Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Allt utan efnis

Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf littli-Jake » Sun 02. Mar 2014 06:31

Var að skoða myndir af mótmælunum þarna og tók eftir að það var eitthvað fólk að halda ræðu á einhverju "sviði"
Var að spá hver væri að splæsa í þetta. Nú kostar alveg einhvern pening að leigja svona hljóðkerfi, koma því á staðinn og í gang.

Mynd


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf upg8 » Sun 02. Mar 2014 08:03

Fyrirtæki í landinu verða fyrir gífurlegu fjártóni vegna krónu, gjaldeyrishafta og tollamúra. Það er lítið mál að fá fyrirtæki og einstaklinga til að styrkja baráttu sem er þeim sjálfum til hagsbóta.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf rapport » Sun 02. Mar 2014 10:33

Var þetta ekki samstöðufundur?

Það var ekki boðað til mótmæla í gær...




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf biturk » Mán 03. Mar 2014 08:32

Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að ljúga fôlk uppfullt


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf GuðjónR » Mán 03. Mar 2014 08:47

biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að [background=red]ljúga fôlk uppfullt[/background]

Af hverju segir þú það? Hverju er verið að ljúga?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf dori » Mán 03. Mar 2014 08:51

biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að ljúga fôlk uppfullt

Þú ert að setja þetta of augljóslega upp fyrir skot til baka. Ég nenni ekki einu sinni að bíta.

Segðu mér samt af hverju það þarf að ljúga fólk uppfullt til að það sætti sig ekki við að stjórnmálamenn svíki loforð sem voru margítrekuð bæði fyrir og eftir kosningar? Fyrir mjög mörgum er það það sem þetta snýst um. Þeir sem mæta á Austurvöll eru reyndar væntanlega mun ákveðnari í því að þeir vilja fá að kjósa og fá að kjósa já.

Mér finnst það virkilega leiðinlegt samt þegar fólk kemur með svona komment eins og þú (þetta kemur úr báðum áttum). Þú verður að sýna því virðingu að það geti verið að það sé fólk sem telji sínum hagsmunum (og jafnvel hagsmunum fjöldans) betur borgið innan ESB og það geta verið margar ástæður fyrir því. Ef þú ert ósammála ættirðu frekar að segja af hverju heldur en að móðga fólk.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf Icarus » Þri 04. Mar 2014 17:34

dori skrifaði:
biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að ljúga fôlk uppfullt

Þú ert að setja þetta of augljóslega upp fyrir skot til baka. Ég nenni ekki einu sinni að bíta.

Segðu mér samt af hverju það þarf að ljúga fólk uppfullt til að það sætti sig ekki við að stjórnmálamenn svíki loforð sem voru margítrekuð bæði fyrir og eftir kosningar? Fyrir mjög mörgum er það það sem þetta snýst um. Þeir sem mæta á Austurvöll eru reyndar væntanlega mun ákveðnari í því að þeir vilja fá að kjósa og fá að kjósa já.

Mér finnst það virkilega leiðinlegt samt þegar fólk kemur með svona komment eins og þú (þetta kemur úr báðum áttum). Þú verður að sýna því virðingu að það geti verið að það sé fólk sem telji sínum hagsmunum (og jafnvel hagsmunum fjöldans) betur borgið innan ESB og það geta verið margar ástæður fyrir því. Ef þú ert ósammála ættirðu frekar að segja af hverju heldur en að móðga fólk.


=D> =D>




Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf littli-Jake » Mið 05. Mar 2014 03:09

dori skrifaði:
biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að ljúga fôlk uppfullt

Þú ert að setja þetta of augljóslega upp fyrir skot til baka. Ég nenni ekki einu sinni að bíta.

Segðu mér samt af hverju það þarf að ljúga fólk uppfullt til að það sætti sig ekki við að stjórnmálamenn svíki loforð sem voru margítrekuð bæði fyrir og eftir kosningar? Fyrir mjög mörgum er það það sem þetta snýst um. Þeir sem mæta á Austurvöll eru reyndar væntanlega mun ákveðnari í því að þeir vilja fá að kjósa og fá að kjósa já.

