Síða 1 af 1

nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 18:33
af Jon1
jæja dreginr, og stúlkur ?

ég er búin að vera í veseni við nóva útaf síma kaupum hjá þeim núna í allltof langan tíma
þetta byrjaði þannig að ég keypti htc one síma hjá þeim , svakalega fallegir síma og að öllu leiti síminn fyrir mig.
þetta eintak var hinsvegar bilað (hátalarinn fór mjög snemma) ég fékk annan síma sem var voða skrítinn byrjaði
þannig að þegar ég var ekki að fikkta í smímanum þá minkaði sambandið niður í eitt strik þetta varð fljótlega þannig
að síminn varð alveg sambandslaus og á endanum var ekki einusinni nóg að vera að fikkta í símanum. Svo ég fór og
skipti út síma númer 2! þegar þeir loksins komast yfir það að skoða þennan síma þá fæ ég annan (gleymdist reyndar
að láta mig vita að það væri búið að ákveða það) en anyways ég kem og fæ annan síma, þessi var reyndar ekki í pakkanum
eins og hinir höfðu verið sem var svoldið skrítið þannig ég tek plastið af símanum og skoða hann og fikkta aðeins í honum
ég sé að síminn er að gera það sama og hinn( semsagt minka sambandið þegar ég er ekki að nota hann) og það sem meira er
það er dæld í rammanum utan um símann! þannig ég skila símanum aftur(er ekki farinn nema nokkra metra frá nóva og ennþá
inní smáralind svona 5 mins fyrir utan röðina sem ég þurfti að bíða í). núna kemur það upp vegna samskiptaleysis innan að það lýtur
út fyrir að ég hafi farið með síman og komið aftur seinna og ekki látið vita af dældinni fyrr en ég hringdi til að ýta á þetta því
þetta var sími nr 3. og nova núna búið að hafa síman lengur en ég! þannig þeir vilja ekki skipta við mig um síma útaf þeirra
samskipta mistökum s(samt búin að hringja og pirrast yfir þessu og þetta er eitthvað í yfir mönnum )

er eitthvað sem ég get gert ?

Re: nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 18:54
af rango
Jon1 skrifaði:jæja dreginr, og stúlkur ?


Það er enn ósönnuð mýta?


Enn já þú ert líklegast fucked nema þú finnir gæjann sem afhenti þér símann + þann sem tók við honum aftur,


þeir höfðu af mér þúsund krónur vegna þess að sjálfvirka "5Gb" áskriftin klikkaði enn "1000Kr" inneignin flaug í gegn 5 mínútum seinna.
ætla s.s. að flytja mig annað þar sem þetta helvíti kemur bara í heimabankann.

Re: nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 18:56
af Jon1
ég er með vitni að þessu öllu , en mála ferli er ekki eitthvað sem ég á efni á :S

Re: nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 19:01
af rango
Jon1 skrifaði:ég er með vitni að þessu öllu , en mála ferli er ekki eitthvað sem ég á efni á :S


Ekki vera nasty, stattu bara á þínu og komdu þinni hlið á þessu í gegn.

Bíddu eftir svari, útskýrðu svo að þú labbaðir nokkur skref tókst eftir dældinni og labbaðir rakleiðis inn.
skrifaðu niður svarið við því,

Ef það virkar ekki segður þá að þú viljir fyrst reyna að afgreiða þetta í gegnum nova, enn þú munir ef þú þurfir fara með þetta í neytendasamtökin.

Þú átt að fá síma sem virkar og það er ekki í lagi að fá tvisvar síma sem virkar ekki og svo það sem lýtur út fyrir að vera notaður sími í þriðja skiptið.

ég á sjálfur HTC one og þetta er yndislega sturdy tæki.

Re: nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 19:06
af Xberg
Hefuru prófað að skipta um símkort, eða bara prófað annað símkort í símann.

Annars er bara best að reyna tala við þá í góðu, og fá síma Nr 4 og prófan strax á staðnum og eyða smá tíma í búðinni.

