Síða 1 af 1

Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 12:36
af hakkarin
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... _allt_til/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... _vidtalid/

Jæja, er það þá ekki bara opinbert að Rúv er bara fjölmiðill fyrir samfylkinguna sem að fólk er neitt til þess að borga fyrir?

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 12:45
af biturk
Ég held að það sé klárt mál að það er einhver í já ísland eða samfó sem hefur puttana í rúv, ekkert eðlilegt sem þeir hafa lagt á sig við að troða áróðri esb þráðbeint í kokið á lesendum

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 12:45
af dori
Mun fleiri treysta fréttastofu RÚV en Gunnari Braga (m.a. ég) þannig að ég ætla ekki að kaupa bullið sem vellur útúr honum. Fyrir utan að það sem hann var að kvarta yfir að hefði verið tekið út var eitthvað um þingsköp ef ég skildi þetta rétt (mér leiðist fréttir af Alþingi).

Ég sé allavega ekki hvernig það er núna allt í einu "opinbert að Rúv er bara fjölmiðill fyrir samfylkinguna sem að fólk er neitt til þess að borga fyrir". Þetta sannar ekki neitt nema að Gunnar Bragi sé í stríði við enn einn aðilann. Þetta minnir mig rosalega mikið á orðtækið "ef allir eru fífl í kringum þig ættirðu að líta í spegil" (eða hvernig sem það er nákvæmlega).

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 12:59
af biturk
Málið er að rúv hefur fjallað mjög einhliða um málið og verið að birta skrif eftir harða já sinna en leita ekki eftir því og birta ekki eftir þá sem standa með ríkisstjórninni

Sem er skammarlegt því nú er ríkisstjórn sem ætlar að binda enda á ruglið og koma landinu á réttan kjöl

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 13:09
af dori
biturk skrifaði:Málið er að rúv hefur fjallað mjög einhliða um málið og verið að birta skrif eftir harða já sinna en leita ekki eftir því og birta ekki eftir þá sem standa með ríkisstjórninni

Sem er skammarlegt því nú er ríkisstjórn sem ætlar að binda enda á ruglið og koma landinu á réttan kjöl

Um málið segir þú og ert væntanlega að tala um ESB. Þú gerir þér grein fyrir að RÚV var að biðja um viðtal vegna ástandsins í Úkraínu.

Ef stjórnmálamenn vilja hafa viðtölin óstytt ættu þeir að svara spurningunum sem þeir eru spurðir um en ekki bulla um eitthvað allt annað. Sjá áhugavert hjá Ómari Ragnarssyni um þetta: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omar ... y/1360934/

Einnig ættirðu að íhuga að þú manst kannski betur eftir einhverju sem þú varst ósammála: http://ruv.is/frett/neikvaed-vidhorf-ti ... ri-hja-ruv

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 14:07
af Blamus1
"Neikvæð viðhorf til ESB tíðari hjá RÚV"

http://www.ruv.is/frett/neikvaed-vidhor ... ri-hja-ruv

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 14:20
af Vaski
biturk skrifaði:Ég held að það sé klárt mál að það er einhver í já ísland eða samfó sem hefur puttana í rúv, ekkert eðlilegt sem þeir hafa lagt á sig við að troða áróðri esb þráðbeint í kokið á lesendum

svar
Blamus1 skrifaði:"Neikvæð viðhorf til ESB tíðari hjá RÚV"

http://www.ruv.is/frett/neikvaed-vidhor ... ri-hja-ruv


= rúst :megasmile
Gaman þegar staðreyndir stangast á við skoðanir. Sjaldan sem skoðanir hafa verið slegnar jafn hratt og örugglega út af borðinu og þetta comment biturk.
(Ég hef enga skoðun á esb, hef bara gaman að því þegar að gögn kveðja skoðanir í kútinn :) )

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 16:46
af biturk
Það þarf nu bara að lesa frettir siðan frumvarpið kom til að sja að þetta stenst engann veginn strakar minir....

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 16:53
af Stutturdreki
Þessi verður að koma

Mynd

Hvað er mikilvægast í fréttafluttningi, að fréttirnar séu jákvæðar, neikvæðar eða segi sannleikann?