Mér finnst það virkilega leiðinlegt samt þegar fólk kemur með svona komment eins og þú (þetta kemur úr báðum áttum). Þú verður að sýna því virðingu að það geti verið að það sé fólk sem telji sínum hagsmunum (og jafnvel hagsmunum fjöldans) betur borgið innan ESB og það geta verið margar ástæður fyrir því. Ef þú ert ósammála ættirðu frekar að segja af hverju heldur en að móðga fólk.


Allt of sjaldgæft að maður sjá svona málefnaleg coment á internetinu. menn eiga hrós skilið fyrir það.
GuðjónR skrifaði:
biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að [background=red]ljúga fôlk uppfullt[/background]

Af hverju segir þú það? Hverju er verið að ljúga?


BiturK er harður sjálfstæðismaður sem trúir þeirri útskíringu að stjórnarflokkarnir hafi bara ætlað að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu EF það kæmi samningur. En þar sem enginn samningur er til staðar þarf víst ekkert að kjósa. Ljóta bullið.
PS. Án þess að geta sagt tilum það með viss á þessu stigi málsins, þar sem enginn samningur er til staðar, finst mér samt meiri líkur en minni að ég mundi hafna þeim samningi, miðað við það littla sem ég veit um reglugerðirnar hjá ESB (Það sem gamli íslenskukennarinn minn hefur bilt sér í gröfinni þegar ég skrifaði þessa setningu)


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf biturk » Mið 05. Mar 2014 08:05

Ég er ekki sjálfstæðismaður ;)


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf Tbot » Mið 05. Mar 2014 16:47

dori skrifaði:
biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að ljúga fôlk uppfullt

Þú ert að setja þetta of augljóslega upp fyrir skot til baka. Ég nenni ekki einu sinni að bíta.

Segðu mér samt af hverju það þarf að ljúga fólk uppfullt til að það sætti sig ekki við að stjórnmálamenn svíki loforð sem voru margítrekuð bæði fyrir og eftir kosningar? Fyrir mjög mörgum er það það sem þetta snýst um. Þeir sem mæta á Austurvöll eru reyndar væntanlega mun ákveðnari í því að þeir vilja fá að kjósa og fá að kjósa já.

Mér finnst það virkilega leiðinlegt samt þegar fólk kemur með svona komment eins og þú (þetta kemur úr báðum áttum). Þú verður að sýna því virðingu að það geti verið að það sé fólk sem telji sínum hagsmunum (og jafnvel hagsmunum fjöldans) betur borgið innan ESB og það geta verið margar ástæður fyrir því. Ef þú ert ósammála ættirðu frekar að segja af hverju heldur en að móðga fólk.


Bara til að minna fólk á að það var samspillingin sem ákvað að fara í aðlögunarviðræður án þess að spyrja landsmenn. Þetta eru ekki aðildarviðræður því málið snýst um hvað þarf að breyta Íslenskum lögum svo þau séu samstíga EU. VG gaf út að þeir væru á móti EU og fengu ansi mörg atkvæði í kosningum 2009 út á það.
Þegar ákveðið var á alþingi að fara í þessar viðræður komu fram breytingartillögur að setja í þjóðaratkvæði hvort það ætti að hefja þessa vegferð. Bæði samspilling og VG sögðu nei við þjóðaratkvæði þá.
Heldur ætlaðu þeir að hafa þjóðaratkvæði þegar samningur væri kominn. Smá ábending - engum lögum var breytt svo það þyrfti( þjóðaratkvæði) heldur værum við upp á náð og miskun þessa liðs hvort það mæti sem svo að nú ætti að spyrja fólkið.
=> Ekki gleyma því að samspilling og VG fengu rassskellingu í síðustu alþingiskosningum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf dori » Fim 06. Mar 2014 08:58

Tbot skrifaði:
dori skrifaði:
biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að ljúga fôlk uppfullt

Þú ert að setja þetta of augljóslega upp fyrir skot til baka. Ég nenni ekki einu sinni að bíta.

Segðu mér samt af hverju það þarf að ljúga fólk uppfullt til að það sætti sig ekki við að stjórnmálamenn svíki loforð sem voru margítrekuð bæði fyrir og eftir kosningar? Fyrir mjög mörgum er það það sem þetta snýst um. Þeir sem mæta á Austurvöll eru reyndar væntanlega mun ákveðnari í því að þeir vilja fá að kjósa og fá að kjósa já.