Re: nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 19:44
af arons4
Viss um að þetta með sambandið sé ekki hreinlega bara power saving á símanum? Síminn slekkur á data þegar hann er á sleep sjálfkrafa ef power saving er á.

Re: nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 21:50
af Jon1
já auðvita þetta fór alla leiðina til htc úti því þessir símar eru ekki opnaðir hérna heim ef þá alment , þar fékkst að þetta væri hardware issue

Re: nova rant :(

Sent: Fös 14. Mar 2014 21:51
af Jon1
þori ekki að segja að nýji síminn hafi verið eins , leit út fyrir það en það er ekki vandamálið

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 14:01
af Jon1
jæja núna , vilja þeir senda mér nýjan síma og allt í góðu! en ég er að spá þetta er 4 símtækið sem þeir vilja gefa mér, mig langar hreinlega að fá endrugreitt .ég borgaði 130 þúsund fyrir þennan síma á sínum tíma !
ég er ekki búin að fá að nota hann neitt og núna er ég loksins (vonandi ) að fá hann í hendurnar , þannig ég borgaði 130 þús fyrir það að bíða eftir síma sem ég hefði getað keypt núna á 99 þús.

það sem ég er að spá, er ekki í lögum að eftir 2 bilanir þá má ég krefjast endurgreiðslu ? og er það eitthvað sem virkar bara ef þetta er sama símtæki en ekki útskipt ?

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 14:03
af AntiTrust
Þegar sama vandamálið hefur komið þrisvar sinnum upp áttu rétt á nýju eða sambærilegu tæki, þó aldrei lakara. Man ekki hvort það er klausa um endurgreiðslu.

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 14:07
af Jon1
mhm verður að vera sama vandamál . getur eitthver bent mér á hvar ég get lesið mér til um þetta

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 14:12
af AntiTrust
Ættir að finna þetta flest allt hér - www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 14:18
af Jon1
takk

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 16:52
af rapport
Kærunenfnd lausafjár og þjónustujaupa...

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 16:59
af Klemmi
AntiTrust skrifaði:Þegar sama vandamálið hefur komið þrisvar sinnum upp áttu rétt á nýju eða sambærilegu tæki, þó aldrei lakara. Man ekki hvort það er klausa um endurgreiðslu.


Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.


Tel hann því eiga rétt á riftun kaupa = endurgreiðslu.

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 18:40
af Jon1
mhm vonandi , þetta er fáránlegt ! en símin kom fyrst inn með skemmdan hátalara og síðan með sambands leysi þannig ég veit ekki hvernig það er horft á þetta! síðan er það sími 3 sem var eins og sími 2 nema ekki byrjaður á þessu sambands leysi

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 19:14
af braudrist
Vertu bara douchebag og farðu með þetta í blöðin, póstaðu þessu á facebook og bara alla rafræna miðla til að dreifa þessu. Það er það eina sem virkar fyrir utan rándýr málaferli.

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 19:34
af Jon1
langar að auglýsa það hérna ekki að það geri mikið gagn nema kannski forðar örðum frá svona rugli , ég fékk "nýja" síman afhendan fyrir 2 mínutum með pósti ég skoðaði síman en ætla ekki að kveikja eða opna umbúðirnar frekar! þessi sími kemur ekki í umbúðum eða plastaður (annar notaður sími ?) og það sem er verra er að það sér líka á þessum síma , kannski lítið en nóg til að ég er viss um að ég er ekki fyrsta manneskjan til að nota þennan síma ! smá partur af þar sem fram og aftur partur af uni body skeljunum mætast er símin svona eins og hann sé að gliðna í sundur ! frábært framtak hjá nova .

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 20:18
af roadwarrior
Talaðu við neytendasamtökin. Þeir geta hjálpað þér. Þeir hjálpuðu mér á sínum tíma þegar Hátækni ætlaði að láta mig hafa skiptisíma, síma sem hefur verið gert við. Það má EKKI. Þú átt að fá nýjan síma, ekki eitthvað viðgert rusl.

