Sælir félagar. Ég var að pæla í hvort þið lumið á einhverjum sniðugum 1. apríl hrekk sem ég get notað á fjölskylduna mína sem er ekki alltof flókinn að framkvæma eða of dýr.
Mér er búið að detta í hug að skipta á kreatínin-duftinu sem bróðir minn á fyrir hjartarsalt en mig langar að hrekkja líka restina af fjölskyldunni, einhverjar hugmyndir?
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Lau 29. Mar 2014 16:12
af GönguHrólfur
Segðu að þú sért að koma úr skápnum
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Lau 29. Mar 2014 16:16
af Bjosep
Besta hlaupið væri náttúrulega ef þú verður "heppinn" en að sjálfsögðu með öryggið á oddinum að láta eins og hulsan hafi horfið á einhvern ótrúlegan hátt áður en boltinn fór yfir marklínuna, sérstaklega sniðugt ef viðkomandi er ekki með 4 menn í vörn (ef þú skilur mig ). Síðan skutlarðu henni í apótekið til að fá daginn eftir 4ða leikmanninn og leyfir henni að svitna aðeins í bílnum yfir varnarvinnunni. Síðan þegar hún kemur út í bíl eftir að hafa sótt fjórða varnarmanninn þá bíðurðu eftir henni skælbrosandi með hulsuna fulla af marklínudufti. Getur ekki klikkað.
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Lau 29. Mar 2014 16:35
af lukkuláki
Kauptu OREO kex og láttu tannkrem í staðinn fyrir kremið á milli
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Lau 29. Mar 2014 16:51
af rango
GönguHrólfur skrifaði:Segðu að þú sért að koma úr skápnum
Enn á hann ekki að plata fólk
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Lau 29. Mar 2014 21:12
af vikingbay
Bjosep skrifaði:Besta hlaupið væri náttúrulega ef þú verður "heppinn" en að sjálfsögðu með öryggið á oddinum að láta eins og hulsan hafi horfið á einhvern ótrúlegan hátt áður en boltinn fór yfir marklínuna, sérstaklega sniðugt ef viðkomandi er ekki með 4 menn í vörn (ef þú skilur mig ). Síðan skutlarðu henni í apótekið til að fá daginn eftir 4ða leikmanninn og leyfir henni að svitna aðeins í bílnum yfir varnarvinnunni. Síðan þegar hún kemur út í bíl eftir að hafa sótt fjórða varnarmanninn þá bíðurðu eftir henni skælbrosandi með hulsuna fulla af marklínudufti. Getur ekki klikkað.
æi ég er svo mikill sökker fyrir svona bulli
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Lau 29. Mar 2014 21:15
af hfwf
Held að fólk þurfi fyrst að skilja hvernig 1. Apríl gengur fyrir sig, þetta heitir "Að hlaupa apríl" svona áður en fólk byrjar á að henda inn ég er ófrísk mynd á FB eða álíka.
lukkuláki skrifaði:Kauptu OREO kex og láttu tannkrem í staðinn fyrir kremið á milli
LOL þetta er snilld
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Sun 30. Mar 2014 03:25
af urban
lukkuláki skrifaði:Kauptu OREO kex og láttu tannkrem í staðinn fyrir kremið á milli
calm down there satan
Re: Hugmyndir að 1. apríl hrekkjum?
Sent: Sun 30. Mar 2014 08:30
af lukkuláki
hfwf skrifaði:Held að fólk þurfi fyrst að skilja hvernig 1. Apríl gengur fyrir sig, þetta heitir "Að hlaupa apríl" svona áður en fólk byrjar á að henda inn ég er ófrísk mynd á FB eða álíka.
Þetta er rétt hjá þér en mér finnst alveg óþarfi að taka þetta svona bókstaflega. Reyna bara að hafa gaman af þessu og hrekkja með hvaða aðferð sem er.