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 16:55
af biturk
Stutturdreki skrifaði:Þessi verður að koma



Hvað er mikilvægast í fréttafluttningi, að fréttirnar séu jákvæðar, neikvæðar eða segi sannleikann?



sannleikann og það er ekki það sem rúv hefur verið að gera með fréttir um esb

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 17:25
af rapport
Ef einhver vill fá sannleikann um ESB, þá verðum við að fá samning til að skoða og kjósa um.

Allt þangað til eru ágiskanir...

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 17:25
af Icarus
biturk skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Þessi verður að koma



Hvað er mikilvægast í fréttafluttningi, að fréttirnar séu jákvæðar, neikvæðar eða segi sannleikann?



sannleikann og það er ekki það sem rúv hefur verið að gera með fréttir um esb


Meinarðu sannleikann eins og þú sérð hann frá þínum bæjardyrum?

Því þín skoðun er hinn eini sanni sannleikur?

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 17:46
af Bjosep
rapport skrifaði:Ef einhver vill fá sannleikann um ESB, þá verðum við að fá samning til að skoða og kjósa um.

Allt þangað til eru ágiskanir...


Af því að þegar stækkunarstjóri sambandsins segir að engar undanþágur séu varanlegar að þá er hann væntanlega að giska.

Regluverk ESB hlýtur að liggja alveg ljóst fyrir og það er það sem Ísland mun aðlaga sig að (og hefur verið að gera nú þegar)

Að láta eins og það sé einhver óvæntur glaðningur á leiðinni er .... :fly




Þetta myndband er því miður kjánalega klippt og það vantar í raun frumheimildina, annars er þetta nokkurnveginn dökkgrátt á hvítu.

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 18:13
af hakkarin
Blamus1 skrifaði:"Neikvæð viðhorf til ESB tíðari hjá RÚV"

http://www.ruv.is/frett/neikvaed-vidhor ... ri-hja-ruv


Að því að þetta er nefnilega geðveikt trúverðulegt þegar þetta kemur bæði frá rúv sjálfum og vill svo til að gerist akúrat núna þegar fólk er að væla yfir að rúv sé ekki hlutlaust í ESB umræðunni. Svo fer rúv líka oft með rangt mál hvað svokallaðar kannanir varða: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhja ... y/1354163/

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 20:31
af dori
hakkarin skrifaði:
Blamus1 skrifaði:"Neikvæð viðhorf til ESB tíðari hjá RÚV"

http://www.ruv.is/frett/neikvaed-vidhor ... ri-hja-ruv


Að því að þetta er nefnilega geðveikt trúverðulegt þegar þetta kemur bæði frá rúv sjálfum og vill svo til að gerist akúrat núna þegar fólk er að væla yfir að rúv sé ekki hlutlaust í ESB umræðunni. Svo fer rúv líka oft með rangt mál hvað svokallaðar kannanir varða: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhja ... y/1354163/

Þú áttar þig á því að þetta er skýrsla sem er unnin af CreditInfo og þú getur skoðað hana sjálfur. En væntanlega eru fræðimennirnir sem tóku hana saman í pólitískri krossferð er það ekki?

Merkilegt er að m.v. þessa skýrslu er lang hlutdrægasti miðillinn Morgunblaðið. Allir hinir eru nokkurn vegin jafnir en hallast kannski í aðra áttina. Nei bíddu, það kemur ekkert rosalega á óvart og er ekkert svo merkilegt.

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Þri 04. Mar 2014 21:26
af beatmaster
Bjosep skrifaði:
rapport skrifaði:Ef einhver vill fá sannleikann um ESB, þá verðum við að fá samning til að skoða og kjósa um.

Allt þangað til eru ágiskanir...


Af því að þegar stækkunarstjóri sambandsins segir að engar undanþágur séu varanlegar að þá er hann væntanlega að giska.

Regluverk ESB hlýtur að liggja alveg ljóst fyrir og það er það sem Ísland mun aðlaga sig að (og hefur verið að gera nú þegar)...


Mig langar til að benda á að það sé mikið talað um að sérlausnir og undanþágur sé ekki í boði í samningagerðinni, mig langar hins vegar að vitna í skýrsluna góðu sem að var að koma út og menn vilja meina að sanni að engar sérlausnir og undanþágur séu í boði

Ísland hefur farið fram á tvær sérlausnir, sem koma fram í samningsafstöðu Íslands og varða annars vegar viðmiðunarmörk fyrir kadíuminnihald í áburði og hins vegar
markaðsleyfi fyrir lyf og tungumálakröfur á pakkningum og fylgiseðlum lyfja sem seljast í litlu magni.