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 21:00
af Klemmi
roadwarrior skrifaði:Talaðu við neytendasamtökin. Þeir geta hjálpað þér. Þeir hjálpuðu mér á sínum tíma þegar Hátækni ætlaði að láta mig hafa skiptisíma, síma sem hefur verið gert við. Það má EKKI. Þú átt að fá nýjan síma, ekki eitthvað viðgert rusl.


Ertu viss um að þú eigir rétt á nýjum síma?

Eftir því sem ég bezt veit áttu rétt á ógölluðu eintaki af vöru af sömu gerð í sama eða betra ástandi. Ef slíkt er ekki mögulegt verða kaupandi og seljandi að koma sér saman um hvort að skiptin séu sanngjörn. Skiptir í raun litlu hvort sú vara sé viðgerð eða ekki, svo lengi sem engin vitneskja sé um að hún sé gölluð.

Ég er þó enginn lögfræðingur en hef nokkura ára reynslu af þjónustustörfum og verið í samskiptum við Neytendastofu þegar álíka vafaatriði hafa komið upp.

Re: nova rant :(

Sent: Mán 24. Mar 2014 22:28
af roadwarrior
Nýtt eintak já, eða nýjan sambærilegan síma. Á sínum tíma lenti ég í vandræðum með nýjan síma frá Nokia. Þegar ég fór með hann í viðgerð á sínum tíma var mér sagt að ekki væri hægt að gera við hann en ég myndi fá svokallaðan skiptisíma. Skiptisími er sími sem hefur bilað, verksmiðja hefur tekið aftur og gert við, held að enska heitið sé Refurbished. Ég hafði samband við Neytendasamtökin (NS) og þeir gengu í málið fyrir mig. Þetta fór fyrir úrskurðarnefnd neytendamála sem úrskurðaði að ég ætti að fá nýjan síma beint úr kassanum með endurnýjaðri ábyrgð. Það eru reyndar meira en tíu ár síðan þetta var þannig að ég finn ekki í augnablikinu úrskurðinn á netinu en þetta var höndlað sem prófmál. Bili vara, td sími, innan 6 mánaða ber seljanda að taka hann til baka og á láta kaupanda fá NÝTT eintak, engar málamiðlanir.

Slóðir á nokkra úrskurði varðandi farsíma:

http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=2084
Mál nr. 53/2009
Kaup á farsíma. Neytendakaup.
Álitsbeiðandi keypti farsíma sem reyndist vera gallaður. Seljandi skipti símanum fimm sinnum fyrir annan síma. Ágreiningur var á milli aðila um það hvort síðasti síminn sem álitsbeiðandi fékk væri gallaður eða ekki en seljandi sagði að ekki hefði enn verið gengið úr skugga um það. Kærunefndin áleit að álitsbeiðandi ætti rétt á að rifta kaupunum og fá kaupverðið endurgreitt. Þá áleit kærunefndin að álitsbeiðandi ætti í þessu tilviki rétt á að fá greiddar skaðabætur vegna þeirra óþæginda sem hún hefði orðið fyrir í viðskiptunum við seljanda

http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=2790
Sony Ericsson farsími. Neytendakaupalög.
Álitsbeiðandi keypti farsíma af seljanda í febrúar 2009. Fór álitsbeiðandi með farsímann þrívegis í viðgerð vegna þess að hann tók ekki hleðslu. Í júlí 2010 var farsíminn svo úrskurðaður ónýtur og var seljanda tjáð að það væri vegna þess að eyðilagðar hefðu verið snertur í símanum sem sæju til þess að síminn tæki hleðslu. Áleit kærunefndin að umræddur sími hefði verið haldinn göllum og ekkert benti til þess að bilunin hefði komið til vegna aðstæðna sem vörðuðu álitsbeiðanda eða vegna slælegrar meðferðar hans á símanum. Féllst kærunefndin á kröfur álitsbeiðanda um afhendingu á nýjum sambærilegum farsíma

