá sem mest útúr þeim .
Það er mjög mismunandi hvort þú þurfir magnara , ef þú ert með þetta tengt í góða græju þá hefuru ekkert við headphone amp að gera . Kannski spurning þegar þú ert dottinn í pakka með 300 ohm impedans HD650 eða grado headphone sem þurfa mikinn straum vegna mjög lágs impedans sem er extreme´ið í hina áttina , en með þessi heyrnatól erum við að tala um 54ohms þannig að þú lendir ekki í veseni nema þú hafir crappy hljóðkort ,þá er spurning um að uppfæra það bara fyrst þú ert kominn með fancy headphones og vilt fá sem mest útúr þeim .
Re: Varðandi Headphones
Elko í smáranum eru með vegg með fullt af heyrnartólum, sem þú getur fengið að tengja í og prufa.
Því miður skortir Ísland samkeppni í heyrnartólum, bæði í hærri endanum og í almennilegum budget-fi heyrnartólum.
Ef þú ert að leita þér að portable gætirðu fengið að hlusta á noontec zoro í heimilistækjum, þetta eru wall of famers hjá honum Tyll, hef þó ekki prufað þau sjálfur http://www.innerfidelity.com/content/in ... pad-sealed .
Prufaði Hammo, sem er dýrari týpan og sound signature-ið höfðaði ekki til mín en heyrnartólin eru þó ekki slæm held ég.
Ætla að bæta við kísildal, þeir eru með tvo chi-fi gullmola til sölu frá somic sem eru sennilega ágætis kaup, annars vegar er það somic efi 82 mt, sem eiga sér áhugaverðan þráð á head-fihttp://www.head-fi.org/t/647289/somic-efi-82-mt-believe-the-hype og hinsvegar somic mh463 http://www.head-fi.org/t/637699/50mm-driver-open-air-full-size-cans-pop-out-of-nowhere-sound-amazing . www.kisildalur.is, það mætti kannski taka fram að þau síðarnefndu eru örlítið þyrstari og hafa gott af ágætis hljóðkorti en þurfa þó ekkert fancy til þess að hljóma vel.
Því miður skortir Ísland samkeppni í heyrnartólum, bæði í hærri endanum og í almennilegum budget-fi heyrnartólum.
Ef þú ert að leita þér að portable gætirðu fengið að hlusta á noontec zoro í heimilistækjum, þetta eru wall of famers hjá honum Tyll, hef þó ekki prufað þau sjálfur http://www.innerfidelity.com/content/in ... pad-sealed .
Prufaði Hammo, sem er dýrari týpan og sound signature-ið höfðaði ekki til mín en heyrnartólin eru þó ekki slæm held ég.
Ætla að bæta við kísildal, þeir eru með tvo chi-fi gullmola til sölu frá somic sem eru sennilega ágætis kaup, annars vegar er það somic efi 82 mt, sem eiga sér áhugaverðan þráð á head-fihttp://www.head-fi.org/t/647289/somic-efi-82-mt-believe-the-hype og hinsvegar somic mh463 http://www.head-fi.org/t/637699/50mm-driver-open-air-full-size-cans-pop-out-of-nowhere-sound-amazing . www.kisildalur.is, það mætti kannski taka fram að þau síðarnefndu eru örlítið þyrstari og hafa gott af ágætis hljóðkorti en þurfa þó ekkert fancy til þess að hljóma vel.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1067
- Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
- Reputation: 28
- Staðsetning: Terra
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
talandi um headphone'a, hvað mæla menn með undir 20K? er ekki til þráður um það?
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
Svona 100x skipti þá er hljómsýn eina hi-fi búðin á landinu . Aldrei keypt rusl þar. Sjónvarpsmiðstöðin og pfaff eru flottir jaðar-high end hifi staðir
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1075
- Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
- Reputation: 12
- Staðsetning: 108 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi Headphones
Nördaklessa skrifaði:talandi um headphone'a, hvað mæla menn með undir 20K? er ekki til þráður um það?
Það hafa margir mælt með Sennheiser HD 380 Pro hérna á vaktinni (þær kosta u.þ.b. 20k). Ég myndi hins vegar panta mér Audio Technica Ath-M50 sem myndi kosta 20-25k með vsk og það rugl sem er alveg vel þess virði að mínu mati.
Re: Varðandi Headphones
Erfitt að mæla með, þar sem ég held engin minna heyrnatóla séu fáanleg á Íslandi. Yfirleitt verða svona meðmæli líka bara þræðir þar sem fólk skrifar hvað það á og lýsir yfir hamingju sinni.
