Síða 1 af 2
Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 18:42
af jobbzi
Sælir Vaktarar
Ég ætla svona að forvitnast hverjir hérna eru spenntir fyrir Samsung Galaxy s5 og hverjir ætla að skella sér á hann?
Ég er að pæla að skella mér á hann
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 18:49
af Hrotti
ég er svo lítið spenntur að ég var búinn að gleyma að hann væri að koma
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 18:51
af KermitTheFrog
Flottur sími og allt það.
Á sjálfur S4 svo ég sé engan tilgang í að uppfæra. Verður samt forvitnilegt að sjá hvað hann kemur til með að kosta hér heima.
En getur líka fengið S4 eða Nexus 5 fyrir mun minni pening. Myndi skoða það ef það er ekkert sérstakt sem þú ert að leitast eftir í síma.
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 18:53
af rapport
það var keyptur s4 á heimilið í dag...
Verðmunurinn var mikill um 50þ. og kostirnir við s5 voru, betra batterý, myndavél og CPU, hann er samt þyngri og með örlítið verri upplausn á skjá...
Frekar að leggja þennan pening fyrir upp í næsta síma eða bjóða fjölsyldunni út að borða á flottan stað með víni fyrir báða foreldra og leigubíl heim.
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 18:54
af braudrist
Mér reyndar líst miklu betur á Sony Xperia Z2 sem kemur bráðlega, en það er eitt með S5 sem togar enn í mig og það er að hann styður 128GB minniskort.
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 19:01
af jobbzi
Ég er líka forvitin hvað hann mun kosta hérna
er hægt að forpanta hann hjá einhverjum af þessum símafyrirtækjum?
Annars þegar ég skoða saman burða á milli s4 og s5 þá er þetta lítið stökk ég bjóst samt við meiru af þeim
bara mig langar bara að lostna við minn iPhone!
og fá mer einhvern betri í staðinn
ætlaði að fá mér s4 en svo heyrði ég að s5 væri bara að koma 11.Apríl svo ég veit ekki hvort maður á að bíða eða bara kaupa s4
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 19:04
af Glazier
braudrist skrifaði:Mér reyndar líst miklu betur á Sony Xperia Z2 sem kemur bráðlega, en það er eitt með S5 sem togar enn í mig og það er að hann styður 128GB minniskort.
Er búinn að handleika og prófa þennan Xperia Z2 og finnst hann ekki eins fullkominn og hann lýtur út fyrir að vera á pappírum og myndum..
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 19:04
af jonsig
Ég er ennþá með minn galaxy S2 sem var keyptur viku eftir að hann kom út . Og hann hefur bara ekkert bilað ennþá fyrir utan myndavélina sem var skipt um ókeypis .
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 20:20
af jobbzi
jonsig skrifaði:Ég er ennþá með minn galaxy S2 sem var keyptur viku eftir að hann kom út . Og hann hefur bara ekkert bilað ennþá fyrir utan myndavélina sem var skipt um ókeypis .
Nice!!
ég átti S2 en svo fór hann að slökkva á sér og kveikja á sér eins og eingin sé morgun dagurinn og svo hringja random haha.. þannig að ég gafst upp á honum :/ en ætla að gefa s4 eða s5 smá séns
ég er bara hugsa hvort maður á að fá sér s4 eða bíða eftir s5 þar sem hann kemur eftir 1 mánuð
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 20:35
af PhilipJ
Örugglega ágætt að bíða þar til s5 kemur til þess að sjá verðið og svo er nú mögulegt að s4 lækki í verði á svipuðum tíma
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 20:41
af braudrist
Glazier skrifaði:braudrist skrifaði:Mér reyndar líst miklu betur á Sony Xperia Z2 sem kemur bráðlega, en það er eitt með S5 sem togar enn í mig og það er að hann styður 128GB minniskort.
Er búinn að handleika og prófa þennan Xperia Z2 og finnst hann ekki eins fullkominn og hann lýtur út fyrir að vera á pappírum og myndum..
Hvar fékkst þú að prufa Z2?
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 20:41
af hagur
Samesung ....
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 20:54
af Oak
Glazier skrifaði:braudrist skrifaði:Mér reyndar líst miklu betur á Sony Xperia Z2 sem kemur bráðlega, en það er eitt með S5 sem togar enn í mig og það er að hann styður 128GB minniskort.
Er búinn að handleika og prófa þennan Xperia Z2 og finnst hann ekki eins fullkominn og hann lýtur út fyrir að vera á pappírum og myndum..
