Síða 1 af 1

Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 00:44
af daremo
Fann þessar pöddur í pizzadeigi sem ég keypti í Fjarðarkaup fyrir uþb mánuði síðan.

Sendi þeim póst með þessari mynd en þeim fannst þetta greinlega ekki nógu mikilvægt, og svöruðu ekki, og eru enn að selja þessa vöru.



Mynd

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 00:53
af rapport
Ég hefverið að heyra mikið af pöddusögum þessa dagana.

Mikið um að staðir skoli ekki salat = garanterað að það séu pöddur í því...

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 00:55
af tanketom
hvaða hvaða smá auka prótín :megasmile Þar að auki mun brauðið vera mun óhollar fyrir þig

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 01:20
af daremo
tanketom skrifaði:hvaða hvaða smá auka prótín :megasmile Þar að auki mun brauðið vera mun óhollar fyrir þig


Mér er alveg sama hvað þér og þínum anti-brauð kollegum og kolvetnis-phobia samsæriskenningsaumingjum finnst. Pöddur í íslenskum vörum eru ógeð.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 01:26
af vikingbay
pöddur í öllum vörum eru ógeð, en það er svosem bara mín skoðun..

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 01:28
af daremo
Btw, ég hef keypt þetta pizzadeig í mörg ár. Hef meira að segja mælt með því við vini og vandamenn.
Kannski er það svona gott af því það er pöddubragð af því.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 01:47
af vikingbay
bíddu er þetta mynd af því eftir að þú bakaðir pítsuna eða?

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 01:47
af daremo
Sjáið líka skv innihaldslýsingunni að ekkert ætti að útskýra svörtu fletina í brauðinu. Greinilega saxaðar pöddur, og hvers vegna er brauðið svona gult?

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 01:48
af daremo
vikingbay skrifaði:bíddu er þetta mynd af því eftir að þú bakaðir pítsuna eða?


Já.. Ég bakaði pizzuna og borðaði mikið af henni. Ég er reiður :)

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 01:55
af thorir83
þetta er viðbjóður gerðu öllum greiða og láttu heilbrigiðseftirlitið vita

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 07:51
af Benzmann
hringja á staðinn, senda fleiri pósta, mæta á staðinn ?

myndi ekki láta bjóða mér þetta

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 08:30
af lukkuláki
daremo skrifaði:Fann þessar pöddur í pizzadeigi sem ég keypti í Fjarðarkaup fyrir uþb mánuði síðan.
Sendi þeim póst með þessari mynd en þeim fannst þetta greinlega ekki nógu mikilvægt, og svöruðu ekki, og eru enn að selja þessa vöru.


Sendirðu póst á Fjarðarkaup? Sendu líka póst á Okkar Bakarí sem býr til vöruna.
okkarbakari@okkarbakari.is
Trúi ekki öðru en að þeir svari.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 09:14
af KermitTheFrog
daremo skrifaði:Btw, ég hef keypt þetta pizzadeig í mörg ár. Hef meira að segja mælt með því við vini og vandamenn.
Kannski er það svona gott af því það er pöddubragð af því.


Fyritgefðu,en afþví að þú hafir einusinni fundið pöddu í þessu þýðir ekki að það hafi alltaf verið pöddur í þessari vöru.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 15:12
af braudrist
Mér finnst nú lágmark að fólkið hjá Fjarðarkaup svari og biðjist velvirðingar á þessu. Bjóða honum líka kannski skaðabætur eins og kassa af pizzadegi eða eitthvað. Fara varla á hausinn við það.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 15:33
af lukkuláki
braudrist skrifaði:Mér finnst nú lágmark að fólkið hjá Fjarðarkaup svari og biðjist velvirðingar á þessu. Bjóða honum líka kannski skaðabætur eins og kassa af pizzadegi eða eitthvað. Fara varla á hausinn við það.


Þetta getur alveg hafa gleymst og ekkert að því að ítreka póstinn. Sá sem las póstinn upphaflega gæti hafa gleymt þessu, farið í frí, verið rekinn, sagt upp, verið veik/ur eða bara flett yfir þetta.
Um að gera að ítreka póstinn og krefjast svara. (Án þess að vera með dónaskap)

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 15:36
af Baraoli
ég get lofað þér því að þú færð þetta bætt sem fyrst ef þú talar beint við byrgjan.
búðin mun þurfa að ''biðjast afsökunar og endurgreiða þér, mögulega(kanski) færðu eitthvað umfram þetta tilbaka(þeir þurfa að hafa samband við byrgjan).
því er alltaf best þegar kemur að einhverju svona að hafa samband beint við byrgjan og segja honum frá þessu. ef þeir er ekki sama um orðspor sitt þá bæta þeir þér þetta og endurkalla restina sem eftir er af þessum stimpli (dagsetningu.) sem eru í sölu í búðunum.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Fim 03. Apr 2014 15:59
af EggstacY
daremo skrifaði:
tanketom skrifaði:hvaða hvaða smá auka prótín :megasmile Þar að auki mun brauðið vera mun óhollar fyrir þig


Mér er alveg sama hvað þér og þínum anti-brauð kollegum og kolvetnis-phobia samsæriskenningsaumingjum finnst. Pöddur í íslenskum vörum eru ógeð.


Taktu þetta aðeins meira nærri þér töffari.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Lau 05. Apr 2014 20:55
af daremo
KermitTheFrog skrifaði:
daremo skrifaði:Btw, ég hef keypt þetta pizzadeig í mörg ár. Hef meira að segja mælt með því við vini og vandamenn.
Kannski er það svona gott af því það er pöddubragð af því.


Fyritgefðu,en afþví að þú hafir einusinni fundið pöddu í þessu þýðir ekki að það hafi alltaf verið pöddur í þessari vöru.


Það er alveg satt. Sá þetta bara fyrir tilviljun þegar ég reif endann á pizzunni sem ég bakaði í sundur og ætlaði að setja í munninn á mér.
Hver veit samt. Þetta hefur alltaf verið svolítið sérstakt deig. Betra en annað sem ég hef smakkað. Kannski eru það pöddurnar.


Baraoli skrifaði:ég get lofað þér því að þú færð þetta bætt sem fyrst ef þú talar beint við byrgjan.
búðin mun þurfa að ''biðjast afsökunar og endurgreiða þér, mögulega(kanski) færðu eitthvað umfram þetta tilbaka(þeir þurfa að hafa samband við byrgjan).
því er alltaf best þegar kemur að einhverju svona að hafa samband beint við byrgjan og segja honum frá þessu. ef þeir er ekki sama um orðspor sitt þá bæta þeir þér þetta og endurkalla restina sem eftir er af þessum stimpli (dagsetningu.) sem eru í sölu í búðunum.


Ástæðan fyrir því að ég hafði samband við búðina (sem nú er búin að hafa samband, og segist fara í málið "strax") var að ég treysti búðinni frekar að losa sig við vöruna, mun meira en ég treysti birgjanum að losa sig við lélegt hreinlæti. Hef verslað við Fjarðarkaup í mörg ár og eins og allir vita sem versla þar, er þetta ein síðasta "alvöru" búðin á landinu, sem er ekki bara rekin fyrir hreinan hagnað.

Re: Aðskotahlutir í vörum

Sent: Lau 05. Apr 2014 23:01
af Minuz1
Talaðu beint við framleiðsluaðillann eða heildsalan (ef varan er útlensk).
Ef þú vilt vera vondur, þá hringir þú í heilbrigðiseftirlitið og þeir kíkja í heimsókn og skilja eftir 100 þús reikning.