Mér finnst það virkilega leiðinlegt samt þegar fólk kemur með svona komment eins og þú (þetta kemur úr báðum áttum). Þú verður að sýna því virðingu að það geti verið að það sé fólk sem telji sínum hagsmunum (og jafnvel hagsmunum fjöldans) betur borgið innan ESB og það geta verið margar ástæður fyrir því. Ef þú ert ósammála ættirðu frekar að segja af hverju heldur en að móðga fólk.


Bara til að minna fólk á að það var samspillingin sem ákvað að fara í aðlögunarviðræður án þess að spyrja landsmenn. Þetta eru ekki aðildarviðræður því málið snýst um hvað þarf að breyta Íslenskum lögum svo þau séu samstíga EU. VG gaf út að þeir væru á móti EU og fengu ansi mörg atkvæði í kosningum 2009 út á það.
Þegar ákveðið var á alþingi að fara í þessar viðræður komu fram breytingartillögur að setja í þjóðaratkvæði hvort það ætti að hefja þessa vegferð. Bæði samspilling og VG sögðu nei við þjóðaratkvæði þá.
Heldur ætlaðu þeir að hafa þjóðaratkvæði þegar samningur væri kominn. Smá ábending - engum lögum var breytt svo það þyrfti( þjóðaratkvæði) heldur værum við upp á náð og miskun þessa liðs hvort það mæti sem svo að nú ætti að spyrja fólkið.
=> Ekki gleyma því að samspilling og VG fengu rassskellingu í síðustu alþingiskosningum.

Þú gerir svo lítið úr því sem þú ert að segja með því að nota uppnefni. "Samspilling", "FLokkurinn" og annað sem maður sér oftast í kommentakerfi DV eða á blog.is er bara svo hrikalega asnalegt að það er erfitt að taka mark á þeim sem nota þetta.

Ég er ekkert fylgjandi Samfylkingar eða VG og það er margt sem sú ríkisstjórn gerði sem ég er mjög ósammála. Hins vegar ertu þar með tvo flokka sem voru á öndverðum meiði með þetta en ætluðu að láta reyna á það að starfa saman í ríkisstjórn og gerðu mjög margt mjög vel. En í stjórnarsáttmálanum þeirra sagði:

Stjórnarsáttmáli 8. maí 2009 skrifaði:Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem
mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum.
Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að
Evrópusambandinu á vorþingi.


Þannig að það kemur engum á óvart að þeir hefðu aðilarviðræðurnar. Hins vegar eru ríkisstjórnin núna og báðir ríkisstjórnarflokkarnir búnir að segja bæði fyrir og eftir kosningar að það muni verða kosið núna á þessu kjörtímabili og að það muni gerast fyrr en síðar. Háttsettir aðilar (Bjarni Ben, minnir mig) tala um meðfram sveitastjórnarkosningum.

Þú hlýtur að sjá hvernig þetta er bara tvennt gjörólíkt, er það ekki? Fyrir utan það að öll rökin þeirra fyrir því að draga umsóknina til baka eru kengþroskaheft. Ég hef ekkert á móti því að þessir flokkar haldi ekki áfram með þetta. En af hverju að draga þetta til baka?

ESB vill að við tökum afstöðu. - Ok, segið að þið ætlið ekki að halda áfram með þetta og geymið bara umsóknina eins og Sviss hefur gert í milljón ár.
Við vorum kosin og fólk kaus okkur út á stefnu okkar í evrópumálum. - Nah, frekar óskýr og villanda stefna greinilega (kannski sett þannig upp í byrjun) og framsókn var af flestum kosin fyrir loforð um skuldarniðurfellingar og ekkert annað. Sem er líka það sem öll kosningarbaráttan hjá mörgum flokkum snerist um.
Það eru breyttar aðstæður síðan við sögðum þetta. - Já, svo að kosningarloforðið var bara sett inn sem þrautavari ef þú skyldir mynda ríkisstjórn með flokki sem er ósammála þér en gildir ekki ef þú ert með flokki sem er sammála þér... Það er frekar heimskuleg pæling (Sjá hér)

Ég man ekki fleira en öll rökin sem þeir hafa komið með og ég hef séð er eitthvað sem stenst ekki skoðun. Vil samt endilega hafa rangt fyrir mér og sjá eitthvað sem meikar sense.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf biturk » Fim 06. Mar 2014 09:34

og er þetta tímabil búið?

er ekki nóg eftir af því til að kjósa þá aftur hvort fólk vilji byrja viðræður?

