Síða 1 af 1

Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 11:25
af fedora1
Sælir
Ég er með 4 ára thinkpad vél sem ég væri alveg til í að endurnýja. Málið er samt að þessar vélar kosta 350-550 kall þannig að líklega vill fyrirtækið ekkert splæsa í nýja fyrr en gamla er nánast dáin.

Hvað segið þið sem vinnið í IT og eruð með fartölvu frá vinnuveitanda. Hversu oft endurnýjið þið vélina og hvað verður um gömlu vélina :?:

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 11:38
af Pandemic
350þúsund er klink fyrir atvinnurekanda miðað við að hafa þig í vinnu og productive. Ég hef nú ekki enn fengið nýja tölvu en ég skipti í Macbook Pro frá Thinkpad þar sem vélin sem ég var með til að byrja með var algjört mánudagseintak.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 12:01
af Stutturdreki
Leiðinlegt að segja þér það en vinnuvélin þín er dáin, farðu til vinnuveitanda þíns og fáðu nýja! Fjögur ár er of mikið, myndi segja að 2-3 ár væru max. En kannski hef ég verið ofdekraður í gegnum árin.

Ef vinnuveitandinn er ósáttur við það bentu þeim á að fara að kynna sér nútímalegri starfsmannastefnur.

Edit:
Hvað verður um vélina? Þú getur selt hana hérna á vaktinni, vinnuveitandinn hefur kannski einhver önnur not fyrir hana eða bara eitthvað.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 12:05
af Gislinn
Pandemic skrifaði:350þúsund er klink fyrir atvinnurekanda miðað við að hafa þig í vinnu og productive. Ég hef nú ekki enn fengið nýja tölvu en ég skipti í Macbook Pro frá Thinkpad þar sem vélin sem ég var með til að byrja með var algjört mánudagseintak.


Sammála þessu, 350 þús er bara klink ef ný tölva leiðir af sér að þú verðir meira productive. Ekki samt gleyma því að ef vélin kostar 350 þús m. vsk. þá er fyrirtækið ekki að greiða nema um 280 þús fyrir hana þar sem fyrirtækið fær vsk. til baka.

Ég myndi telja eðlilegt að skipta um tölvur á ca. 3 ára fresti.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 12:28
af AntiTrust
Við erum með Thinkpad vélar, fer rosalega eftir stöðu hversu fljótt þú færð endurnýjun en það eru sjaldnast eldri en 2 ára vélar í almennri notkun. Ekki gleyma því heldur að burtséð frá VSK sem fyrirtækið fær til baka þá getur verið allt að 40% afsláttur af búðarverði til stórfyrirtækja.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 12:49
af Garri
Mundi nú segja að það færi algjörlega eftir því í hverskonar vinnu þú ert að vinna með þessa tölvu.

Tölva fyrir venjulegan IT-mann þarf ekki að vera svo rosalega öflug, en vissulega get ég séð tilvik þar sem öflug tölva mundi spara einhvern tíma.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 13:32
af depill
2 ár, 3 ár algjört hámark.

Þú þarft að vera á lúserlaunum og gera frekar ómerkilega hluti ef þetta er veggur fyrir fyrirtæki þitt.

Mín vél til dæmis kostar frá OK 399.900 kr + einhverja aukahluti. Segjum að fyrirtækið mitt fái engan afslátt þá gerir það 318.725 kr án vsk ( fyrirtækið fær það endurgreitt ).

Segjum að þeir geri ráð fyrir því að vélin endist í 2 ár ( 24 mánuðir ), þá kostar vélin þá 13.280 kr fyrir utan reyndar fjármagnskostnað sem ætti auðvita að reikna inní. En allavega næstum enginn peningur. Þín vél er 4 ára og segjum að hún hafi bara kostað 500.000 kr með öllu á sínum tíma þá erum við samt bara að tala um 10.416 kr ( fyrir utan fjármagnskostnað ) jafnvel þó að þessi upphæð sé með vsk ( sem þessi vél kostaði alveg örugglega ekki ).

Hins vegar ef ég væri að reka fyrirtækið sem þú værir að vinna hjá myndi þetta allt fara eftir því hvað þú ert að gera. Til dæmis er ég ekkert að flýta mér að uppfæra eldgömlu vélina hans Pabba vegna þess að hann vinnur 95% í bókhaldsforriti sem er keyrt í remote desktop sem þýðir að vélin hans er basicly thin-client. Þannig að iPadinn hans + þessi gamla vél er meira en nóg. Ef hún er að tefja þig í starfi þá er þessi 10 - 12 þúsund kall á mánuði sem fyrirtækið þarf að forka út enginn peningur.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 18:22
af rapport
Ég vil endilega passa mig á að svara málefnalega, finnst vanta forsendu...


Við hvað ertu að vinna?

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 19:22
af fedora1
Ég vinn hjá fyrirtæki sem þjónustar önnur fyrirtæki. Tengist oft með VPN og laga stuff.
Böggar mig mest að ég vil keyri linux á lappanum, og þarf stundum að tengjast með vpn client sem ekki er til á linux, þannig að ég þarf að vera með virtualvél.
Er samt bara með 4G í minni og örgjörfinn er bara Intel(R) Core(TM)2 Duo CPU T9600 @ 2.80GHz

Maður vill ekkert vera óhóflega frekur, en það er ekkert afgangs að vera með virtualvél í gangi. Er frekar að spá í að biðja um nýja vél heldur en um meira minni í núverandi vél.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 20:33
af Gislinn
fedora1 skrifaði:*snip*Böggar mig mest að ég vil keyri linux á lappanum, og þarf stundum að tengjast með vpn client sem ekki er til á linux, þannig að ég þarf að vera með virtualvél.*snip*


Hvaða vpn client þarftu að nota sem þú getur ekki notað á linux? Hefuru athugað hvort hann virki undir Wine?

