Síða 1 af 1
Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 10:16
af holavegurinn
Er með privat lykilinn en hvernig millifæri ég á veskið mitt?
Sama hvort það sé í aura forritinu í tölvunni eða á síðunum
Á ég ekki að geta notað þennan lykil til að borga inn á það?
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 10:48
af Sidious
Kíktu á póstinn fyrir ofan þinn.
viewtopic.php?f=86&t=602861. Ná peningum af pappírsveski
Til að koma AUR af pappírsveski og yfir á tölvu þarf að setja upp veski á tölvunni, undir Help > Debug Window og síðan Console er þessi skipun slegin inn "importprivkey AuroraCoinprivkey [label]" án gæsalappa þar sem AuroraCoinprivkey er private lykilinn og label getur verið hvað sem er.
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 10:59
af holavegurinn
Ég var búinn að prófa þetta, en það gerist ekkert.
Hvað á að gerast þegar ég er búinn að ýta á enter?
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 11:04
af Sidious
Minnir mig að ekkert hafi komið hjá mér. Stuttu seinna var þetta komið í balance í veskinu.
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 11:07
af holavegurinn
Okei takk fyrir þetta. Ég prófa bara að bíða rólegur.
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 11:12
af KermitTheFrog
Þegar ég gerði þetta þá virkaði þetta ekki án þess að ég slökkti á netinu í tölvunni.
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 11:14
af holavegurinn
Hvað er þetta block chain?
current number of blocks 6682
Etimated total blocks 6682
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 11:15
af dori
holavegurinn skrifaði:Hvað er þetta block chain?
current number of blocks 6682
Etimated total blocks 6682
Block chain er dreifður gagnagrunnur yfir allar færslur sem hafa verið gerðar.
https://en.bitcoin.it/wiki/Block_chain
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 11:34
af holavegurinn
Er búinn að prófa þetta 3x núna, adressan kemur inn undir 'recive coins'
En það er ekki búið að koma neitt transaction
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 12:04
af AciD_RaiN
holavegurinn skrifaði:Er búinn að prófa þetta 3x núna, adressan kemur inn undir 'recive coins'
En það er ekki búið að koma neitt transaction
Nákvæmlega sama og gerðist hjá mér og allt bara í núlli... Það eru 2 dagar síðan og ég er búinn að prófa að setja þetta upp í annarri tölvu og öll trikkin sem ég hef fundið hér og á örðum forums
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 01. Apr 2014 12:17
af KermitTheFrog
Er veskið ykkar encryptað? Prófiði að encrytpta það, slökkva á wifi / unplugga netkapli og prófið þetta aftur.
Þegar veskið er encryptað þarf að slá inn fyrst "walletpassphrase [lykilorð] 600" og slá svo inn importprivkey dótið.
Re: Hjálp auroracoin!
Sent: Þri 08. Apr 2014 19:07
af amalia
Finn þetta ekki Help > Debug Window og síðan Console hvar finn ég þetta þegar ég gerði það sem ég hélt ég ætti að gera þá fékk ég svartan glugga en svo hvarf hann strax hélt kannski að það væri consolinn