það er ekkert bara lok lok og læs og aldre esb og allir í leikskólanum faraí fílu!

ísland getur hvenær sem er byrjað aftur viðræður að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu eins og ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu, en þeir lofuðu aldrei að það yrði kosið í byrjun tímabils og þeir lofuðu aldrei að það byrja aðlögun, eina sem stóð var að það yrði ekki byrjað í aðlögun nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu!


þetta er bara blásið upp af fjölmiðlum og farið frjálslega með staðreindir í staðinn fyrir að segja sannleikann (til dæmis með að það er ekkert sem heitir að kíkja í pakkann í aðlögunarferli) svo að fólk geti myndað sér skoðun um þetta mál og hætt þessum draumórum um að kíkja í pakkann, skoða samning og fleira bull


loka þessu strax og best væri náttúrulega ef það væri hægt að sjá til þess að ísland geti aldrei sótt um aftur því þá er samfylkingin sjálfhætt sem flokkur og össur hrökklast þá kannski loksins burt með sína evrópuþingmanns draum!


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf dori » Fim 06. Mar 2014 10:11

Við erum reyndar þegar komin með "sérlausnir" þannig að það að segja að það sé bara hægt að skoða lög og reglur ESB er líka að fara frjálslega með sannleikann. Sá skilningur á loforðum ríkisstjórnarflokkanna að það verði ekki haldið áfram nema með þjóðaratkvæði er líka ekki alveg í takt við raunveruleikann þegar þessir sömu aðilar lofuðu líka að þetta yrði á þessu kjörtímabili. Sem meikar ekki sense af því að þeir ætluðu aldrei að halda áfram m.v. rökin þeirra núna.

Ef þú horfir á þetta með smá rökhugsun þá gengur ekkert upp sem þetta fólk segir. Það sem það segir núna og eftir 10 mínútur stangast oft á og það meiðir hausinn minn að fylgjast með fjölmiðlum og fólki éta það upp án þess að setja þetta upp og nota gagnrýna hugsun á þetta.

Það að loka viðræðunum er eitthvað sem þjóðin er greinilega ekki sátt við m.v. skoðanakannanir þannig að ég skil ekki af hverju stjórnvöldum er svona umhugað um að troða einhverju í gegn sem er svona óvinsælt.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf biturk » Fim 06. Mar 2014 10:44

dori skrifaði:Við erum reyndar þegar komin með "sérlausnir" þannig að það að segja að það sé bara hægt að skoða lög og reglur ESB er líka að fara frjálslega með sannleikann. Sá skilningur á loforðum ríkisstjórnarflokkanna að það verði ekki haldið áfram nema með þjóðaratkvæði er líka ekki alveg í takt við raunveruleikann þegar þessir sömu aðilar lofuðu líka að þetta yrði á þessu kjörtímabili. Sem meikar ekki sense af því að þeir ætluðu aldrei að halda áfram m.v. rökin þeirra núna.

Ef þú horfir á þetta með smá rökhugsun þá gengur ekkert upp sem þetta fólk segir. Það sem það segir núna og eftir 10 mínútur stangast oft á og það meiðir hausinn minn að fylgjast með fjölmiðlum og fólki éta það upp án þess að setja þetta upp og nota gagnrýna hugsun á þetta.