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 21:07
af GuðjónR
fedora1 skrifaði:Er samt bara með 4G í minni og örgjörfinn er bara Intel(R) Core(TM)2 Duo CPU T9600 @ 2.80GHz

Nuff said!

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 21:34
af akarnid
3 ár er algengt. Hjá mér var ákveðið að fara í 4 ár á minni deild, en þá eru líka keyptar top of the line thinkpads handa liðinu.

Ég get fengið Macbook Pro og fæ sjálfur á næstunni nýja Retina Macbook Pro, fullly specced. Það er ekkert að því að hafa vélarnar vel specced, sérstaklega ef þú ert með eitt, tvö eða jafnvel 3 þróunarumhverfi í gangi, plús virtual vélar og þess háttar.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 21:42
af fedora1
Gislinn skrifaði:Hvaða vpn client þarftu að nota sem þú getur ekki notað á linux? Hefuru athugað hvort hann virki undir Wine?


Td. Checkpoint. Hef ekki reynt að nota hann með wine. Finnst hann nógu leiðinlegur á windows, þó ég fari ekki að blanda wine inn í keðjuna :)

Held að það sé kominn tími á nýja vél. Þá er bara spurning hvaða thinkpad maður skellir sér á :)

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Þri 18. Mar 2014 21:51
af Gislinn
fedora1 skrifaði:
Gislinn skrifaði:Hvaða vpn client þarftu að nota sem þú getur ekki notað á linux? Hefuru athugað hvort hann virki undir Wine?


Td. Checkpoint. Hef ekki reynt að nota hann með wine. Finnst hann nógu leiðinlegur á windows, þó ég fari ekki að blanda wine inn í keðjuna :)

Held að það sé kominn tími á nýja vél. Þá er bara spurning hvaða thinkpad maður skellir sér á :)


Hann fær Garbage einkun í appdb hjá Wine hvort sem er. (linkur)

En já ný tölva er mjög sennilega málið.

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Mið 19. Mar 2014 12:04
af rapport
viewtopic.php?f=11&t=58288


Fara budget leiðina og kaupa notað ;-)

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Fim 20. Mar 2014 09:28
af kusi
Ég fékk nýja T430 í fyrra í staðinn fyrir Thinkpad T60 frá árinu 2007 (ekki widescreen!). Var búinn að fá SSD og 8gb í minni til að framlengja hana aðeins en 6 ár eru bara alltof mikið.

Gæðin á Thinkpad vélunum þýða að þær endast von úr viti en ef maður er í þungri vinnslu þá dugar það ekki eitt til að hún líti enn vel út, örgjörvinn verður á endanum flöskuháls.

Það er að mínu mati mis mikill skilningur á því hvað góður búnaður gerir fyrir starfsfólkið, bæði hvað varðar afköst og starfsánægju. Það eru því miður ekki nógu margir yfirmenn sem vita að þetta er góð leið til að auka starfsánægju og mun ódýrara að kaupa góða tölvu og stóran skjá en að t.d. hækka laun. Síðan er það þekkt, þó það sé oft ekki góður skilningur á því, að það getur valdið mikilli togstreitu á vinnustöðum ef fólk hefur mis góðan búnað, þ.e. ef einhver fær t.d. nýja tölvu en ekki annar eða ef úthlutun á búnaði er handahófskennd eða "ósanngjörn". Starfsfólk sem upplifir sig "vanrækt" eða "vanmetið" á þennan hátt er líklegt til að "hefna sín", draga viljandi úr afköstum, stela ofl. ef óánægjan nær að grassera. Góð tölvuaðstaða er því ekki bara tæknimál heldur líka mikilvægt út frá sjónarmiðum mannauðsstjórnunar.

Af þeim sögum sem maður heyrir er oft góð aðstaða í tölvufyrirtækjum, sennilega þar sem yfirmennirnir eru "nördar" sjálfir og hafa því kannski betri skilning á þessu. Í þeim bransa sem ég vinn er það ekki raunin auk þess sem það eru bara ekki nægir peningar til að hægt sé að bjóða upp á góðan tölvubúnað og vinnuaðstöðu. Það hjálpaði mér á endanum koma með góð rök fyrir því að ég þyrfti betri vél og svo tuða hæfilega mikið :)

Re: Hvað þarf vinnulappinn að endast lengi hjá ykkur ?

Sent: Fim 20. Mar 2014 09:51
af gullielli
IT deildin hjá mér endurnýjar á 5-7 ára fresti sem er heldur langt tímabil en miðað við hvernig vélbúnaður er í dag þá finnst mér það eiga duga lengur en í 2-3 ár eins og er víst á sumum vinnustöðum. Ný vinnuvél á 2ja ára fresti er bara algjört bruðl að mínu mati...

...having said that, þá gerði ég þau mistök að hugsa "lítið og meðfærilegt" þegar það var komin að endurnýja T61 vinnuvélina. Ég óskaði eftir og fékk x230 vegna þess að ég mat það sem svo að lítil og nett vél væri þægilegra fyrir mig. Þrusugóð vél, 12,5" IPS skjár, 4gb ram(þarf að setja í 8gb..), i5 örri.. EN skjárinn er bara of lítill :P don't make the same mistake I did!