Er hann kominn í sölu? eða er hann kominn til sýnis hjá Sony center?
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 21:16
af Glazier
Oak skrifaði:Glazier skrifaði:braudrist skrifaði:Mér reyndar líst miklu betur á Sony Xperia Z2 sem kemur bráðlega, en það er eitt með S5 sem togar enn í mig og það er að hann styður 128GB minniskort.
Er búinn að handleika og prófa þennan Xperia Z2 og finnst hann ekki eins fullkominn og hann lýtur út fyrir að vera á pappírum og myndum..
Er hann kominn í sölu? eða er hann kominn til sýnis hjá Sony center?
Held hann sé ekki einu sinni til sýnis hjá Sony center.. einn sem ég þekki er með einhverja prototýpu af þessum síma sem kom með svarta límmiða yfir öllum merkjum og RISA límmiða aftaná með svaka reglum sem stendur að hann megi alls ekki segja neinum hvaða sími þetta er eða sýna nokkrum manni hann og fullt meira
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Þri 11. Mar 2014 21:32
af Steini B
jonsig skrifaði:Ég er ennþá með minn galaxy S2 sem var keyptur viku eftir að hann kom út . Og hann hefur bara ekkert bilað ennþá fyrir utan myndavélina sem var skipt um ókeypis .
Minn S2 virkar líka fínt, langaði samt að uppfæra og S5 heillaði mig ekkert svo ég fékk mér Note 3
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 00:20
af Svansson
Ég átti s4 og skipti yfir í Nexus5 en langar smá að fara í s5 þar sem ég er svo veikur fyrir að prófa allt, en mér finnst hann svo miklu ljótari en en s4.. Langar að prófa nýjan síma en er ekki viss hvort s5 sé alveg það sem mig langar
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 01:37
af vesley
hagur skrifaði:Samesung ....
x2
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 09:50
af Jón Ragnar
vesley skrifaði:hagur skrifaði:Samesung ....
x2
Apple framleiða sama símann nokkur ár í röð, öllum sama
Samsung gerir það. Allir tapa sér. Afhverju að breyta mikið út frá vinningsformúlu?
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 12:23
af vesley
Jón Ragnar skrifaði:vesley skrifaði:hagur skrifaði:Samesung ....
x2
Apple framleiða sama símann nokkur ár í röð, öllum sama
Samsung gerir það. Allir tapa sér. Afhverju að breyta mikið út frá vinningsformúlu?
Öllum sama með Apple?, ég hef nú lesið óteljandi greinar þar sem fólk talar um Apple símana og hvað þeir eru allir svipaðir.
En það er rétt þessi hönnun hjá Samsung er að virka en hún á sér að mínu mati of marga ókosti, t.d. það hvað hún rispast auðveldlega, en það stoppar ekki fólk í því að versla símann.
Sama með Iphone hefur sína kosti og galla.
Hvað er það sem lætur þessa síma virka svona vel ? Puplicity og auglýsingar, þeir eru báðir gerðir að tískuvöru.
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 13:45
af jobbzi
Haldiði að fólk gerir áhlaup á nýja samsung galaxy s5 þegar hann kemur í búðir?
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 15:53
af konice
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 17:06
af KermitTheFrog
Jabb S5 mun samt droppa fljótt í verði eins og S3 og S4. S4 kostaði 130k þegar hann kom fyrst en einhverjum mánuðum seinna var hann kominn undir 100 kallinn.
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 20:14
af halldorjonz
Var svo spenntur við að sjá þennan síma að ég var meira segja tilbúinn að uppfæra úr iphone 5 yfir í hann.. Síðan komu þessi miklu vonbrigði.
Þá er bara bíða spenntur eftir iphone 6, er spenntur fyrir því
Finnst alltaf best að sleppa "s" týpunum og fara 2 skref áfram í uppfærslu þá er alltaf svo mikill munur
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 20:33
af Stuffz
hvað er í S5 sem er ekki í t.d. Note3?
spurning ef Note3 lækkar í verði eftir að s5 kemur út hvort sé ekki betra að skella sér á Note3
fræðilega séð.
Re: Samsung Galaxy s5
Sent: Mið 12. Mar 2014 20:41
af KermitTheFrog
Stuffz skrifaði:hvað er í S5 sem er ekki í t.d. Note3?
spurning ef Note3 lækkar í verði eftir að s5 kemur út hvort sé ekki betra að skella sér á Note3
fræðilega séð.
http://www.gsmarena.com/compare.php3?id ... hone2=5665