Feitletrun og leturstækkun er mín skrifaði:1.3.3 Staða viðræðnanna
Samningsafstaða Íslands var afhent í mars 2012 og viðræður um kaflann hófust 18. desember 2012. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins frá apríl 2013 kemur fram að Evrópusambandið hafi fallist á að Ísland héldi strangari hámarksgildum fyrir kadíum í fosfóráburði. Varðandi markaðsleyfi lyfja og tungumálakröfur hefur ESB óskað eftir frekari upplýsingum frá Íslandi.


Það er þegar búið að fá eina sérlausn í gegn og verið að semja um aðra (furðulegt sé tekið tilit til þess að það eigi ekki að vera í boði)

Upphflega fjallað um þetta hér og svo er skýrslu viðaukinn sem fjallað er um hér Akkúrat þetta sem að ég er að benda á er á blaðsíðu 16-18

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Mið 05. Mar 2014 08:37
af jericho
hakkarin skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/03/ef_thid_klippid_ekki_allt_til/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... _vidtalid/

Jæja, er það þá ekki bara opinbert að Rúv er bara fjölmiðill fyrir samfylkinguna sem að fólk er neitt til þess að borga fyrir?


Virkilega flott hjá þér að vitna í MBL út af því að þeir eru svo hlutlausir [/sarcasm].

Í könnun Creditinfo árin 2010-2012 voru teknar saman ESB umfjallanir í helstu miðlum og greint hvor fréttin væri jákvæð/hvorki né/neikvæð í garð ESB. Niðurstöðurnar voru þessar:

Mynd

Ég veit ekki með þig, en mér finnst RÚV ekkert sérstaklega ESB-sinnaðir og því fráleitt að halda því fram að þeir séu Samfylkingar-fjölmiðill. Það er mun rökréttara að draga þá ályktun að MBL sé í krossferð gegn ESB, frekar en að RÚV sé að lofsama ESB.

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Mið 05. Mar 2014 08:59
af Garri
Það er ekki spurning að spurningin "rétta" hlutfallið um jákvæðar og neikvæðar fréttir af ESB eru eins huglægar og hugsast getur.

Fyrir það fyrsta, þá hefur allt gengið á afturfótunum í ESB. Land eftir land sem hefur hrunið. Skuldir hafa hrannast upp og ECB hefur þurft að fara út ólögmætar neyðaraðstoðir, aftur, aftur og aftur. Atvinnuleysi sum staðar yfir og um 60% hjá ungu fólki eins og ykkur, um 30% hjá eldra fólki, skuldir, uppþot og mótmæli daglegt brauð í löndum eins og Grikklandi, aðkoma alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins með einkavæðingu og niðurskurði aftur og aftur frétt.

Það er sitthvað hvort allt sé að sigla lygnan sjó eða hvort allt í er í báli ef menn ætla að flytja "jákvæðar" eða neikvæðar fréttir.

Þar fyrir utan, hvert ætli hlutfall jákvæðra frétta af neikvæðum sé dags daglega af heimsmálum hjá Rúv?

Hvað ef við berum þetta saman við öll þau ósköp sem búin eru að ganga þarna á í ESB og hlutfall jákvæðra og neikvæðra frétta?

Ég veit bara til að nefna eitthvað að í trekk í trekk laug Rúv um niðurstöður úr skoðanakönnunum á fylgi við ESB. Þegar um 50% var á móti og um 30% með, þá lugu þeir að hlutfallið væri um 50/50, jú, afþví að þessi 20% vildu láta kjósa um hvort ætti að halda áfram, þá túlkaði Rúv þá sem hlynnta aðild sem augljóslega er ekki rétt.

Hræddur um að það sé búið að stunda kerfisbundinn heilaþvott á fólki hérna. Þetta sást mjög vel í Icesave fréttaflutningi, þar lagði Rúv m.a. forseta vor Ólaf Ragnar í einelti þar sem hann stóð í vegi fyrir því að landið samþykkti ekki bara ósanngjarnar kröfur Breta og Hollendinga, heldur og ólöglegar kröfur sem EFTA dómstóllinn staðfesti. Svo mikil var þetta einelti að Ólafur kvartaði opinberlega undan því.