Það að loka viðræðunum er eitthvað sem þjóðin er greinilega ekki sátt við m.v. skoðanakannanir þannig að ég skil ekki af hverju stjórnvöldum er svona umhugað um að troða einhverju í gegn sem er svona óvinsælt.



fyrir það fyrsta að þá skipta einhverjar sérlausnir á smáhlutum ekki máli, menn eru að tala um stærri hlutina eins og sjávarútveg og landbúnaðarmál, það eru engar undanþágur áþeim hlutum, horfðu til dæmis á þetta efþú trúir mér ekki

http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8

þarnasegir maðurinn það alveg hreint út og sennielga líkur stækkunarstjórinn ekki

skmvt skoðanakönnunum í boði esb sinna og vísir þá já, ætla ekki að andmæla því, en ég andmæli því að taka mark á skoðanakönnunum hjá aðilum sem eru allt annað en hlutlausir eða trúverðugir yfir höfuð, sagan hefur sýnt sig að þessar svokölluðu skoðanakannanir eru nánast ekkert að marka

og svo er heldur ekkert að marka þegar það er búið að ljúga að fólki um hvað á að kjósa þegar raunin er önnur, þú kýst ekki um að kíkja í pakkann eftir einhverjum sérsamning þegar það er alveg ljóst að það verður ekkert slíkt, þess vegna er það sjálfdautt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta


en ég er alveg til í að kjósa einhverntímann á kosningatímabilinu en þá verður spurningin að vera ofur einföld svo allir séu með á nótunum eins og

Vilt þú ganga í esb? já eða nei!

ekkert flækja málið því það geta allir myndað sér skoðun ef þeir nenna, bara skoða regluverk esb og hvaða skylirði þarf að uppfylla og það kæmi væntanlega þá upplýsingar frá ríkisstjórninni um þau mál


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf Stutturdreki » Fim 06. Mar 2014 10:49

biturk skrifaði:fyrir það fyrsta að þá skipta einhverjar sérlausnir á smáhlutum ekki máli, menn eru að tala um stærri hlutina eins og sjávarútveg og landbúnaðarmál, það eru engar undanþágur áþeim hlutum, horfðu til dæmis á þetta efþú trúir mér ekki

En afhverju ættum við að trúa þér? Eða Sigmundi.. eða Bjarna.. eða Össuri eða bara einhverjum öðrum?

Eina sem ég er tilbúinn að trúa er þegar ég fæ að lesa þennann samning og sé svart á hvítu hvað kemur til með að standa þar. Þangað til eru þetta bara tilefnislausar staðhæfingar út í loftið.

Það á að klára þennann samning og ef hann er ömurlegur þá skal ég hafna honum með glöðu geði.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf dori » Fim 06. Mar 2014 10:59

Það er rosalega skrýtið að segja að ESB veiti engar undanþágur og þ.a.l. sé ekkert til sem heitir að "kíkja í pakkann" (hrikalega kjánalegt orðalag þetta) og fara svo að tala um að sérlausnir í "smáhlutum" skipti ekki máli. Þarna ertu að viðurkenna að fyrri staðhæfingin þín sé röng.

Þessi orð Füle lýsa meira því sem ESB vill helst en því sem það gerir því að það eru vissulega sérlausnir í landbúnaðarmálum eins og Jón Sigurðsson tók saman (og fleiri hafa gert). Það er ekkert hægt að segja að það verði ekki samið um neinar sérlausnir þegar það er ekki einu sinni búið að opna þessa kafla.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf biturk » Fim 06. Mar 2014 11:01

Stutturdreki skrifaði:
biturk skrifaði:fyrir það fyrsta að þá skipta einhverjar sérlausnir á smáhlutum ekki máli, menn eru að tala um stærri hlutina eins og sjávarútveg og landbúnaðarmál, það eru engar undanþágur áþeim hlutum, horfðu til dæmis á þetta efþú trúir mér ekki

En afhverju ættum við að trúa þér? Eða Sigmundi.. eða Bjarna.. eða Össuri eða bara einhverjum öðrum?

Eina sem ég er tilbúinn að trúa er þegar ég fæ að lesa þennann samning og sé svart á hvítu hvað kemur til með að standa þar. Þangað til eru þetta bara tilefnislausar staðhæfingar út í loftið.