Ýmsir fleir úrskurðir og svo frv:
http://www.neytendastofa.is/?PageID=648

Svo eru líka nokkrir úrskurðir þar sem viðgerðaraðili/seljandi hafa geta sannað td rakaskemdir eða annað hnjask þannig að kaupandi hefur ekki fengið neitt

Re: nova rant :(

Sent: Þri 25. Mar 2014 00:11
af Jon1
roadwarrior skrifaði:Nýtt eintak já, eða nýjan sambærilegan síma. Á sínum tíma lenti ég í vandræðum með nýjan síma frá Nokia. Þegar ég fór með hann í viðgerð á sínum tíma var mér sagt að ekki væri hægt að gera við hann en ég myndi fá svokallaðan skiptisíma. Skiptisími er sími sem hefur bilað, verksmiðja hefur tekið aftur og gert við, held að enska heitið sé Refurbished. Ég hafði samband við Neytendasamtökin (NS) og þeir gengu í málið fyrir mig. Þetta fór fyrir úrskurðarnefnd neytendamála sem úrskurðaði að ég ætti að fá nýjan síma beint úr kassanum með endurnýjaðri ábyrgð. Það eru reyndar meira en tíu ár síðan þetta var þannig að ég finn ekki í augnablikinu úrskurðinn á netinu en þetta var höndlað sem prófmál. Bili vara, td sími, innan 6 mánaða ber seljanda að taka hann til baka og á láta kaupanda fá NÝTT eintak, engar málamiðlanir.

Slóðir á nokkra úrskurði varðandi farsíma:

http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=2084
Mál nr. 53/2009
Kaup á farsíma. Neytendakaup.
Álitsbeiðandi keypti farsíma sem reyndist vera gallaður. Seljandi skipti símanum fimm sinnum fyrir annan síma. Ágreiningur var á milli aðila um það hvort síðasti síminn sem álitsbeiðandi fékk væri gallaður eða ekki en seljandi sagði að ekki hefði enn verið gengið úr skugga um það. Kærunefndin áleit að álitsbeiðandi ætti rétt á að rifta kaupunum og fá kaupverðið endurgreitt. Þá áleit kærunefndin að álitsbeiðandi ætti í þessu tilviki rétt á að fá greiddar skaðabætur vegna þeirra óþæginda sem hún hefði orðið fyrir í viðskiptunum við seljanda

http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=2790
Sony Ericsson farsími. Neytendakaupalög.
Álitsbeiðandi keypti farsíma af seljanda í febrúar 2009. Fór álitsbeiðandi með farsímann þrívegis í viðgerð vegna þess að hann tók ekki hleðslu. Í júlí 2010 var farsíminn svo úrskurðaður ónýtur og var seljanda tjáð að það væri vegna þess að eyðilagðar hefðu verið snertur í símanum sem sæju til þess að síminn tæki hleðslu. Áleit kærunefndin að umræddur sími hefði verið haldinn göllum og ekkert benti til þess að bilunin hefði komið til vegna aðstæðna sem vörðuðu álitsbeiðanda eða vegna slælegrar meðferðar hans á símanum. Féllst kærunefndin á kröfur álitsbeiðanda um afhendingu á nýjum sambærilegum farsíma

Ýmsir fleir úrskurðir og svo frv:
http://www.neytendastofa.is/?PageID=648

Svo eru líka nokkrir úrskurðir þar sem viðgerðaraðili/seljandi hafa geta sannað td rakaskemdir eða annað hnjask þannig að kaupandi hefur ekki fengið neitt

takk fyrir þetta, og öll hin svörin strákar. Síminn bilaði innan 6 mánaða (fyrsti síminn þá) og allir hinir líka! fyrst fékk ég nýtt eintak ekki hin skiptin