Málið er að Rúv er ekki vel við Gunnar og Co. Fer ekki leynt með það.

Ef menn trúa því ekki, þá skoðið þetta myndband.



Hvenær hefur Rúv gert eitthvað hvað þá svona álíka myndband um Össur, Jóhönnu, Steingrím og Co. með allt Icesave klúðrið sitt?

Aldrei.. og mun seint verða gert.

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Mið 05. Mar 2014 09:13
af dori
Þetta myndband átti að fara í áramótaskaupið. Áramótaskaupið er ekki unnið af RÚV (þannig séð) heldur eru fengnir handritshöfundar sem starfa sjálfstætt. RÚV fær alveg að kenna á því eins og "allir aðrir" þarna. Mér fannst, og flestum ef ég man rétt, áramótaskaupið í ár mjög vel heppnað og þó svo að þetta sé fyndinn djókur þá held ég að það hafi verið góð ákvörðun að hafa þessa klippu ekki með.

Ef þú sérð ekki hvernig þessi brandari var "viðeigandi" þar sem framsókn fær allt í einu tæp 25% atkvæða og svo var mjög fljótt gríðarleg óánægja með hvernig þessi rugluðu loforð sem þeir komu með stóðust engan vegin þá veit ég ekki hvernig er hægt að sýna þér það.

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Mið 05. Mar 2014 09:20
af Garri
dori skrifaði:Þetta myndband átti að fara í áramótaskaupið. Áramótaskaupið er ekki unnið af RÚV (þannig séð) heldur eru fengnir handritshöfundar sem starfa sjálfstætt. RÚV fær alveg að kenna á því eins og "allir aðrir" þarna. Mér fannst, og flestum ef ég man rétt, áramótaskaupið í ár mjög vel heppnað og þó svo að þetta sé fyndinn djókur þá held ég að það hafi verið góð ákvörðun að hafa þessa klippu ekki með.

Ef þú sérð ekki hvernig þessi brandari var "viðeigandi" þar sem framsókn fær allt í einu tæp 25% atkvæða og svo var mjög fljótt gríðarleg óánægja með hvernig þessi rugluðu loforð sem þeir komu með stóðust engan vegin þá veit ég ekki hvernig er hægt að sýna þér það.

Það varpar einhverju ljósi á þetta myndband, en ekki að fullu.

Til dæmis þá hrundi samanlagt fylgi við Samfylkinguna og Vinstri Græna niður fyrir 20% í skoðanakönnunum. Fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er um 40% í dag og fyrir áramót nær 50%, þegar þetta myndband hefur verið gert.

Hvers vegna var aldrei gert svona myndband um þann óskapnað sem átti sér stað rétt eftir það hrikalega áfall sem hrunið var og kom fram í öllum sem snerti ESB umsóknina og Icesave málin þrjú?

Annað dæmi. Rúv birti fréttir aftur og aftur eftir kosningarnar 2009 að þau úrslit væru ákall um ESB umsókn. Samt unnu Vinstri Grænir stærsta kosningasigurinn og Vinstri Grænir voru með þvert nei á ESB umsókn.

Auðvitað eru dæmin miklu fleiri og ég hugsa að aðeins fólk sem er á móti ESB aðild skynji þennan halla. ESB sinnar skynjar hallann ekki enda sammála hverjum smjör dropa sem af þeim stráum drýpur.

Re: Rúv skáldar fréttir

Sent: Mið 05. Mar 2014 09:26
af dori
Var ekki gert neitt grín að Icesave veseni í áramótaskaupum í kringum þann tíma? Ég man ekki lélega brandara svona langt aftur í tímann.

Þú hlýtur að hafa séð fólk "sjá eftir" að hafa kosið framsókn (getur kíkt í þráð hérna þar sem einn Vaktari viðurkennir að hann hafi farið að sjá eftir því mjög fljótt). Þeir voru með einhver loforð um skuldaniðurfellingar strax og að fólk ætti að fara að sjá árangur um sumarið þannig að það er nokkuð augljóst af hverju margir voru fúlir yfir því að hafa ekki fengið það sem þeir bjuggust við. Kannski frekar augljóst að það var ekki að fara að gerast en það var fólk sem trúði þessu og kaus flokkinn þess vegna.