Það á að klára þennann samning og ef hann er ömurlegur þá skal ég hafna honum með glöðu geði.


svo ég segi það nú einu sinni enn

þegar að sambandið sjálft eða talsmenn þess segja það mjög skýrt að þetta sé ekki í boði þá geturu trúað því, það er tíma og peningaeiðsla að skoða eitthvað sem liggur í augum uppi svo ef það á að kjósa þá á að spyrja hvort menn vilji ganga í sambandið, ekki vera að rugla þetta með samningaviðræður sem eru ekki til staðar þar sem við erum\vorum í aðlögunarferli

það er engin hræðsla við þjóðaratkvæðagreiðslu, það er bara dýr pakki að standa í þessu þegar fólk hefur fengið verulega skekkta mynd og hreinlega rangar upplýsingar um það sem geti gerst í málinu, þú ferð ekki í svona ferli eins og þjóðaratkvæðagreiðsla er nema maður sé viss um að það hafi tilgang......og tilgangurinn með þessari mun ekki verða neinn nema töluverður fjárhagslegur skaði

fyrir utan það að ríkisstjórnin myndi aldrei halda aðlögun áfram, þeir myndu hunsa atkvæðagreiðsluna og slíta viðræðum samt.....til þess kusu lang flestir þessa flokka, ef að esb já aðilar væru í miklum meirihluta þá hefðu þeir kosið samfylkinguna til að tryggja áframhaldandi viðræður


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf biturk » Fim 06. Mar 2014 11:05

dori skrifaði:Það er rosalega skrýtið að segja að ESB veiti engar undanþágur og þ.a.l. sé ekkert til sem heitir að "kíkja í pakkann" (hrikalega kjánalegt orðalag þetta) og fara svo að tala um að sérlausnir í "smáhlutum" skipti ekki máli. Þarna ertu að viðurkenna að fyrri staðhæfingin þín sé röng.

Þessi orð Füle lýsa meira því sem ESB vill helst en því sem það gerir því að það eru vissulega sérlausnir í landbúnaðarmálum eins og Jón Sigurðsson tók saman (og fleiri hafa gert). Það er ekkert hægt að segja að það verði ekki samið um neinar sérlausnir þegar það er ekki einu sinni búið að opna þessa kafla.



lestu nú vandlega yfir það sem ég skrifa og þá ættiru að sjá að þetta er ekki gáfulega skrifað

en til öryggis skal ég segja það aftur

það verða engir samningar um stór atriði eins og sjávarútveg og landbúnað, það eru bara minniháttar mál sem skipta heildina engu sem hægt er að semja um og annað ekki, það eru þessi tvö mál sem brýna á lang flestum ogmenn vilja ekki selja frá sér, það er víst ekki pláss fyrir landsbyggðina alla til að flytja í 101 þegar að landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn fer á hliðina.

http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf dori » Fim 06. Mar 2014 11:08

biturk skrifaði:fyrir utan það að ríkisstjórnin myndi aldrei halda aðlögun áfram, þeir myndu hunsa atkvæðagreiðsluna og slíta viðræðum samt.....til þess kusu lang flestir þessa flokka, ef að esb já aðilar væru í miklum meirihluta þá hefðu þeir kosið samfylkinguna til að tryggja áframhaldandi viðræður

Þú kaust væntanlega framsóknarflokkinn (þú hefur sagt að þú sért ekki sjálfstæðismaður). Gerðir þú það aðallega vegna þess að hann var á móti ESB? Því að ef svo er ertu pottþétt eini maðurinn á íslandi (hugsanlega fyrir utan fólk sem myndi mæta á miðstjórnarfund flokksins) sem gerðir það aðallega útaf því.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf Stutturdreki » Fim 06. Mar 2014 11:16

Biturk, mér er alveg sama hvort það kallast 'samningur'/'aðlögun' eða 'innlimun'.

Ég vill fá að sjá þetta plagg og kjósa um það, ekki taka annara orð um hvernig það mun hugsanlega líta út.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf Viktor » Fim 06. Mar 2014 11:30

Auðvitað hefði átt að kjósa um hvort við myndum sækja um til að byrja með... þá væri miklu meiri grundvöllur fyrir því að nei-flokkar héldu þessu áfram.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf gullielli » Fim 06. Mar 2014 13:52

Afhverju er svona slæmt að láta eftir sjávarútvegs -og landbúnaðarmálin? ..íslenskur landbúnaður er algjörlega háður styrkjum frá ríkinu, alvöru samkeppni er í algjöru núlli. Hvað varðar sjávarútvegsmálin þá er það heldur ekkert sérstaklega flott batterý.. Sjálfstæðisflokkurinn er gjörspilltur og hugsar um hugsmuni LÍU umfram hagsmuni almennings. Framsóknarflokkurinn er alveg eins nema hugsar einungis um hagsmuni landbúnaðarins.