Áhugaverð kaup á Íslandi sem ég hef tekið eftir væru þessi 2 fyrrnefndu, bara fara í búðina og hlusta á þau. Þar að auki er það JVC HA-RX700 http://sm.is/product/lokud-heyrnartol-jvc-harx700 , upplýsingar finnast http://www.head-fi.org/products/jvc-ful ... headphones , þau fá iðulega tiltölulega góð ummæli sem budget.
On ear er klárlega noontec zoro í heimilistækjum fyrir 15 þúsund.
Einnig fást Panasonic RP-HTF600E í elko en kosta 20.000, þau hafa lengi þótt vera mjög góð kaup en eru heldur í dýrari kantinum á íslandi: http://www.head-fi.org/t/571005/the-pan ... -the-hd650
Sá ekki betur en að Pioneer SE-A1000 hafi verið til í bt, síðan leyfir mér ekki að linka þau þar sem linkurinn er brotinn. Þau eru annar möguleiki en sennilega of dýr m.v. gæði á Íslandi þráður hér: http://www.head-fi.org/t/571005/the-pan ... -the-hd650
Persónulega myndi ég halda að somic MH463 úr kísildal væru bestu eða nærri bestu kaupum á Íslandi í þessum verðflokki. Þá er sérstaklega mælt með að fá sér http://www.turtlebeach.com/product-deta ... ushion/156 púða sem gera þau víst alveg gourmet þægileg til lengri tíma. Hafðu samt í huga að þau eru opin
Áhugaverð kaup á Íslandi sem ég hef tekið eftir væru þessi 2 fyrrnefndu, bara fara í búðina og hlusta á þau. Þar að auki er það JVC HA-RX700 http://sm.is/product/lokud-heyrnartol-jvc-harx700 , upplýsingar finnast http://www.head-fi.org/products/jvc-ful ... headphones , þau fá iðulega tiltölulega góð ummæli sem budget.
On ear er klárlega noontec zoro í heimilistækjum fyrir 15 þúsund.
Einnig fást Panasonic RP-HTF600E í elko en kosta 20.000, þau hafa lengi þótt vera mjög góð kaup en eru heldur í dýrari kantinum á íslandi: http://www.head-fi.org/t/571005/the-pan ... -the-hd650
Sá ekki betur en að Pioneer SE-A1000 hafi verið til í bt, síðan leyfir mér ekki að linka þau þar sem linkurinn er brotinn. Þau eru annar möguleiki en sennilega of dýr m.v. gæði á Íslandi þráður hér: http://www.head-fi.org/t/571005/the-pan ... -the-hd650
Persónulega myndi ég halda að somic MH463 úr kísildal væru bestu eða nærri bestu kaupum á Íslandi í þessum verðflokki. Þá er sérstaklega mælt með að fá sér http://www.turtlebeach.com/product-deta ... ushion/156 púða sem gera þau víst alveg gourmet þægileg til lengri tíma. Hafðu samt í huga að þau eru opin
Re: Varðandi Headphones
Tesy skrifaði:Nördaklessa skrifaði:talandi um headphone'a, hvað mæla menn með undir 20K? er ekki til þráður um það?
Það hafa margir mælt með Sennheiser HD 380 Pro hérna á vaktinni (þær kosta u.þ.b. 20k). Ég myndi hins vegar panta mér Audio Technica Ath-M50 sem myndi kosta 20-25k með vsk og það rugl sem er alveg vel þess virði að mínu mati.
ATH M50, alltaf mjög klassískt recommendation, mögulega ekki efst á lista yfir performance/price en þau höfða bara til svo fjandi margra að þau eru alltaf góð meðmæli. Ef þú ætlar að flytja inn þá myndi ég skoða heyrnartól sem heita Takstar pro80 og að sjálfsögðu eiga þau sér þráð! http://www.head-fi.org/t/585356/the-tak ... hon-thread mæli með að henda í svona með þeim http://www.mp4nation.net/brainwavz-hm5-spare-earpad-1pc það er bara bilun hvað þau verða þægileg með þessum púðum. Þetta eru mín personal favourites í undir 20 þúsunda flokki og hægt að fá þau líka með mic ef þú spilar leiki branded af QPAD sem qh-90 örlítið dýrari.
Annar möguleiki sem er talsvert ódýrari er http://jaycar.co.uk/productView.asp?ID= ... rm=KEYWORD sem er rebrand af brainwavz HM5. Þú gerir alveg fáránleg kaup ef miðað er við markaðsverð á HM5 í bandaríkjunum en mér finnst persónulega hljómurinn í pro80 vera betri en HM5 á öllum sviðum (tærari, þéttari bassi, fallegri miðtónar, miklu betra extension á háu tónum, betra soundstage).