En hvað varðar sjávarútveg þá höfum við sérstöðu í þeim málaflokki svo ég tel við geta fengið undanþágu þar en ég tel enga ástæðu til aðveita landbúnaðinum einhverja sérstaka undanþágu.


-Cheng


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf biturk » Fim 06. Mar 2014 13:53

Stutturdreki skrifaði:Biturk, mér er alveg sama hvort það kallast 'samningur'/'aðlögun' eða 'innlimun'.

Ég vill fá að sjá þetta plagg og kjósa um það, ekki taka annara orð um hvernig það mun hugsanlega líta út.


Þú ert semsagt til í að eiða gríðarlegum fjármunum bara til að sjá plagg sem allir vita hvernig verður

Æi ansans


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf Tbot » Fim 06. Mar 2014 13:54

dori skrifaði:
Tbot skrifaði:
dori skrifaði:
biturk skrifaði:Ja ísland gerðu þetta skylst mér, enda þeirra hagsmunir að ljúga fôlk uppfullt

Þú ert að setja þetta of augljóslega upp fyrir skot til baka. Ég nenni ekki einu sinni að bíta.

Segðu mér samt af hverju það þarf að ljúga fólk uppfullt til að það sætti sig ekki við að stjórnmálamenn svíki loforð sem voru margítrekuð bæði fyrir og eftir kosningar? Fyrir mjög mörgum er það það sem þetta snýst um. Þeir sem mæta á Austurvöll eru reyndar væntanlega mun ákveðnari í því að þeir vilja fá að kjósa og fá að kjósa já.

Mér finnst það virkilega leiðinlegt samt þegar fólk kemur með svona komment eins og þú (þetta kemur úr báðum áttum). Þú verður að sýna því virðingu að það geti verið að það sé fólk sem telji sínum hagsmunum (og jafnvel hagsmunum fjöldans) betur borgið innan ESB og það geta verið margar ástæður fyrir því. Ef þú ert ósammála ættirðu frekar að segja af hverju heldur en að móðga fólk.


Bara til að minna fólk á að það var samspillingin sem ákvað að fara í aðlögunarviðræður án þess að spyrja landsmenn. Þetta eru ekki aðildarviðræður því málið snýst um hvað þarf að breyta Íslenskum lögum svo þau séu samstíga EU. VG gaf út að þeir væru á móti EU og fengu ansi mörg atkvæði í kosningum 2009 út á það.
Þegar ákveðið var á alþingi að fara í þessar viðræður komu fram breytingartillögur að setja í þjóðaratkvæði hvort það ætti að hefja þessa vegferð. Bæði samspilling og VG sögðu nei við þjóðaratkvæði þá.
Heldur ætlaðu þeir að hafa þjóðaratkvæði þegar samningur væri kominn. Smá ábending - engum lögum var breytt svo það þyrfti( þjóðaratkvæði) heldur værum við upp á náð og miskun þessa liðs hvort það mæti sem svo að nú ætti að spyrja fólkið.
=> Ekki gleyma því að samspilling og VG fengu rassskellingu í síðustu alþingiskosningum.

Þú gerir svo lítið úr því sem þú ert að segja með því að nota uppnefni. "Samspilling", "FLokkurinn" og annað sem maður sér oftast í kommentakerfi DV eða á blog.is er bara svo hrikalega asnalegt að það er erfitt að taka mark á þeim sem nota þetta.

Ég er ekkert fylgjandi Samfylkingar eða VG og það er margt sem sú ríkisstjórn gerði sem ég er mjög ósammála. Hins vegar ertu þar með tvo flokka sem voru á öndverðum meiði með þetta en ætluðu að láta reyna á það að starfa saman í ríkisstjórn og gerðu mjög margt mjög vel. En í stjórnarsáttmálanum þeirra sagði:

Stjórnarsáttmáli 8. maí 2009 skrifaði:Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem
mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum.
Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að
Evrópusambandinu á vorþingi.


Þannig að það kemur engum á óvart að þeir hefðu aðilarviðræðurnar. Hins vegar eru ríkisstjórnin núna og báðir ríkisstjórnarflokkarnir búnir að segja bæði fyrir og eftir kosningar að það muni verða kosið núna á þessu kjörtímabili og að það muni gerast fyrr en síðar. Háttsettir aðilar (Bjarni Ben, minnir mig) tala um meðfram sveitastjórnarkosningum.

Þú hlýtur að sjá hvernig þetta er bara tvennt gjörólíkt, er það ekki? Fyrir utan það að öll rökin þeirra fyrir því að draga umsóknina til baka eru kengþroskaheft. Ég hef ekkert á móti því að þessir flokkar haldi ekki áfram með þetta. En af hverju að draga þetta til baka?

ESB vill að við tökum afstöðu. - Ok, segið að þið ætlið ekki að halda áfram með þetta og geymið bara umsóknina eins og Sviss hefur gert í milljón ár.
Við vorum kosin og fólk kaus okkur út á stefnu okkar í evrópumálum. - Nah, frekar óskýr og villanda stefna greinilega (kannski sett þannig upp í byrjun) og framsókn var af flestum kosin fyrir loforð um skuldarniðurfellingar og ekkert annað. Sem er líka það sem öll kosningarbaráttan hjá mörgum flokkum snerist um.
Það eru breyttar aðstæður síðan við sögðum þetta. - Já, svo að kosningarloforðið var bara sett inn sem þrautavari ef þú skyldir mynda ríkisstjórn með flokki sem er ósammála þér en gildir ekki ef þú ert með flokki sem er sammála þér... Það er frekar heimskuleg pæling (Sjá hér)

Ég man ekki fleira en öll rökin sem þeir hafa komið með og ég hef séð er eitthvað sem stenst ekki skoðun. Vil samt endilega hafa rangt fyrir mér og sjá eitthvað sem meikar sense.



Steingrímur J sagði berum orðum í beinni útsendingu fyrir kosningar 2009 að VG tæki ekki í mál að sækja um aðild að EU, ( get trúlega fundið þessa klippu) svo slepptu einhverju bulli um stjórnasáttmála og fleira.
Af hverju heldur þú að VG hafi verið refsað í kosningum 2013. Vegna þess að það var ekkert staðin við nein loforð, hvorki vegna EU eða hins almenna borgara þessa lands, þetta voru snatar bankanna. Með örfáum undantekningum.

Það að ég noti orðið samspilling um ákveðinn flokk, kemur þessu máli ekkert við. Þetta er því miður einn af spilltustu flokkunum þó hinir séu vart skárri. Enginn þeirra hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi mótmælin á Austurvelli

Pósturaf Tbot » Fim 06. Mar 2014 13:58

gullielli skrifaði:Afhverju er svona slæmt að láta eftir sjávarútvegs -og landbúnaðarmálin? ..íslenskur landbúnaður er algjörlega háður styrkjum frá ríkinu, alvöru samkeppni er í algjöru núlli. Hvað varðar sjávarútvegsmálin þá er það heldur ekkert sérstaklega flott batterý.. Sjálfstæðisflokkurinn er gjörspilltur og hugsar um hugsmuni LÍU umfram hagsmuni almennings. Framsóknarflokkurinn er alveg eins nema hugsar einungis um hagsmuni landbúnaðarins.

En hvað varðar sjávarútveg þá höfum við sérstöðu í þeim málaflokki svo ég tel við geta fengið undanþágu þar en ég tel enga ástæðu til aðveita landbúnaðinum einhverja sérstaka undanþágu.


Þá réðum við engu um þessi mál.
Og við værum þá ekki að veiða neinn makríl.
Stórt hlutfall útflutningstekja kemur frá sjávarútvegi.... ætlar þú þá í staðinn að fara að tína fjallagrös og selja eins um sumir í VG hafa haft minnst svo "skemmtilega" á.